Eigum tíu prósent möguleika á móti Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2015 10:00 Það er orðið langt síðan að Sheffield Wednesday vann Arsenal. Það gerðist siðast í lok september 1998 og þar missti Paolo Di Canio stjórn á sér. Vísir/Getty Portúgalinn Carlos Carvalhal, þjálfari enska b-deildarliðsins Sheffield Wednesday, fær verðugt verkefni í kvöld ásamt leikmönnum sínum þegar stórlið Arsenal kemur í heimsókn á Hillsborough-leikvanginn í sextán liða úrslitum enska deildabikarsins. Sheffield Wednesday er aðeins eitt af þremur liðum eftir í keppninni sem ekki spila í ensku úrvalsdeildinni en hin eru Hull City og Middlesbrough. Sheffield Wednesday hefur spilað átta leiki í röð án þess að tapa en liðið er samt bara í níunda sæti ensku b-deildarinnar níu stigum á eftir toppliði Brighton & Hove Albion. „Við munum berjast allan leikinn allt til enda og við verðum samkeppnishæfir í þessum leik. Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig þetta fer," sagði Carlos Carvalhal í viðtali við BBC Radio í Sheffield. „Við eigum líklega tíu prósent möguleika á því að komast áfram. Það er ekki mjög mikið en það er þó betra en núll prósent líkur," sagði Carvalhal sem tók við Sheffield Wednesday liðinu í sumar. Undir hans stjórn hefur liðið unnið átta af sextán leikjum sínum og aðeins tapað þremur. „Núll prósent þýðir að þú getur ekki gert neitt. Tíu prósent þýða að við eigum tíu prósent möguleika og við verðum að grípa það tækifæri," sagði Carlos Carvalhal. Sheffield Wednesday hefur ekki unnið Arsenal síðan í september 1998 en það var líka frægur leikur vegna þess að í þeim leik ýtti Paolo Di Canio dómaranum eftir að hafa verið rekinn af velli. Sheffield Wednesday sló Newcastle út í 32 liða úrslitum keppninnar. „Þetta verður frábær dagur. Þessi dagur rifjar upp gamla tíma fyrir stuðningsfólk okkar og vonandi geta svona leikir orðið normið í framtíðinni," sagði Carvalhal en mótherjarnir eru ekki af lakari gerðinni. „Við erum að fara að mæta einu af bestum liðum heims. Ég held að þeir hafi skorað 18 mörk í síðustu 6 leikjum sínum og þar inni eru leikir á móti Manchester United og Bayern München," sagði Carvalhal. Sheffield Wednesday hefur ekki tapað síðan að liðið lá á móti Burnley 12. september síðastliðnum. Carlos Carvalhal fer í tónlistina til að sannfæra sína menn um að vinna betur saman. „Miðjumenn stjórna leiknum en ef þeir hafa ekki góða vörn og öfluga sóknarmenn með sér þá gera þeir ekki neitt. Allir í liðinu eru jafnmikilvægir. Í sinfóníuhljómsveit er saxafónn, píanó og trommur. Við erum með nokkra leikmenn sem eru trommur. Það er ekki hægt að hafa sinfóníuhljómsveit þar sem allir ellefu spila á píanó eða að allir eru á trommunum," sagði Carvalhal sem tók við liðinu af Stuart Gray í sumar. Leikur Sheffield Wednesday og Arsenal hefst klukkan 19.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
Portúgalinn Carlos Carvalhal, þjálfari enska b-deildarliðsins Sheffield Wednesday, fær verðugt verkefni í kvöld ásamt leikmönnum sínum þegar stórlið Arsenal kemur í heimsókn á Hillsborough-leikvanginn í sextán liða úrslitum enska deildabikarsins. Sheffield Wednesday er aðeins eitt af þremur liðum eftir í keppninni sem ekki spila í ensku úrvalsdeildinni en hin eru Hull City og Middlesbrough. Sheffield Wednesday hefur spilað átta leiki í röð án þess að tapa en liðið er samt bara í níunda sæti ensku b-deildarinnar níu stigum á eftir toppliði Brighton & Hove Albion. „Við munum berjast allan leikinn allt til enda og við verðum samkeppnishæfir í þessum leik. Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig þetta fer," sagði Carlos Carvalhal í viðtali við BBC Radio í Sheffield. „Við eigum líklega tíu prósent möguleika á því að komast áfram. Það er ekki mjög mikið en það er þó betra en núll prósent líkur," sagði Carvalhal sem tók við Sheffield Wednesday liðinu í sumar. Undir hans stjórn hefur liðið unnið átta af sextán leikjum sínum og aðeins tapað þremur. „Núll prósent þýðir að þú getur ekki gert neitt. Tíu prósent þýða að við eigum tíu prósent möguleika og við verðum að grípa það tækifæri," sagði Carlos Carvalhal. Sheffield Wednesday hefur ekki unnið Arsenal síðan í september 1998 en það var líka frægur leikur vegna þess að í þeim leik ýtti Paolo Di Canio dómaranum eftir að hafa verið rekinn af velli. Sheffield Wednesday sló Newcastle út í 32 liða úrslitum keppninnar. „Þetta verður frábær dagur. Þessi dagur rifjar upp gamla tíma fyrir stuðningsfólk okkar og vonandi geta svona leikir orðið normið í framtíðinni," sagði Carvalhal en mótherjarnir eru ekki af lakari gerðinni. „Við erum að fara að mæta einu af bestum liðum heims. Ég held að þeir hafi skorað 18 mörk í síðustu 6 leikjum sínum og þar inni eru leikir á móti Manchester United og Bayern München," sagði Carvalhal. Sheffield Wednesday hefur ekki tapað síðan að liðið lá á móti Burnley 12. september síðastliðnum. Carlos Carvalhal fer í tónlistina til að sannfæra sína menn um að vinna betur saman. „Miðjumenn stjórna leiknum en ef þeir hafa ekki góða vörn og öfluga sóknarmenn með sér þá gera þeir ekki neitt. Allir í liðinu eru jafnmikilvægir. Í sinfóníuhljómsveit er saxafónn, píanó og trommur. Við erum með nokkra leikmenn sem eru trommur. Það er ekki hægt að hafa sinfóníuhljómsveit þar sem allir ellefu spila á píanó eða að allir eru á trommunum," sagði Carvalhal sem tók við liðinu af Stuart Gray í sumar. Leikur Sheffield Wednesday og Arsenal hefst klukkan 19.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira