Prestur tók ólögmæt aukagjöld fyrir upptöku á minningarorðum í jarðarför Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. ágúst 2015 07:00 Deildar meiningar eru innan kirkjunnar um hvort rukka eigi fyrir aukaverk presta. vísir/pjetur Prestur á höfuðborgarsvæðinu tók upp minningarorð í jarðarför og sendi ættingjum hins látna reikning vegna upptökunnar og fyrir að setja hana á netið. Ættingi þess jarðsetta sem vill ekki láta nafns síns getið segir að umræddur prestur hafi sent reikning upp á rúmlega tíu þúsund krónur fyrir upptökunni og um fimm þúsund krónum fyrir að semja minningarorð við jarðarför föður hans. Slíkt er ekki í samræmi við gjaldskrá aukaverka presta. Presturinn hafði ekki greint ættingjum frá því að hann myndi innheimta gjöld vegna upptökunnar og þegar hafði útfararstofa innheimt gjald samkvæmt gjaldskrá um aukaverk presta. Atvikið átti sér stað fyrir um tveimur árum. Ættingi þess látna segir að samband hafi verið haft við Biskupsstofu til að kanna hvort slík innheimta þyki eðlileg innan Þjóðkirkjunnar. Svör Biskupsstofu voru á þann veg að athæfið hafi verið óleyfilegt.Kristján BjörnssonFréttablaðið greindi frá því síðastliðinn föstudag að þekkt eru dæmi þess efnis að prestar Þjóðkirkjunnar hafi framkvæmt athafnir í aukaverkum og ekki gefið út reikning eða kvittanir. Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands, segir að fylgja þurfi gjaldskrá presta um aukaverk en dæmi væru um það að prestar taki gjöld aukalega. „Við höfum lagt áherslu á það við presta að gjaldskráin er ekki viðmiðunarskrá heldur er þar fast gjald og við eigum að taka það gjald og ekkert annað. Við gefum félagsmönnum upplýsingar um það hvað er leyfilegt að taka,“ segir Kristján. Kristján getur ekki greint frá málefnum einstakra félagsmanna en hann veit til þess að einn prestur hefur verið kallaður til biskups vegna máls af þessum toga. Samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu eru slík tilfelli litin alvarlegum augum og beri að tilkynna. Gjaldskrá um aukaverk presta er ákvörðuð af kjararáði og staðfest af innanríkisráðherra. Í samþykktri gjaldskrá frá 31. júlí 2014 kemur fram að gjald fyrir útför er 18.599 krónur en auk þess geta prestar farið fram á greiðslu vegna aksturs. Greiðsla vegna aksturs miðast við akstursgjöld ríkisstarfsmanna. „Gjaldskráin er sett af innanríkisráðherra til að tryggja réttarvernd þegnanna,“ segir Kristján. „Eitt af því sem stendur þarna skýrum stöfum er að prestur þarf að gera fólki grein fyrir því fyrir athöfnina. Honum ber að gera fólki grein fyrir kostnaðinum og það má ekki koma með reikning eftir á.“ Ef fólki finnist greiðslurnar undarlegar eða þær hafi ekki verið tilgreindar fyrirfram megi það neita að greiða. Kristján segir erfitt að vita hversu mikil aukaverk prestar taki að sér til að drýgja tekjur. Sumir prestar taki að sér mörg aukaverk á meðan aðrir sinna færri verkum. „Við höfum verið að kryfja þetta mjög mikið, þessar aukagreiðslur, en þær upplýsingar sem við höfum eru mjög rokkandi.“ Hann segir að sumir prestar fylgi þó þeirri sannfæringu sinni að taka aldrei neitt fyrir aukaverkin til að mynda fyrir skírnir eða útfarir. „Það hafa verið skiptar skoðanir um aukaverkin og deildar meiningar innan kirkjunnar um þau nánast öll þau ár sem ég hef verið í prestskap. Það hefur verið mest samstaða um það að losna við aukaverkagreiðslur vegna skírna eða ferminga. Og þá er litið svo á að sóknarprestur eigi bara að veita þá þjónustu,“ segir hann. Í nágrannalöndum okkar hefur aukaþjónustan verið hluti af sóknarstörfum presta en þeir sem þiggja þjónustuna greiða þó fyrir hana til skrifstofu sóknarinnar. Tengdar fréttir Prestar gifta, ferma og skíra undir borðið Dæmi eru um það að prestar og kirkjuverðir gefi ekki út reikninga og þiggi reiðufé fyrir athafnir. Formaður Prestafélags Íslands segir slík tilfelli fá en þau eru litin alvarlegum augum. 21. ágúst 2015 09:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Prestur á höfuðborgarsvæðinu tók upp minningarorð í jarðarför og sendi ættingjum hins látna reikning vegna upptökunnar og fyrir að setja hana á netið. Ættingi þess jarðsetta sem vill ekki láta nafns síns getið segir að umræddur prestur hafi sent reikning upp á rúmlega tíu þúsund krónur fyrir upptökunni og um fimm þúsund krónum fyrir að semja minningarorð við jarðarför föður hans. Slíkt er ekki í samræmi við gjaldskrá aukaverka presta. Presturinn hafði ekki greint ættingjum frá því að hann myndi innheimta gjöld vegna upptökunnar og þegar hafði útfararstofa innheimt gjald samkvæmt gjaldskrá um aukaverk presta. Atvikið átti sér stað fyrir um tveimur árum. Ættingi þess látna segir að samband hafi verið haft við Biskupsstofu til að kanna hvort slík innheimta þyki eðlileg innan Þjóðkirkjunnar. Svör Biskupsstofu voru á þann veg að athæfið hafi verið óleyfilegt.Kristján BjörnssonFréttablaðið greindi frá því síðastliðinn föstudag að þekkt eru dæmi þess efnis að prestar Þjóðkirkjunnar hafi framkvæmt athafnir í aukaverkum og ekki gefið út reikning eða kvittanir. Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands, segir að fylgja þurfi gjaldskrá presta um aukaverk en dæmi væru um það að prestar taki gjöld aukalega. „Við höfum lagt áherslu á það við presta að gjaldskráin er ekki viðmiðunarskrá heldur er þar fast gjald og við eigum að taka það gjald og ekkert annað. Við gefum félagsmönnum upplýsingar um það hvað er leyfilegt að taka,“ segir Kristján. Kristján getur ekki greint frá málefnum einstakra félagsmanna en hann veit til þess að einn prestur hefur verið kallaður til biskups vegna máls af þessum toga. Samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu eru slík tilfelli litin alvarlegum augum og beri að tilkynna. Gjaldskrá um aukaverk presta er ákvörðuð af kjararáði og staðfest af innanríkisráðherra. Í samþykktri gjaldskrá frá 31. júlí 2014 kemur fram að gjald fyrir útför er 18.599 krónur en auk þess geta prestar farið fram á greiðslu vegna aksturs. Greiðsla vegna aksturs miðast við akstursgjöld ríkisstarfsmanna. „Gjaldskráin er sett af innanríkisráðherra til að tryggja réttarvernd þegnanna,“ segir Kristján. „Eitt af því sem stendur þarna skýrum stöfum er að prestur þarf að gera fólki grein fyrir því fyrir athöfnina. Honum ber að gera fólki grein fyrir kostnaðinum og það má ekki koma með reikning eftir á.“ Ef fólki finnist greiðslurnar undarlegar eða þær hafi ekki verið tilgreindar fyrirfram megi það neita að greiða. Kristján segir erfitt að vita hversu mikil aukaverk prestar taki að sér til að drýgja tekjur. Sumir prestar taki að sér mörg aukaverk á meðan aðrir sinna færri verkum. „Við höfum verið að kryfja þetta mjög mikið, þessar aukagreiðslur, en þær upplýsingar sem við höfum eru mjög rokkandi.“ Hann segir að sumir prestar fylgi þó þeirri sannfæringu sinni að taka aldrei neitt fyrir aukaverkin til að mynda fyrir skírnir eða útfarir. „Það hafa verið skiptar skoðanir um aukaverkin og deildar meiningar innan kirkjunnar um þau nánast öll þau ár sem ég hef verið í prestskap. Það hefur verið mest samstaða um það að losna við aukaverkagreiðslur vegna skírna eða ferminga. Og þá er litið svo á að sóknarprestur eigi bara að veita þá þjónustu,“ segir hann. Í nágrannalöndum okkar hefur aukaþjónustan verið hluti af sóknarstörfum presta en þeir sem þiggja þjónustuna greiða þó fyrir hana til skrifstofu sóknarinnar.
Tengdar fréttir Prestar gifta, ferma og skíra undir borðið Dæmi eru um það að prestar og kirkjuverðir gefi ekki út reikninga og þiggi reiðufé fyrir athafnir. Formaður Prestafélags Íslands segir slík tilfelli fá en þau eru litin alvarlegum augum. 21. ágúst 2015 09:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Prestar gifta, ferma og skíra undir borðið Dæmi eru um það að prestar og kirkjuverðir gefi ekki út reikninga og þiggi reiðufé fyrir athafnir. Formaður Prestafélags Íslands segir slík tilfelli fá en þau eru litin alvarlegum augum. 21. ágúst 2015 09:00