Enski boltinn

Sjáðu flottustu mörkin hans Gylfa Þórs fyrir Swansea

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu fyrir Swansea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar velska liðið hafði betur gegn Aston Villa, 2-1.

Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Gylfi Þór skorar beint úr aukaspyrnu fyrir Swansea, en íslenski landsliðsmaðurinn hefur skorað nokkur glæsileg mörk fyrir liðið.

Gylfi kom fyrst til Swansea á hálfs árs lánssamningi í byrjun árs 2012 og var í mars það ár fyrsti Íslendingurinn til að verða útnefndur leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni.

Hann sneri aftur til Swansea eftir tveggja ára dvöl hjá Tottenham og hefur verið lykilmaður hjá liðinu síðan.

Gylfi Þór er búinn að skora 18 mörk í öllum keppnum fyrir Swansea og hafa sum þeirra verið hreint mögnuð eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×