Lífið

Unnur Pétursdóttir vann Deaf Chef í Danmörku

Birgir Olgeirsson skrifar
Unnur Pétursdóttir í Deaf Chef.
Unnur Pétursdóttir í Deaf Chef. Facebook/DeafChef
Unnur Pétursdóttir vann í dag matreiðslukeppni heyrnarlausra í Danmörku. Frá þessu er greint á vef Vetingageirans en þar kemur fram að keppnin nefnist DeafChef og fór fram í hótel- og veitingaskólanumValby í Danaveldi.

Keppnin var stofnuð af Allehånde í Danmörku með það að markmiði að mennta og ráða heyrnarlausa í veitingabransann. Keppnin fór einnig fram í fyrra en þá sigraði Norðmaðurinn Christine Dahl.

Unnur Pétursdóttir var fulltrúi Íslendinga í ár en hún nam matreiðslu á Grand hótel en starfar nú á veitingastaðnum Lava í Bláa lóninu.

Hver keppandi þurfi að útbúa þriggja rétta kvöldverð, fimm diska fyrir hvern rétt og einn sýningardisk.

Vefurinn Veitingageirinn birti matseðilinn hjá Unni en hann saman stóð af forrétti, aðalrétti og eftirrétti.

Í forrétt bauð hún upp á þorskrúllu með dillolíu-þorskfarsi, ostrusalat, sellerí mauk, ætiþistla teninga, shallot lauk, brenndan blaðlauk, fisksósu og dill.

Í aðalrétt var Unnur með kanínurúllu,  kanínu confit, rauðlauksultu, sinnep, kartöflur með blaðlauks fyllingu, grænafroðu, rauðvínssósu með svínatungu, gulrótamauk og kerfil.

Eftirrétturinn innihélt valhnetu deig, Crémeanglaise, epli, hunangsfrauð, valhnetu crumble, eplakúlu, karamellu og tuile.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.