Kjötsúpa fyrir alla Viktoría Hermannsdóttir skrifar 24. október 2015 11:00 Bolli Ófeigsson, Ólöf Arnarls, Gústaf Axel Gunnlaugsson og Ófeigur Björnsson hita upp kjötsúpudaginn fyrir utan Hegningarhúsið í gær. „Við erum bara að búa til góða stemmingu í miðbænum og fá fólk til þess að koma í bæinn,“ segir Bolli Ófeigsson, í Gullsmiðju Ófeigs. Kjötsúpudagurinn verður haldinn hátíðlegur í þrettánda sinn í dag á Skólavörðustígnum. Það eru Samtök kaupmanna á Skólavörðustígnum sem standa fyrir hátíðinni sem er alltaf haldin fyrsta vetrardag og gefa margir af fremstu matreiðslumönnum landsins vinnu sína á þessum degi. Það eru meistarakokkar frá veitingastöðunum Ostabúðinni, Þremur Frökkum, KOL, Café Loka og Sjávargrillinu sem bjóða upp á rjúkandi heitar súpur, hver með sínum hætti. „Kjötsúpudagurinn er hugmynd Jóhanns G. Jóhannssonar heitins, og pabba míns, Ófeigs Björnssonar. Þeir voru að velta fyrir sér hvað væri hægt að gera sniðugt fyrir miðbæinn og þá fékk Jóhann þessa hugmynd,“ segir Bolli sem rekur Gullsmiðju Ófeigs ásamt foreldrum sínum. Alls verður boðið upp á kjötsúpu á fimm stöðum og fengu fangarnir í Hegningarhúsinu fyrsta skammtinn af súpunni í gær samkvæmt árlegri hefð. „Þeir fá alltaf fyrsta skammtinn en þetta er í síðasta skipti sem það verður því á næsta ári verða ekki fangar í Hegningarhúsinu,“ segir Bolli. Mikið fjölmenni hefur komið á hátíðina undanfarin ár. „Það hafa verið að koma 9-10 þúsund manns undanfarin ár og þetta eru 1000 lítrar af súpu sem eru að fara ,“ segir hann. Tilgangurinn er að fagna fyrsta vetrardegi og um leið hvetja fólk til þess að gera sér ferð á Skólavörðustíginn og sjá hvað hann hefur upp á að bjóða. „Það eru margir sem koma aldrei í miðbæinn nema til þess að fara á fyllerí og út að borða. Við viljum fá fólk hingað á kristilegum tíma,“ segir Bolli. Hann segir ferðamennina halda uppi miðbænum um þessar mundir. „Ég er farinn að sakna Íslendingana.“ Kjötsúpuhátíðin hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 16 eða meðan birgðir endast. Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
„Við erum bara að búa til góða stemmingu í miðbænum og fá fólk til þess að koma í bæinn,“ segir Bolli Ófeigsson, í Gullsmiðju Ófeigs. Kjötsúpudagurinn verður haldinn hátíðlegur í þrettánda sinn í dag á Skólavörðustígnum. Það eru Samtök kaupmanna á Skólavörðustígnum sem standa fyrir hátíðinni sem er alltaf haldin fyrsta vetrardag og gefa margir af fremstu matreiðslumönnum landsins vinnu sína á þessum degi. Það eru meistarakokkar frá veitingastöðunum Ostabúðinni, Þremur Frökkum, KOL, Café Loka og Sjávargrillinu sem bjóða upp á rjúkandi heitar súpur, hver með sínum hætti. „Kjötsúpudagurinn er hugmynd Jóhanns G. Jóhannssonar heitins, og pabba míns, Ófeigs Björnssonar. Þeir voru að velta fyrir sér hvað væri hægt að gera sniðugt fyrir miðbæinn og þá fékk Jóhann þessa hugmynd,“ segir Bolli sem rekur Gullsmiðju Ófeigs ásamt foreldrum sínum. Alls verður boðið upp á kjötsúpu á fimm stöðum og fengu fangarnir í Hegningarhúsinu fyrsta skammtinn af súpunni í gær samkvæmt árlegri hefð. „Þeir fá alltaf fyrsta skammtinn en þetta er í síðasta skipti sem það verður því á næsta ári verða ekki fangar í Hegningarhúsinu,“ segir Bolli. Mikið fjölmenni hefur komið á hátíðina undanfarin ár. „Það hafa verið að koma 9-10 þúsund manns undanfarin ár og þetta eru 1000 lítrar af súpu sem eru að fara ,“ segir hann. Tilgangurinn er að fagna fyrsta vetrardegi og um leið hvetja fólk til þess að gera sér ferð á Skólavörðustíginn og sjá hvað hann hefur upp á að bjóða. „Það eru margir sem koma aldrei í miðbæinn nema til þess að fara á fyllerí og út að borða. Við viljum fá fólk hingað á kristilegum tíma,“ segir Bolli. Hann segir ferðamennina halda uppi miðbænum um þessar mundir. „Ég er farinn að sakna Íslendingana.“ Kjötsúpuhátíðin hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 16 eða meðan birgðir endast.
Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira