Innlent

Verkefnið Jól í skókassa hafið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Börn í Úkraínu njóta góðs af verkefninu Jól í skókassa.
Börn í Úkraínu njóta góðs af verkefninu Jól í skókassa. mynd/jól í skókassa
Verkefnið Jól í skókassa sem flestir landsmenn kannast við fer nú af stað í 12. skiptið en um er að ræða samstarfsverkefni KFUM og KFUK á Íslandi og KFUM í Úkraínu.

Lokaskiladagur Jóla í skókassa er laugardagurinn 14. nóvember. Þann dag verður opið hús á Holtavegi 28, þar sem KFUM og KFUK er til húsa, þar sem hægt verður að skila skókössum. Þá er einnig tekið á móti skókössum alla virka daga við Holtaveg og hafa nú þegar borist fjölmargir kassar til KFUM og KFUK.

Að jafnaði er lokaskiladagur verkefnisins á landsbyggðinni um viku fyrr en í Reykjavík.  Á þeim stöðum þar sem ekki eru tengiliðir og formleg móttaka má koma kössum í afgreiðslu Eimskipa Flytjanda.

Allar upplýsingar um verkefnið má nálgast á Facebokk-síðu þess og á heimasíðunni skokassar.net.


Tengdar fréttir

Gleði og eftirvænting í hverju andliti

Sjálfboðaliðar á vegum verkefnisins Jól í skókassa sem félagið KFUM stendur fyrir hafa nú afhent þær gjafir sem verkefninu barst fyrir jólin.

Mörg þúsund gjafir í Jól í skókassa

"Síðasti dagurinn á höfuðborgarsvæðinu til þess að skila jólagjöfum fyrir verkefnið Jól í skókassa er á laugardaginn næstkomandi ,“ segir Salvar Geir Guðgeirsson, verkefnastjóri verkefnisins. Það er félagið KFUM sem stendur fyrir söfnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×