Enski boltinn

Neville: Ég vorkenni Hazard ekki neitt

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eden Hazard var á bekknum um helgina.
Eden Hazard var á bekknum um helgina. vísir/getty
Eden Hazard, Belginn í liði Chelsea sem var kjörinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, var ekki með Chelsea þegar liðið vann 2-0 sigur á Aston Villa um helgina.

Mourinho setti Belgann á bekkinn og sagði fréttamönnum það eftir leik. Bekkjarseta Belgans tengdist meiðslum ekki á nokkurn hátt, hann hefur bara ekki spilað vel.

„Ég vorkenni Hazard ekki neitt. Ég býst við meiru af honum,“ sagði Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, í Monday Night Football á Sky Sports í gærkvöldi. Þar fóru þeir Jamie Carragher yfir málefni Hazards.

„Maður var farinn að sjá magnaðan leikann á síðustu leiktíð. Ég meina, hversu marga heimsklassa menn erum við með í deildinni? Agüero og Silva og maður myndi setja Hazard í þann flokk.“

„Hazard var kominn í umræðuna með Messi og Ronaldo á síðustu leiktíð. Þegar þeir tveir eiga slaka kafla eru þeir samt að leggja eitthvað fram og skora mörk.“

„Ronaldo sló markamet Real um helgina og allir vita hvað Messi hefur gert. Ég vorkenni Hazard ekki neitt. Það hangir enn spurningamerki yfir honum hvort hann geti komist upp á næsta þrep á sínum ferli,“ sagði Gary Neville.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×