Skírnum barna fækkað mjög frá árinu 2005 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. október 2015 19:19 Þóknun til presta fyrir skírnir hefur hækkað um tæplega helming frá 2003 en allur gangur er á því hvort prestar innheimti gjald eður ei. vísir/getty Færri börn eru skírð inn í þjóðkirkjuna nú en áður. Þetta er meðal þess sem lesa má úr svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Á árunum 2005-2014 fæddust 45.749 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Hins vegar fóru aðeins 31.181 skírnarathafnir fram á þeim tíma og hefur þeim fækkað að undanförnu. Á árunum 2005-2006 voru til að mynda þrjú af hverjum fjórum börnum skírð en í fyrra var hlutfallið komið undir 60%. Rétt er að geta þess að í þessum samanburði er ekki gert ráð fyrir fjölburaskírnum sem kæmu til með að hækka hlutfall skírðra barna. Fyrirspurn Steinunnar snerist um hvernig gjaldskrá presta fyrir hvernig þóknun fyrir aukaverk presta þjóðkirkjunnar hefur þróast síðustu tíu ár, hve mikið prestar hefðu þóknast á aukaverkum á sama tímabili og hvaða eftirlit væri haft með því hvort prestar rukkuðu umfram gjaldskrána. Ný gjaldskrá fyrir aukaverk presta er sett á tíu ára fresti. Það var gert árið 2003 og 2013 og að auki árið 2014 en í henni er gjaldskráin uppfærð í samræmi við ákvarðanir kjararáðs um almennar launahækkanir. Úr svarinu má lesa að gjaldskráin hefur hækkað um nærri helming í flestum liðum. Árið 2003 kostaði til að mynda 3.500 krónur að skíra barn en rúmar 5.000 krónur nú. Að ferma barn kostaði 9.300 krónur 2003, 11.000 krónur árið 2013 en hefur síðan þá hækkað um rúmar þrjúþúsund krónur. Útfört og kistulagning kosta saman tæpar 25.000 krónur.Fæðingar og skírnir (2005-2014)Create column chartsEkki sérstakt eftirlit með innheimtu þóknanna Í svarinu kemur fram að erfitt sé að áætla aukatekjur presta vegna þessara verka en hvorki Biskupsstofa né Prestafélag Íslands höfðu upplýsingar þær undir höndum. Hvert prestsembætti annast slíka innheimtu sjálft. Fólki sé einnig í sjálfsvald sett í hvaða kirkju athafnir fari fram og það skekkji myndina. Einnig geta prestar ákveðið sjálfir hvort þeir þiggi gjald fyrir aukaverkin eður ei. Þó voru til upplýsingar um hve margar skírnir og hjónavígslur prestar hafa annast á tímabilinu. Hjónavígslum fækkaði örlítið á árinu eftir hrun en síðan þá hafa þær verið um og yfir þúsund á ári. Skírnum hefur hins vegar fækkað til muna. Í svarinu koma fram upplýsingar um fermingar síðustu tíu ár hjá Reykjavíkurprófastsdæmi eysta en það telur rúmlega fjórðung íbúa landsins. Þar kemur fram að á undanfarin tíu ár hefur fjöldi þeirra sem fermist í prófastsdæminu á hverju ári breyst lítið milli ára. Fjöldi fermingarbarna er á bilinu 1000-1100 öll árin að 2013 undanskildu er 929 börn fermdust. Ekkert sérstakt eftirlit er með hvernig prestar innheimta þóknun sína og bregst Biskupsstofa aðeins við ef kvörtun bregst. Fyrr á þessu ári fjallaði Fréttablaðið um að það kæmi fyrir að prestar og kirkjuverðir tækju við greiðslum á sína persónulegu reikninga án þess að gefa út reikninga fyrir þjónustunni. Tengdar fréttir Prestur tók ólögmæt aukagjöld fyrir upptöku á minningarorðum í jarðarför Þjóðkirkjuprestur á höfuðborgarsvæðinu innheimti 10 þúsund krónur fyrir að taka upp minningarorð í jarðarför og setja á vefinn. Slíkt athæfi er ekki í samræmi við gjaldskrá um aukaverk presta. Tilkynna ber slík tilfelli til Biskups. 27. ágúst 2015 07:00 Prestar gifta, ferma og skíra undir borðið Dæmi eru um það að prestar og kirkjuverðir gefi ekki út reikninga og þiggi reiðufé fyrir athafnir. Formaður Prestafélags Íslands segir slík tilfelli fá en þau eru litin alvarlegum augum. 21. ágúst 2015 09:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Færri börn eru skírð inn í þjóðkirkjuna nú en áður. Þetta er meðal þess sem lesa má úr svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Á árunum 2005-2014 fæddust 45.749 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Hins vegar fóru aðeins 31.181 skírnarathafnir fram á þeim tíma og hefur þeim fækkað að undanförnu. Á árunum 2005-2006 voru til að mynda þrjú af hverjum fjórum börnum skírð en í fyrra var hlutfallið komið undir 60%. Rétt er að geta þess að í þessum samanburði er ekki gert ráð fyrir fjölburaskírnum sem kæmu til með að hækka hlutfall skírðra barna. Fyrirspurn Steinunnar snerist um hvernig gjaldskrá presta fyrir hvernig þóknun fyrir aukaverk presta þjóðkirkjunnar hefur þróast síðustu tíu ár, hve mikið prestar hefðu þóknast á aukaverkum á sama tímabili og hvaða eftirlit væri haft með því hvort prestar rukkuðu umfram gjaldskrána. Ný gjaldskrá fyrir aukaverk presta er sett á tíu ára fresti. Það var gert árið 2003 og 2013 og að auki árið 2014 en í henni er gjaldskráin uppfærð í samræmi við ákvarðanir kjararáðs um almennar launahækkanir. Úr svarinu má lesa að gjaldskráin hefur hækkað um nærri helming í flestum liðum. Árið 2003 kostaði til að mynda 3.500 krónur að skíra barn en rúmar 5.000 krónur nú. Að ferma barn kostaði 9.300 krónur 2003, 11.000 krónur árið 2013 en hefur síðan þá hækkað um rúmar þrjúþúsund krónur. Útfört og kistulagning kosta saman tæpar 25.000 krónur.Fæðingar og skírnir (2005-2014)Create column chartsEkki sérstakt eftirlit með innheimtu þóknanna Í svarinu kemur fram að erfitt sé að áætla aukatekjur presta vegna þessara verka en hvorki Biskupsstofa né Prestafélag Íslands höfðu upplýsingar þær undir höndum. Hvert prestsembætti annast slíka innheimtu sjálft. Fólki sé einnig í sjálfsvald sett í hvaða kirkju athafnir fari fram og það skekkji myndina. Einnig geta prestar ákveðið sjálfir hvort þeir þiggi gjald fyrir aukaverkin eður ei. Þó voru til upplýsingar um hve margar skírnir og hjónavígslur prestar hafa annast á tímabilinu. Hjónavígslum fækkaði örlítið á árinu eftir hrun en síðan þá hafa þær verið um og yfir þúsund á ári. Skírnum hefur hins vegar fækkað til muna. Í svarinu koma fram upplýsingar um fermingar síðustu tíu ár hjá Reykjavíkurprófastsdæmi eysta en það telur rúmlega fjórðung íbúa landsins. Þar kemur fram að á undanfarin tíu ár hefur fjöldi þeirra sem fermist í prófastsdæminu á hverju ári breyst lítið milli ára. Fjöldi fermingarbarna er á bilinu 1000-1100 öll árin að 2013 undanskildu er 929 börn fermdust. Ekkert sérstakt eftirlit er með hvernig prestar innheimta þóknun sína og bregst Biskupsstofa aðeins við ef kvörtun bregst. Fyrr á þessu ári fjallaði Fréttablaðið um að það kæmi fyrir að prestar og kirkjuverðir tækju við greiðslum á sína persónulegu reikninga án þess að gefa út reikninga fyrir þjónustunni.
Tengdar fréttir Prestur tók ólögmæt aukagjöld fyrir upptöku á minningarorðum í jarðarför Þjóðkirkjuprestur á höfuðborgarsvæðinu innheimti 10 þúsund krónur fyrir að taka upp minningarorð í jarðarför og setja á vefinn. Slíkt athæfi er ekki í samræmi við gjaldskrá um aukaverk presta. Tilkynna ber slík tilfelli til Biskups. 27. ágúst 2015 07:00 Prestar gifta, ferma og skíra undir borðið Dæmi eru um það að prestar og kirkjuverðir gefi ekki út reikninga og þiggi reiðufé fyrir athafnir. Formaður Prestafélags Íslands segir slík tilfelli fá en þau eru litin alvarlegum augum. 21. ágúst 2015 09:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Prestur tók ólögmæt aukagjöld fyrir upptöku á minningarorðum í jarðarför Þjóðkirkjuprestur á höfuðborgarsvæðinu innheimti 10 þúsund krónur fyrir að taka upp minningarorð í jarðarför og setja á vefinn. Slíkt athæfi er ekki í samræmi við gjaldskrá um aukaverk presta. Tilkynna ber slík tilfelli til Biskups. 27. ágúst 2015 07:00
Prestar gifta, ferma og skíra undir borðið Dæmi eru um það að prestar og kirkjuverðir gefi ekki út reikninga og þiggi reiðufé fyrir athafnir. Formaður Prestafélags Íslands segir slík tilfelli fá en þau eru litin alvarlegum augum. 21. ágúst 2015 09:00