Sjónum beint að nemendunum sjálfum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. október 2015 08:00 Hermundur segir ekki eðlilegt að svo margir nemendur á Íslandi þurfi sérkennslu og því þurfi að rannsaka hvernig bæta megi grunninn. Nýlega var sett á stofn kennslufræðistofnun við Háskólann í Reykjavík. Stofnunin er fyrsta rannsóknarsetur sinnar tegundar hér á landi og mun leggja áherslu á þverfaglegar rannsóknir á taugavísindum, námsgetu, líðan ungmenna og menntun. Hermundur Sigmundsson, prófessor við íþróttafræðisvið HR og sálfræðideild Norska tækni- og vísindaháskólans, er í forsvari fyrir nýju kennslufræðistofnunina. „Það hefur verið ríkjandi í kennaramenntun á Íslandi að skoða umhverfisþætti, skólakerfið og aðra ytri þætti. Við viljum líka skoða persónurnar sjálfar, það er að segja nemendurna, líffræðilega þætti þeirra og hegðun sem hefur áhrif á námið. Fimm til sex prósent nemenda eiga í námserfiðleikum vegna lífeðlisfræðilegra þátta. 28 prósent íslenskra nemenda þurfa aftur á móti sérkennslu, það er ekki eðlilegt. Okkur vantar betri rannsóknir á lykilatriðum menntunar og beina sjónum að einstaklingunum til að lækka þetta hlutfall.“NordicPhotos/GettyRannsóknir eru þegar hafnar á samspili hreyfingar og náms, áhrifum félagslegra þátta á heilsu og hegðun unglinga og mun á líðan og námsárangri drengja og stúlkna. „Tökum sem dæmi Óla sem er í fyrsta bekk. Hann er órólegur og einbeitingarlaus í skólanum og kannski vill hann helst vera úti að leika sér. Þá er spurningin hvort það væri betra fyrir Óla að byrja skóladaginn á öflugri hreyfingu. Því við vitum að hreyfing býr til ró og einbeitingu.“ Hermundur vill rannsaka þetta betur og almennt notast við fremstu vísindi í menntaþróun. „Fremstu vísindamenn í heiminum hafa til dæmis rannsakað út frá taugavísindum að hljóðaaðferðin svokallaða er besta aðferðin til að nota í byrjun lestrarkennslu. Eftir að barnið er komið með þann grunn er hægt að nota ýmsar aðrar aðferðir sem fela í sér nægar áskoranir. Mér finnst eðlilegt að stuðst sé við þau fræði og rannsóknir sem hafa birst í alþjóðlegum vísindaritum og sem stórar þjóðir hafa tileinkað sér – og rannsaka sjálf aðra hluti sem okkur vantar skýringar á. Stundum erum við að skapa meiri vandamál með nýjum leiðum í stað þess að styðjast við rannsóknir.“ Von Hermundar er að kennarar, fræðimenn og rannsakendur geti átt gott samstarf á nýju stofnuninni. „Við eigum að hætta að taka manninn og skoða boltann betur. Við viljum öll betra menntakerfi. Við ættum að geta sparað mikla fjármuni með því að vinna markvisst að því að skapa betri grunn fyrir nemendur og nota þá bestu aðferðafræðina með úrvals rannsóknum, hlusta á kennarana sem hafa alltaf náð mjög góðum árangri með sína nemendur og fá prófessorana með okkur í lið.“ Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira
Nýlega var sett á stofn kennslufræðistofnun við Háskólann í Reykjavík. Stofnunin er fyrsta rannsóknarsetur sinnar tegundar hér á landi og mun leggja áherslu á þverfaglegar rannsóknir á taugavísindum, námsgetu, líðan ungmenna og menntun. Hermundur Sigmundsson, prófessor við íþróttafræðisvið HR og sálfræðideild Norska tækni- og vísindaháskólans, er í forsvari fyrir nýju kennslufræðistofnunina. „Það hefur verið ríkjandi í kennaramenntun á Íslandi að skoða umhverfisþætti, skólakerfið og aðra ytri þætti. Við viljum líka skoða persónurnar sjálfar, það er að segja nemendurna, líffræðilega þætti þeirra og hegðun sem hefur áhrif á námið. Fimm til sex prósent nemenda eiga í námserfiðleikum vegna lífeðlisfræðilegra þátta. 28 prósent íslenskra nemenda þurfa aftur á móti sérkennslu, það er ekki eðlilegt. Okkur vantar betri rannsóknir á lykilatriðum menntunar og beina sjónum að einstaklingunum til að lækka þetta hlutfall.“NordicPhotos/GettyRannsóknir eru þegar hafnar á samspili hreyfingar og náms, áhrifum félagslegra þátta á heilsu og hegðun unglinga og mun á líðan og námsárangri drengja og stúlkna. „Tökum sem dæmi Óla sem er í fyrsta bekk. Hann er órólegur og einbeitingarlaus í skólanum og kannski vill hann helst vera úti að leika sér. Þá er spurningin hvort það væri betra fyrir Óla að byrja skóladaginn á öflugri hreyfingu. Því við vitum að hreyfing býr til ró og einbeitingu.“ Hermundur vill rannsaka þetta betur og almennt notast við fremstu vísindi í menntaþróun. „Fremstu vísindamenn í heiminum hafa til dæmis rannsakað út frá taugavísindum að hljóðaaðferðin svokallaða er besta aðferðin til að nota í byrjun lestrarkennslu. Eftir að barnið er komið með þann grunn er hægt að nota ýmsar aðrar aðferðir sem fela í sér nægar áskoranir. Mér finnst eðlilegt að stuðst sé við þau fræði og rannsóknir sem hafa birst í alþjóðlegum vísindaritum og sem stórar þjóðir hafa tileinkað sér – og rannsaka sjálf aðra hluti sem okkur vantar skýringar á. Stundum erum við að skapa meiri vandamál með nýjum leiðum í stað þess að styðjast við rannsóknir.“ Von Hermundar er að kennarar, fræðimenn og rannsakendur geti átt gott samstarf á nýju stofnuninni. „Við eigum að hætta að taka manninn og skoða boltann betur. Við viljum öll betra menntakerfi. Við ættum að geta sparað mikla fjármuni með því að vinna markvisst að því að skapa betri grunn fyrir nemendur og nota þá bestu aðferðafræðina með úrvals rannsóknum, hlusta á kennarana sem hafa alltaf náð mjög góðum árangri með sína nemendur og fá prófessorana með okkur í lið.“
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira