Þjálfar krakka í hættulegu fátækrahverfi: Maður er alltaf hræddur Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. október 2015 09:30 Krakkar í Ciudad Bolívar fagna eftir leik sem þau spiluðu gegn nágrannaliði. Bjarki Már er til hægri. vísir/getty/eyjólfur Bjarki Már Ólafsson, 22 ára gamall Seltirningur, þjálfar krakka í einu allra hættulegasta fátækrahverfi heims í Kólumbíu. Þessi fyrrverandi vonarstjarna Gróttu, sem þurfti að leggja skóna á hilluna vegna hjartagalla langt fyrir aldur fram, þjálfaði krakka hjá uppeldisfélagi sínu undanfarin tvö ár. Hann vildi fá aðra sýn á lífið og sótti um verkefnið hjá skrifstofu Alþjóðlegra ungmennaskipta, AUS. „Ég hafði samband við AUS-skrifstofuna á Íslandi og sagði að ég vildi komast út í fátækrahverfi hvar sem er í heiminum og vildi fá að þjálfa fótbolta svo ég fengi samanburðinn,“ segir Bjarki Már í innslagi í Íslandi í dag.Alltaf hræddur Honum varð svo sannarlega að ósk sinni því hann fékk þjálfarastarf í Ciudad Bolívar í höfuðborg Kólumbíu, Bogotá, en það er eitt alræmdasta fátækra- og glæpahverfi heims. „Þetta er eitt stærsta fátækrahverfi heims. Þarna eru eiturlyfjasalar á hverju götuhorninu og gengi starfrækt,“ segir Bjarki Már. „Ég ætla ekki að þykjast vera ekki hræddur. Þegar maður ferðast á morgnanna setur maður á sig öryggisbeltið. Maður er alltaf hræddur,“ segir hann.Kenna góð gildi Markmiðið með verkefninu sem Bjarki Már er hluti af í Bogotá er að halda börnum af götunni og fjarri glæpum. Einnig er stuðlað að því að bæta lífsgleði barnanna. „Við kennum þeim gildi í fótboltanum sem þau geta tekið með sér út í lífið. Gildi síðustu viku var samkennd þar sem í hvert skipti sem einhver datt, meiddi sig eða klúðraði færi átti næsti maður að rétta honum hjálparhönd eða peppa hann óháð því hvort þetta væri samherji eða andstæðingur,“ segir Bjarki Már.Í guðatölu Hann segist afar vinsæll hjá krökkunum þar sem hann sé auðvitað að stuðla að betri framtíð barnanna. Munurinn á þakklætinu fyrir hans störf í Bogotá miðað við hér heima er töluverður. „Maður er í guðatölu fyrir að leyfa börnunum að spila fótbolta. Heima fær maður símtal frá foreldrum sem kvarta yfir liðsvali eða þess háttar,“ segir Bjarki Már.Öryggi ekki sjálfsagður hlutur Bjarki er búinn að vera í viku úti í Kólumbíu en verkefnið tekur þrjá mánuði. Muninn á lífsgæðunum hér heima og úti segir hann mikinn. „Á þessari einu viku sé ég strax hvað við heima tökum öryggi sem sjálfsögðum hlut. Hér má ég ekki fara út eftir klukkan sex,“ segir hann. „Ég bý í miklu fátækrahverfi og ég sé út um gluggan sírenur og vesen. Maður tekur örygginu ekki sem sjálfsögðum hlut. Krakkar á Íslandi búa við mikil forréttindi og það sér maður núna,“ segir Bjarki Már Ólafsson. Innslagið má sjá hér að neðan. Fótbolti Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira
Bjarki Már Ólafsson, 22 ára gamall Seltirningur, þjálfar krakka í einu allra hættulegasta fátækrahverfi heims í Kólumbíu. Þessi fyrrverandi vonarstjarna Gróttu, sem þurfti að leggja skóna á hilluna vegna hjartagalla langt fyrir aldur fram, þjálfaði krakka hjá uppeldisfélagi sínu undanfarin tvö ár. Hann vildi fá aðra sýn á lífið og sótti um verkefnið hjá skrifstofu Alþjóðlegra ungmennaskipta, AUS. „Ég hafði samband við AUS-skrifstofuna á Íslandi og sagði að ég vildi komast út í fátækrahverfi hvar sem er í heiminum og vildi fá að þjálfa fótbolta svo ég fengi samanburðinn,“ segir Bjarki Már í innslagi í Íslandi í dag.Alltaf hræddur Honum varð svo sannarlega að ósk sinni því hann fékk þjálfarastarf í Ciudad Bolívar í höfuðborg Kólumbíu, Bogotá, en það er eitt alræmdasta fátækra- og glæpahverfi heims. „Þetta er eitt stærsta fátækrahverfi heims. Þarna eru eiturlyfjasalar á hverju götuhorninu og gengi starfrækt,“ segir Bjarki Már. „Ég ætla ekki að þykjast vera ekki hræddur. Þegar maður ferðast á morgnanna setur maður á sig öryggisbeltið. Maður er alltaf hræddur,“ segir hann.Kenna góð gildi Markmiðið með verkefninu sem Bjarki Már er hluti af í Bogotá er að halda börnum af götunni og fjarri glæpum. Einnig er stuðlað að því að bæta lífsgleði barnanna. „Við kennum þeim gildi í fótboltanum sem þau geta tekið með sér út í lífið. Gildi síðustu viku var samkennd þar sem í hvert skipti sem einhver datt, meiddi sig eða klúðraði færi átti næsti maður að rétta honum hjálparhönd eða peppa hann óháð því hvort þetta væri samherji eða andstæðingur,“ segir Bjarki Már.Í guðatölu Hann segist afar vinsæll hjá krökkunum þar sem hann sé auðvitað að stuðla að betri framtíð barnanna. Munurinn á þakklætinu fyrir hans störf í Bogotá miðað við hér heima er töluverður. „Maður er í guðatölu fyrir að leyfa börnunum að spila fótbolta. Heima fær maður símtal frá foreldrum sem kvarta yfir liðsvali eða þess háttar,“ segir Bjarki Már.Öryggi ekki sjálfsagður hlutur Bjarki er búinn að vera í viku úti í Kólumbíu en verkefnið tekur þrjá mánuði. Muninn á lífsgæðunum hér heima og úti segir hann mikinn. „Á þessari einu viku sé ég strax hvað við heima tökum öryggi sem sjálfsögðum hlut. Hér má ég ekki fara út eftir klukkan sex,“ segir hann. „Ég bý í miklu fátækrahverfi og ég sé út um gluggan sírenur og vesen. Maður tekur örygginu ekki sem sjálfsögðum hlut. Krakkar á Íslandi búa við mikil forréttindi og það sér maður núna,“ segir Bjarki Már Ólafsson. Innslagið má sjá hér að neðan.
Fótbolti Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira