Segir lögreglumenn úrkula vonar Kjartan Hreinn Njálsson. skrifar 11. október 2015 19:35 Eftir þrjátíu ár af niðurskurði og vanefndum eru lögreglumenn úrkula vonar. Starfsumhverfi lögreglunnar hefur verið jafnt og þétt á niðurleið árum saman. Þetta segir lögreglumaður til þriggja áratuga. Bjarni Ólafur Magnússon hefur verið lögreglumaður í þrjátíu og tvö ár og hefur víðtæka reynslu af starfssviðum hennar. Allt frá starfi hins almenna lögreglumanns, til sérsveitar ríkislögreglustjóra og kennslu verðandi lögreglumanna. Bjarni greinir frá reynslu sinni í aðsendri grein í Morgunblaðinu þar sem hann lýsir starfsumhverfi lögreglumannsins, hinu mikla andlega álagi, niðurskurði og þrálátri fáliðun lögreglunnar á sama tíma og verkefnum af öllum toga fjölgar. Hann segir stórfelldar breytingar hafa átt sér stað á síðust áratugum. Þetta séu breytingar sem komi niður á lögreglumönnum og almennum borgurum. „Á þeim tíma gat maður farið í gegnum vakt án þess að vera orðinn úrvinda af þreytu, maður hafði tíma til að vinna skýrslur. Maður hafði tíma til að ræða málin við félaga. Maður hafði tíma fyrir þennan félagslega þátt, sem var og er afar mikilvægur,“ segir Bjarni. „Þetta er eiginlega úr sögunni.“ Í nýlegri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra kemur fram að nú telji lögreglan á Íslandi sig ekki vera færa um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu vegna fjárskorts og manneklu og erfitt sé að viðhalda öryggisstigi á landsbyggðinni. „Á sama tíma ertu að tala helmingi stærrra varðsvæði, miklu alvarlegri og erfiðari brot. Miklu meiri kröfur um fagþekkingu. Allt þetta gerir okkur, og þá er ég að tala um þennan heildstæða aðbúnað, ofboðslega slæman.“ Bjarni segir málafjölda lögreglu slíkan að ómögulegt sé að sinna þeim öllum. „Í rannsóknardeild lögreglunnar, þar er hver rannsakandi ofhlaðinn af málum. Það þarf að forgangsraða. Það þarf, eins og við köllum það, að slátra málum. Mál sem jafnvel geta verið að vega þungt á þolandann. En við höfum hreinlega ekki mannafla eða tíma til að vinna úr öllum málum.“ Þannig séu það ekki aðeins kjaramál útskýra það að fjöldi lögreglumanna hætti á að fara á svig við lög og hringja sig inn veika á föstudaginn, með tilheyrandi röskunum á starfi lögreglunnar. „Á þessum síðustu 30 árum þá hefur þetta verið jafnt og þétt á niðurleið. Og þegar ég tala um niðurleið þá er ég að tala um hvernig skorið hefur verið niður í röðum lögreglumanna sem eru til staðar til að sinna öryggi borgaranna. Til að sinna hagsmunum borgara,“ segir Bjarni og bætir við: „Ég held að þetta snúist ekki bara um það að menn séu búnir að fá endanlega nóg, heldur það að menn séu líka orðnir úrkula vonar.“ Tengdar fréttir Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Veikindi lögreglumanna: „Menn eru bara að gefast upp á skeytingarleysi stjórnvalda“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir „samstöðupestina“ ekki einungis snúast um kjaramál. 10. október 2015 13:07 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Eftir þrjátíu ár af niðurskurði og vanefndum eru lögreglumenn úrkula vonar. Starfsumhverfi lögreglunnar hefur verið jafnt og þétt á niðurleið árum saman. Þetta segir lögreglumaður til þriggja áratuga. Bjarni Ólafur Magnússon hefur verið lögreglumaður í þrjátíu og tvö ár og hefur víðtæka reynslu af starfssviðum hennar. Allt frá starfi hins almenna lögreglumanns, til sérsveitar ríkislögreglustjóra og kennslu verðandi lögreglumanna. Bjarni greinir frá reynslu sinni í aðsendri grein í Morgunblaðinu þar sem hann lýsir starfsumhverfi lögreglumannsins, hinu mikla andlega álagi, niðurskurði og þrálátri fáliðun lögreglunnar á sama tíma og verkefnum af öllum toga fjölgar. Hann segir stórfelldar breytingar hafa átt sér stað á síðust áratugum. Þetta séu breytingar sem komi niður á lögreglumönnum og almennum borgurum. „Á þeim tíma gat maður farið í gegnum vakt án þess að vera orðinn úrvinda af þreytu, maður hafði tíma til að vinna skýrslur. Maður hafði tíma til að ræða málin við félaga. Maður hafði tíma fyrir þennan félagslega þátt, sem var og er afar mikilvægur,“ segir Bjarni. „Þetta er eiginlega úr sögunni.“ Í nýlegri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra kemur fram að nú telji lögreglan á Íslandi sig ekki vera færa um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu vegna fjárskorts og manneklu og erfitt sé að viðhalda öryggisstigi á landsbyggðinni. „Á sama tíma ertu að tala helmingi stærrra varðsvæði, miklu alvarlegri og erfiðari brot. Miklu meiri kröfur um fagþekkingu. Allt þetta gerir okkur, og þá er ég að tala um þennan heildstæða aðbúnað, ofboðslega slæman.“ Bjarni segir málafjölda lögreglu slíkan að ómögulegt sé að sinna þeim öllum. „Í rannsóknardeild lögreglunnar, þar er hver rannsakandi ofhlaðinn af málum. Það þarf að forgangsraða. Það þarf, eins og við köllum það, að slátra málum. Mál sem jafnvel geta verið að vega þungt á þolandann. En við höfum hreinlega ekki mannafla eða tíma til að vinna úr öllum málum.“ Þannig séu það ekki aðeins kjaramál útskýra það að fjöldi lögreglumanna hætti á að fara á svig við lög og hringja sig inn veika á föstudaginn, með tilheyrandi röskunum á starfi lögreglunnar. „Á þessum síðustu 30 árum þá hefur þetta verið jafnt og þétt á niðurleið. Og þegar ég tala um niðurleið þá er ég að tala um hvernig skorið hefur verið niður í röðum lögreglumanna sem eru til staðar til að sinna öryggi borgaranna. Til að sinna hagsmunum borgara,“ segir Bjarni og bætir við: „Ég held að þetta snúist ekki bara um það að menn séu búnir að fá endanlega nóg, heldur það að menn séu líka orðnir úrkula vonar.“
Tengdar fréttir Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Veikindi lögreglumanna: „Menn eru bara að gefast upp á skeytingarleysi stjórnvalda“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir „samstöðupestina“ ekki einungis snúast um kjaramál. 10. október 2015 13:07 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41
Veikindi lögreglumanna: „Menn eru bara að gefast upp á skeytingarleysi stjórnvalda“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir „samstöðupestina“ ekki einungis snúast um kjaramál. 10. október 2015 13:07