Lífið

Fjölmargir á morgunfundi Ímark

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjölmargir mættir á svæðið.
Fjölmargir mættir á svæðið. vísir
Markaðsáhugakonur og menn lögðu leið sína í höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni á þriðjudagsmorgun þegar Ímark hélt fund um vægi markaðsmála í íslenskum fyrirtækjum.

Kanónur úr viðskiptalífinu voru með erindi en það voru þau Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka, Kristín Eysteinsdóttir borgarleikhússtjóri, Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri Kjöríss og Hermann Björnsson forstjóri Sjóvár.

Í erindi sínu fór Hermann meðal annars yfir verkefni fyrirtækisins sem gengur út á að gera samskipti við viðskiptavini þess skilvirkari og í takt við þær miklu breytingar sem eru að verða í fjölmiðlum og öðrum samskiptum.

Það er ekki annað að sjá af myndunum en að fundargestum hafi líkað vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.