Skírnum barna fækkað mjög frá árinu 2005 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. október 2015 19:19 Þóknun til presta fyrir skírnir hefur hækkað um tæplega helming frá 2003 en allur gangur er á því hvort prestar innheimti gjald eður ei. vísir/getty Færri börn eru skírð inn í þjóðkirkjuna nú en áður. Þetta er meðal þess sem lesa má úr svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Á árunum 2005-2014 fæddust 45.749 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Hins vegar fóru aðeins 31.181 skírnarathafnir fram á þeim tíma og hefur þeim fækkað að undanförnu. Á árunum 2005-2006 voru til að mynda þrjú af hverjum fjórum börnum skírð en í fyrra var hlutfallið komið undir 60%. Rétt er að geta þess að í þessum samanburði er ekki gert ráð fyrir fjölburaskírnum sem kæmu til með að hækka hlutfall skírðra barna. Fyrirspurn Steinunnar snerist um hvernig gjaldskrá presta fyrir hvernig þóknun fyrir aukaverk presta þjóðkirkjunnar hefur þróast síðustu tíu ár, hve mikið prestar hefðu þóknast á aukaverkum á sama tímabili og hvaða eftirlit væri haft með því hvort prestar rukkuðu umfram gjaldskrána. Ný gjaldskrá fyrir aukaverk presta er sett á tíu ára fresti. Það var gert árið 2003 og 2013 og að auki árið 2014 en í henni er gjaldskráin uppfærð í samræmi við ákvarðanir kjararáðs um almennar launahækkanir. Úr svarinu má lesa að gjaldskráin hefur hækkað um nærri helming í flestum liðum. Árið 2003 kostaði til að mynda 3.500 krónur að skíra barn en rúmar 5.000 krónur nú. Að ferma barn kostaði 9.300 krónur 2003, 11.000 krónur árið 2013 en hefur síðan þá hækkað um rúmar þrjúþúsund krónur. Útfört og kistulagning kosta saman tæpar 25.000 krónur.Fæðingar og skírnir (2005-2014)Create column chartsEkki sérstakt eftirlit með innheimtu þóknanna Í svarinu kemur fram að erfitt sé að áætla aukatekjur presta vegna þessara verka en hvorki Biskupsstofa né Prestafélag Íslands höfðu upplýsingar þær undir höndum. Hvert prestsembætti annast slíka innheimtu sjálft. Fólki sé einnig í sjálfsvald sett í hvaða kirkju athafnir fari fram og það skekkji myndina. Einnig geta prestar ákveðið sjálfir hvort þeir þiggi gjald fyrir aukaverkin eður ei. Þó voru til upplýsingar um hve margar skírnir og hjónavígslur prestar hafa annast á tímabilinu. Hjónavígslum fækkaði örlítið á árinu eftir hrun en síðan þá hafa þær verið um og yfir þúsund á ári. Skírnum hefur hins vegar fækkað til muna. Í svarinu koma fram upplýsingar um fermingar síðustu tíu ár hjá Reykjavíkurprófastsdæmi eysta en það telur rúmlega fjórðung íbúa landsins. Þar kemur fram að á undanfarin tíu ár hefur fjöldi þeirra sem fermist í prófastsdæminu á hverju ári breyst lítið milli ára. Fjöldi fermingarbarna er á bilinu 1000-1100 öll árin að 2013 undanskildu er 929 börn fermdust. Ekkert sérstakt eftirlit er með hvernig prestar innheimta þóknun sína og bregst Biskupsstofa aðeins við ef kvörtun bregst. Fyrr á þessu ári fjallaði Fréttablaðið um að það kæmi fyrir að prestar og kirkjuverðir tækju við greiðslum á sína persónulegu reikninga án þess að gefa út reikninga fyrir þjónustunni. Tengdar fréttir Prestur tók ólögmæt aukagjöld fyrir upptöku á minningarorðum í jarðarför Þjóðkirkjuprestur á höfuðborgarsvæðinu innheimti 10 þúsund krónur fyrir að taka upp minningarorð í jarðarför og setja á vefinn. Slíkt athæfi er ekki í samræmi við gjaldskrá um aukaverk presta. Tilkynna ber slík tilfelli til Biskups. 27. ágúst 2015 07:00 Prestar gifta, ferma og skíra undir borðið Dæmi eru um það að prestar og kirkjuverðir gefi ekki út reikninga og þiggi reiðufé fyrir athafnir. Formaður Prestafélags Íslands segir slík tilfelli fá en þau eru litin alvarlegum augum. 21. ágúst 2015 09:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Færri börn eru skírð inn í þjóðkirkjuna nú en áður. Þetta er meðal þess sem lesa má úr svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Á árunum 2005-2014 fæddust 45.749 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Hins vegar fóru aðeins 31.181 skírnarathafnir fram á þeim tíma og hefur þeim fækkað að undanförnu. Á árunum 2005-2006 voru til að mynda þrjú af hverjum fjórum börnum skírð en í fyrra var hlutfallið komið undir 60%. Rétt er að geta þess að í þessum samanburði er ekki gert ráð fyrir fjölburaskírnum sem kæmu til með að hækka hlutfall skírðra barna. Fyrirspurn Steinunnar snerist um hvernig gjaldskrá presta fyrir hvernig þóknun fyrir aukaverk presta þjóðkirkjunnar hefur þróast síðustu tíu ár, hve mikið prestar hefðu þóknast á aukaverkum á sama tímabili og hvaða eftirlit væri haft með því hvort prestar rukkuðu umfram gjaldskrána. Ný gjaldskrá fyrir aukaverk presta er sett á tíu ára fresti. Það var gert árið 2003 og 2013 og að auki árið 2014 en í henni er gjaldskráin uppfærð í samræmi við ákvarðanir kjararáðs um almennar launahækkanir. Úr svarinu má lesa að gjaldskráin hefur hækkað um nærri helming í flestum liðum. Árið 2003 kostaði til að mynda 3.500 krónur að skíra barn en rúmar 5.000 krónur nú. Að ferma barn kostaði 9.300 krónur 2003, 11.000 krónur árið 2013 en hefur síðan þá hækkað um rúmar þrjúþúsund krónur. Útfört og kistulagning kosta saman tæpar 25.000 krónur.Fæðingar og skírnir (2005-2014)Create column chartsEkki sérstakt eftirlit með innheimtu þóknanna Í svarinu kemur fram að erfitt sé að áætla aukatekjur presta vegna þessara verka en hvorki Biskupsstofa né Prestafélag Íslands höfðu upplýsingar þær undir höndum. Hvert prestsembætti annast slíka innheimtu sjálft. Fólki sé einnig í sjálfsvald sett í hvaða kirkju athafnir fari fram og það skekkji myndina. Einnig geta prestar ákveðið sjálfir hvort þeir þiggi gjald fyrir aukaverkin eður ei. Þó voru til upplýsingar um hve margar skírnir og hjónavígslur prestar hafa annast á tímabilinu. Hjónavígslum fækkaði örlítið á árinu eftir hrun en síðan þá hafa þær verið um og yfir þúsund á ári. Skírnum hefur hins vegar fækkað til muna. Í svarinu koma fram upplýsingar um fermingar síðustu tíu ár hjá Reykjavíkurprófastsdæmi eysta en það telur rúmlega fjórðung íbúa landsins. Þar kemur fram að á undanfarin tíu ár hefur fjöldi þeirra sem fermist í prófastsdæminu á hverju ári breyst lítið milli ára. Fjöldi fermingarbarna er á bilinu 1000-1100 öll árin að 2013 undanskildu er 929 börn fermdust. Ekkert sérstakt eftirlit er með hvernig prestar innheimta þóknun sína og bregst Biskupsstofa aðeins við ef kvörtun bregst. Fyrr á þessu ári fjallaði Fréttablaðið um að það kæmi fyrir að prestar og kirkjuverðir tækju við greiðslum á sína persónulegu reikninga án þess að gefa út reikninga fyrir þjónustunni.
Tengdar fréttir Prestur tók ólögmæt aukagjöld fyrir upptöku á minningarorðum í jarðarför Þjóðkirkjuprestur á höfuðborgarsvæðinu innheimti 10 þúsund krónur fyrir að taka upp minningarorð í jarðarför og setja á vefinn. Slíkt athæfi er ekki í samræmi við gjaldskrá um aukaverk presta. Tilkynna ber slík tilfelli til Biskups. 27. ágúst 2015 07:00 Prestar gifta, ferma og skíra undir borðið Dæmi eru um það að prestar og kirkjuverðir gefi ekki út reikninga og þiggi reiðufé fyrir athafnir. Formaður Prestafélags Íslands segir slík tilfelli fá en þau eru litin alvarlegum augum. 21. ágúst 2015 09:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Prestur tók ólögmæt aukagjöld fyrir upptöku á minningarorðum í jarðarför Þjóðkirkjuprestur á höfuðborgarsvæðinu innheimti 10 þúsund krónur fyrir að taka upp minningarorð í jarðarför og setja á vefinn. Slíkt athæfi er ekki í samræmi við gjaldskrá um aukaverk presta. Tilkynna ber slík tilfelli til Biskups. 27. ágúst 2015 07:00
Prestar gifta, ferma og skíra undir borðið Dæmi eru um það að prestar og kirkjuverðir gefi ekki út reikninga og þiggi reiðufé fyrir athafnir. Formaður Prestafélags Íslands segir slík tilfelli fá en þau eru litin alvarlegum augum. 21. ágúst 2015 09:00