Leitin að rétta deitinu: Hvað skal gera? Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. október 2015 13:00 Fyrstu stefnumótin geta verið spennandi Nordicphotos/Getty Fyrstu skrefin, eftir að par kynnist, geta verið þau mikilvægustu á leiðinni að mögulegu sambandi. „Tek lítil skref,“ söng María Ólafsdóttir. Vissulega má túlka þetta sem heilræði fyrir fólk á fyrstu stigum sambands. En hver eiga þau að vera? Ef sá eða sú sem maður er að hitta spyr: „Hvað eigum við að gera í kvöld?“ er mikilvægt að eiga við því svar. Fréttablaðið tók saman hugmyndir frá nokkrum reynsluboltum úr deitheiminum til að veita innblástur.Hvað skal gera? Út að borða forréttiAð fara út að borða er auðvitað klassískt deit. En hægt er að krydda tilveruna með því að panta frekar nokkra forrétti og skemmta sér við að smakka nýja hluti á matseðlinum. Þetta getur kveikt upp skemmtilegar samræður og maturinn getur gefið pörum mikið til að ræða um. Þetta er frumleg nálgun að sígildri kvöldstund.Göngutúr Mikilvægt er að velja góða gönguleið og jafnvel hafa kaffibolla með. Á göngu gefst pari góður tími til að spjalla saman og kynnast enn betur. Umhverfið getur líka gefið parinu umræðuefni, ef eitthvert hlé kemur í samræðurnar. Göngutúr er líka hollur en þó er helsti kosturinn líklega sá að vita hvort sá eða sú sem maður er að hitta sé í þokkalegu formi. Því er mikilvægt að hlusta eftir andardrætti hins aðilans.Bingó í Vinabæ Að skella sér í bingó í Vinabæ getur verið góð skemmtun. Bingóið er haldið á miðvikudags- og sunnudagskvöldum, sem hentar vel. Yfirleitt eru þessi kvöld ekki þekkt sem góð deitkvöld. Þarna getur parið gert eitthvað skemmtilegt í sameiningu, upplifað öðruvísi stemningu og jafnvel unnið eitthvað skemmtilegt.Bjór og billiardAð skella sér í ballskák með bjór við hönd getur alveg reynst varasamt snemma í ferlinu hjá pari. En það getur líka reynst heillaskref, því billard, snóker og pool eru skemmtilegar íþróttir. Mikilvægt er að varast of mikla keppnishörku. Enginn vill byrja með þeim sem eru tapsárir í svona leikjum. Eða hvað?Listsýning með fríu áfengiAð fara á listsýningar getur verið afbragðs leið til þess að eyða kvöldinu saman. Listin veitir innblástur til skemmtilegra umræðna og oft er boðið upp á áfengi á sýningum. Það getur verið kostur, þó það eigi aldrei að vera grundvöllur ákvörðunarinnar. Mikilvægt er að varast yfirlæti á svona deitum. „Besserwisserar“ eru oft ekki heillandi.BogfimiVinsældir þess að kíkja í bogfimi hafa aukist mikið upp á síðkastið. Fáir kunna eitthvað fyrir sér í bogfimi (nema ef sá sem verið er að deita sé Hrói höttur eða Katniss Everdeen úr The Hunger Games). Því er bogfimi eitthvað sem parið getur lært saman, hlegið að og keppt í. Bogfimi er nokkuð frumlegt og heilbrigt deit.Matur og myndHeimahúsin eru alls ekki útilokuð frá góðum stefnumótum. Að ná í góðan mat (pitsur, kjúkling eða eitthvað slíkt) og horfa á góða mynd uppi í sófa getur verið hið fínasta deit. Auðvitað fær enginn hámarkseinkunn fyrir frumleika á svona deitum, en þau geta verið einstaklega kósý og skemmtileg.DansnámskeiðAð fara saman á dansnámskeið er áhætta, sem getur vel verið þess virði að taka. Auðvitað þarf að lesa þann sem farið er á deit með. Ef þetta gengur upp er parið komið með ótrúlega skemmtilegt og gott sameiginlegt áhugamál. Sameiginlegur reynsluheimur getur virkað eins og steinull í híbýlum ástarinnar.Uppistand eða spuniSýningar á borð við uppistand og spuna geta verið fín stefnumót. Gallinn er auðvitað sá að parið þarf að þegja á meðan á sýningunni stendur og því er það ekki að kynnast. Kostirnir eru þó ótvíræðir; það er gott og gaman að hlæja, það verður nóg til að tala um eftir sýninguna og svo er bara gaman á svona sýningum.Að gera eitthvað flippaðFréttablaðið ræddi við fólk sem hefur farið á stefnumót á hundatískusýningu og í messu í Langholtskirkju. Í svona tilvikum þarf að lesa hinn aðilann. Ef hann er húmoristi er hægt að gera eitthvað á þessa vegu. Þá þarf líka að hafa augun opin fyrir frumlegum viðburðum og víkka sjóndeildarhringinn; í hversdagsleikanum leynast nefnilega oft frábær tækifæri til stefnumóta.. Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Fyrstu skrefin, eftir að par kynnist, geta verið þau mikilvægustu á leiðinni að mögulegu sambandi. „Tek lítil skref,“ söng María Ólafsdóttir. Vissulega má túlka þetta sem heilræði fyrir fólk á fyrstu stigum sambands. En hver eiga þau að vera? Ef sá eða sú sem maður er að hitta spyr: „Hvað eigum við að gera í kvöld?“ er mikilvægt að eiga við því svar. Fréttablaðið tók saman hugmyndir frá nokkrum reynsluboltum úr deitheiminum til að veita innblástur.Hvað skal gera? Út að borða forréttiAð fara út að borða er auðvitað klassískt deit. En hægt er að krydda tilveruna með því að panta frekar nokkra forrétti og skemmta sér við að smakka nýja hluti á matseðlinum. Þetta getur kveikt upp skemmtilegar samræður og maturinn getur gefið pörum mikið til að ræða um. Þetta er frumleg nálgun að sígildri kvöldstund.Göngutúr Mikilvægt er að velja góða gönguleið og jafnvel hafa kaffibolla með. Á göngu gefst pari góður tími til að spjalla saman og kynnast enn betur. Umhverfið getur líka gefið parinu umræðuefni, ef eitthvert hlé kemur í samræðurnar. Göngutúr er líka hollur en þó er helsti kosturinn líklega sá að vita hvort sá eða sú sem maður er að hitta sé í þokkalegu formi. Því er mikilvægt að hlusta eftir andardrætti hins aðilans.Bingó í Vinabæ Að skella sér í bingó í Vinabæ getur verið góð skemmtun. Bingóið er haldið á miðvikudags- og sunnudagskvöldum, sem hentar vel. Yfirleitt eru þessi kvöld ekki þekkt sem góð deitkvöld. Þarna getur parið gert eitthvað skemmtilegt í sameiningu, upplifað öðruvísi stemningu og jafnvel unnið eitthvað skemmtilegt.Bjór og billiardAð skella sér í ballskák með bjór við hönd getur alveg reynst varasamt snemma í ferlinu hjá pari. En það getur líka reynst heillaskref, því billard, snóker og pool eru skemmtilegar íþróttir. Mikilvægt er að varast of mikla keppnishörku. Enginn vill byrja með þeim sem eru tapsárir í svona leikjum. Eða hvað?Listsýning með fríu áfengiAð fara á listsýningar getur verið afbragðs leið til þess að eyða kvöldinu saman. Listin veitir innblástur til skemmtilegra umræðna og oft er boðið upp á áfengi á sýningum. Það getur verið kostur, þó það eigi aldrei að vera grundvöllur ákvörðunarinnar. Mikilvægt er að varast yfirlæti á svona deitum. „Besserwisserar“ eru oft ekki heillandi.BogfimiVinsældir þess að kíkja í bogfimi hafa aukist mikið upp á síðkastið. Fáir kunna eitthvað fyrir sér í bogfimi (nema ef sá sem verið er að deita sé Hrói höttur eða Katniss Everdeen úr The Hunger Games). Því er bogfimi eitthvað sem parið getur lært saman, hlegið að og keppt í. Bogfimi er nokkuð frumlegt og heilbrigt deit.Matur og myndHeimahúsin eru alls ekki útilokuð frá góðum stefnumótum. Að ná í góðan mat (pitsur, kjúkling eða eitthvað slíkt) og horfa á góða mynd uppi í sófa getur verið hið fínasta deit. Auðvitað fær enginn hámarkseinkunn fyrir frumleika á svona deitum, en þau geta verið einstaklega kósý og skemmtileg.DansnámskeiðAð fara saman á dansnámskeið er áhætta, sem getur vel verið þess virði að taka. Auðvitað þarf að lesa þann sem farið er á deit með. Ef þetta gengur upp er parið komið með ótrúlega skemmtilegt og gott sameiginlegt áhugamál. Sameiginlegur reynsluheimur getur virkað eins og steinull í híbýlum ástarinnar.Uppistand eða spuniSýningar á borð við uppistand og spuna geta verið fín stefnumót. Gallinn er auðvitað sá að parið þarf að þegja á meðan á sýningunni stendur og því er það ekki að kynnast. Kostirnir eru þó ótvíræðir; það er gott og gaman að hlæja, það verður nóg til að tala um eftir sýninguna og svo er bara gaman á svona sýningum.Að gera eitthvað flippaðFréttablaðið ræddi við fólk sem hefur farið á stefnumót á hundatískusýningu og í messu í Langholtskirkju. Í svona tilvikum þarf að lesa hinn aðilann. Ef hann er húmoristi er hægt að gera eitthvað á þessa vegu. Þá þarf líka að hafa augun opin fyrir frumlegum viðburðum og víkka sjóndeildarhringinn; í hversdagsleikanum leynast nefnilega oft frábær tækifæri til stefnumóta..
Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein