Guðjón þjálfaði stjóra Gylfa Þórs: Hefur burði til að komast í fremstu röð Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. nóvember 2015 12:00 Alex Neil og Garry Monk lærðu báðir af Guðjóni Þórðarsyni. vísir/getty Tuttugu og þrjú ár eru síðan enskur knattspyrnustjóri gerði lið í ensku úrvalsdeildinni að meisturum. Howard Wilkinson vann þann stóra sem knattspyrnustjóri Leeds, ári áður en enska úrvalsdeildin var stofnuð. Englendingur hefur aldrei stýrt liði til sigurs í ensku úrvalsdeildinni, en það hafa tveir Skotar gert; Sir Alex Ferguson og Kenny Dalglish. Þessi krísa enskra knattspyrnustjóra var til umfjöllunar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um síðustu helgi þar sem Guðjón Þórðarson segir krísuna eiga sér djúpar rætur. Guðjón þekkir vel til á Englandi eftir að stýra Stoke, Barnsley, Notts County og Crewe, en hann segir enska stjóra hafa setið eftir og verið lengur að tileinka sér nútímanálgun í þjálfun en kollegar þeirra á meginlandinu.Guðjón Þórðarson stýrði Notts County, Stoke, Crewe og Barnsley.vísir/tom loakesVerkefnið of stórt fyrir Moyes „Góðu tíðindin eru hins vegar þau að þetta er smám saman að breytast. Enskir þjálfarar eru að breyta sinni nálgun og stíga fastar til jarðar,“ segir Guðjón í viðtali við Orra Pál Ormarsson í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Stóru félögin vilja fá stjóra sem hafa reynslu af því að vinna titla en Englendingar sem hafa unnið eitthvað eru varla til. Manchester United og Liverpool tóku sénsinn á Skota (David Moyes) og Norður-Íra (Brendan Rodgers) sem höfðu gert góða hluti með minni lið. „Moyes náði ekki að stíga inn í þennan stóra heim Manchester United, verkefnið var honum einfaldlega ofvaxið. Rodgers átti ágæta spretti hjá Liverpool en á endanum varði hann ekki peningunum sem honum var ráðstafað nægilega skynsamlega,“ segir Guðjón.Garry Monk þjálfar Gylfa Þór Sigurðsson hjá Swansea.vísir/gettySvona Óla Þórðar týpa Þegar Guðjón var knattspyrnustjóri Barnsley frá 2003-2004 þjálfaði hann tvo englendinga; Garry Monk og Alex Neil. Þeir eru báðir knattspyrnustjórar í ensku úrvalsdeildinni í dag. Garry Monk var gerður að spilandi þjálfara Swansea í febrúar 2014 og lagði skóna á hilluna næsta sumar. Hann fékk tækifæri strax í úrvalsdeildinni en Neill kom Norwich upp úr B-deildinni í vor eftir að hefja þjálfaraferilinn hjá Hamilton Academical í Skotlandi. „Garry er lengra kominn, búinn að sanna sig í úrvalsdeildinni enda þótt nokkur pressa sé á honum núna. Það er mál manna úti að hann hafi burði til að komast í fremstu röð.“ segir Guðjón, en hann þjálfar vitaskuld Gylfa Þór Sigurðsson, landsliðsmann Íslands, og hefur miklar mætur á honum. Monk er ekki nema 36 ára gamall og Neill 34 ára. Guðjón hefur mikla trú á þeim báðum enda þekkir hann þá vel. „Alex þarf að vaxa inn í starfið og ég hef fulla trú á honum. Hann er ósérhlífinn og harðduglegur. Svona Óla Þórðar týpa. En það er ekki nóg að hafa hæfileikana, þessir strákar þurfa að hafa eitthvað á bak við sig líka,“ segir Guðjón Þórðarson. Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Tuttugu og þrjú ár eru síðan enskur knattspyrnustjóri gerði lið í ensku úrvalsdeildinni að meisturum. Howard Wilkinson vann þann stóra sem knattspyrnustjóri Leeds, ári áður en enska úrvalsdeildin var stofnuð. Englendingur hefur aldrei stýrt liði til sigurs í ensku úrvalsdeildinni, en það hafa tveir Skotar gert; Sir Alex Ferguson og Kenny Dalglish. Þessi krísa enskra knattspyrnustjóra var til umfjöllunar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um síðustu helgi þar sem Guðjón Þórðarson segir krísuna eiga sér djúpar rætur. Guðjón þekkir vel til á Englandi eftir að stýra Stoke, Barnsley, Notts County og Crewe, en hann segir enska stjóra hafa setið eftir og verið lengur að tileinka sér nútímanálgun í þjálfun en kollegar þeirra á meginlandinu.Guðjón Þórðarson stýrði Notts County, Stoke, Crewe og Barnsley.vísir/tom loakesVerkefnið of stórt fyrir Moyes „Góðu tíðindin eru hins vegar þau að þetta er smám saman að breytast. Enskir þjálfarar eru að breyta sinni nálgun og stíga fastar til jarðar,“ segir Guðjón í viðtali við Orra Pál Ormarsson í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Stóru félögin vilja fá stjóra sem hafa reynslu af því að vinna titla en Englendingar sem hafa unnið eitthvað eru varla til. Manchester United og Liverpool tóku sénsinn á Skota (David Moyes) og Norður-Íra (Brendan Rodgers) sem höfðu gert góða hluti með minni lið. „Moyes náði ekki að stíga inn í þennan stóra heim Manchester United, verkefnið var honum einfaldlega ofvaxið. Rodgers átti ágæta spretti hjá Liverpool en á endanum varði hann ekki peningunum sem honum var ráðstafað nægilega skynsamlega,“ segir Guðjón.Garry Monk þjálfar Gylfa Þór Sigurðsson hjá Swansea.vísir/gettySvona Óla Þórðar týpa Þegar Guðjón var knattspyrnustjóri Barnsley frá 2003-2004 þjálfaði hann tvo englendinga; Garry Monk og Alex Neil. Þeir eru báðir knattspyrnustjórar í ensku úrvalsdeildinni í dag. Garry Monk var gerður að spilandi þjálfara Swansea í febrúar 2014 og lagði skóna á hilluna næsta sumar. Hann fékk tækifæri strax í úrvalsdeildinni en Neill kom Norwich upp úr B-deildinni í vor eftir að hefja þjálfaraferilinn hjá Hamilton Academical í Skotlandi. „Garry er lengra kominn, búinn að sanna sig í úrvalsdeildinni enda þótt nokkur pressa sé á honum núna. Það er mál manna úti að hann hafi burði til að komast í fremstu röð.“ segir Guðjón, en hann þjálfar vitaskuld Gylfa Þór Sigurðsson, landsliðsmann Íslands, og hefur miklar mætur á honum. Monk er ekki nema 36 ára gamall og Neill 34 ára. Guðjón hefur mikla trú á þeim báðum enda þekkir hann þá vel. „Alex þarf að vaxa inn í starfið og ég hef fulla trú á honum. Hann er ósérhlífinn og harðduglegur. Svona Óla Þórðar týpa. En það er ekki nóg að hafa hæfileikana, þessir strákar þurfa að hafa eitthvað á bak við sig líka,“ segir Guðjón Þórðarson.
Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira