Sjónum beint að nemendunum sjálfum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. október 2015 08:00 Hermundur segir ekki eðlilegt að svo margir nemendur á Íslandi þurfi sérkennslu og því þurfi að rannsaka hvernig bæta megi grunninn. Nýlega var sett á stofn kennslufræðistofnun við Háskólann í Reykjavík. Stofnunin er fyrsta rannsóknarsetur sinnar tegundar hér á landi og mun leggja áherslu á þverfaglegar rannsóknir á taugavísindum, námsgetu, líðan ungmenna og menntun. Hermundur Sigmundsson, prófessor við íþróttafræðisvið HR og sálfræðideild Norska tækni- og vísindaháskólans, er í forsvari fyrir nýju kennslufræðistofnunina. „Það hefur verið ríkjandi í kennaramenntun á Íslandi að skoða umhverfisþætti, skólakerfið og aðra ytri þætti. Við viljum líka skoða persónurnar sjálfar, það er að segja nemendurna, líffræðilega þætti þeirra og hegðun sem hefur áhrif á námið. Fimm til sex prósent nemenda eiga í námserfiðleikum vegna lífeðlisfræðilegra þátta. 28 prósent íslenskra nemenda þurfa aftur á móti sérkennslu, það er ekki eðlilegt. Okkur vantar betri rannsóknir á lykilatriðum menntunar og beina sjónum að einstaklingunum til að lækka þetta hlutfall.“NordicPhotos/GettyRannsóknir eru þegar hafnar á samspili hreyfingar og náms, áhrifum félagslegra þátta á heilsu og hegðun unglinga og mun á líðan og námsárangri drengja og stúlkna. „Tökum sem dæmi Óla sem er í fyrsta bekk. Hann er órólegur og einbeitingarlaus í skólanum og kannski vill hann helst vera úti að leika sér. Þá er spurningin hvort það væri betra fyrir Óla að byrja skóladaginn á öflugri hreyfingu. Því við vitum að hreyfing býr til ró og einbeitingu.“ Hermundur vill rannsaka þetta betur og almennt notast við fremstu vísindi í menntaþróun. „Fremstu vísindamenn í heiminum hafa til dæmis rannsakað út frá taugavísindum að hljóðaaðferðin svokallaða er besta aðferðin til að nota í byrjun lestrarkennslu. Eftir að barnið er komið með þann grunn er hægt að nota ýmsar aðrar aðferðir sem fela í sér nægar áskoranir. Mér finnst eðlilegt að stuðst sé við þau fræði og rannsóknir sem hafa birst í alþjóðlegum vísindaritum og sem stórar þjóðir hafa tileinkað sér – og rannsaka sjálf aðra hluti sem okkur vantar skýringar á. Stundum erum við að skapa meiri vandamál með nýjum leiðum í stað þess að styðjast við rannsóknir.“ Von Hermundar er að kennarar, fræðimenn og rannsakendur geti átt gott samstarf á nýju stofnuninni. „Við eigum að hætta að taka manninn og skoða boltann betur. Við viljum öll betra menntakerfi. Við ættum að geta sparað mikla fjármuni með því að vinna markvisst að því að skapa betri grunn fyrir nemendur og nota þá bestu aðferðafræðina með úrvals rannsóknum, hlusta á kennarana sem hafa alltaf náð mjög góðum árangri með sína nemendur og fá prófessorana með okkur í lið.“ Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Nýlega var sett á stofn kennslufræðistofnun við Háskólann í Reykjavík. Stofnunin er fyrsta rannsóknarsetur sinnar tegundar hér á landi og mun leggja áherslu á þverfaglegar rannsóknir á taugavísindum, námsgetu, líðan ungmenna og menntun. Hermundur Sigmundsson, prófessor við íþróttafræðisvið HR og sálfræðideild Norska tækni- og vísindaháskólans, er í forsvari fyrir nýju kennslufræðistofnunina. „Það hefur verið ríkjandi í kennaramenntun á Íslandi að skoða umhverfisþætti, skólakerfið og aðra ytri þætti. Við viljum líka skoða persónurnar sjálfar, það er að segja nemendurna, líffræðilega þætti þeirra og hegðun sem hefur áhrif á námið. Fimm til sex prósent nemenda eiga í námserfiðleikum vegna lífeðlisfræðilegra þátta. 28 prósent íslenskra nemenda þurfa aftur á móti sérkennslu, það er ekki eðlilegt. Okkur vantar betri rannsóknir á lykilatriðum menntunar og beina sjónum að einstaklingunum til að lækka þetta hlutfall.“NordicPhotos/GettyRannsóknir eru þegar hafnar á samspili hreyfingar og náms, áhrifum félagslegra þátta á heilsu og hegðun unglinga og mun á líðan og námsárangri drengja og stúlkna. „Tökum sem dæmi Óla sem er í fyrsta bekk. Hann er órólegur og einbeitingarlaus í skólanum og kannski vill hann helst vera úti að leika sér. Þá er spurningin hvort það væri betra fyrir Óla að byrja skóladaginn á öflugri hreyfingu. Því við vitum að hreyfing býr til ró og einbeitingu.“ Hermundur vill rannsaka þetta betur og almennt notast við fremstu vísindi í menntaþróun. „Fremstu vísindamenn í heiminum hafa til dæmis rannsakað út frá taugavísindum að hljóðaaðferðin svokallaða er besta aðferðin til að nota í byrjun lestrarkennslu. Eftir að barnið er komið með þann grunn er hægt að nota ýmsar aðrar aðferðir sem fela í sér nægar áskoranir. Mér finnst eðlilegt að stuðst sé við þau fræði og rannsóknir sem hafa birst í alþjóðlegum vísindaritum og sem stórar þjóðir hafa tileinkað sér – og rannsaka sjálf aðra hluti sem okkur vantar skýringar á. Stundum erum við að skapa meiri vandamál með nýjum leiðum í stað þess að styðjast við rannsóknir.“ Von Hermundar er að kennarar, fræðimenn og rannsakendur geti átt gott samstarf á nýju stofnuninni. „Við eigum að hætta að taka manninn og skoða boltann betur. Við viljum öll betra menntakerfi. Við ættum að geta sparað mikla fjármuni með því að vinna markvisst að því að skapa betri grunn fyrir nemendur og nota þá bestu aðferðafræðina með úrvals rannsóknum, hlusta á kennarana sem hafa alltaf náð mjög góðum árangri með sína nemendur og fá prófessorana með okkur í lið.“
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira