Dómstjóri við héraðsdóm: „Það kveikir enginn á perunni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2015 09:15 Einar Örn Adolfsson ræddi dóminn opinskátt í Íslandi í dag í fyrra. Vísir/ Mistök og sofandaháttur urðu til þess að tveir Íslendingar, sem handteknir voru fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning í ágúst 2011, þurfa að mæta aftur fyrir hérað þar sem aðalmeðferð málsins fer fram að nýju. Fjöldi vitna þarf því að koma aftur fyrir dóminn. Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru dæmdir í sex ára fangelsi í maí í fyrra fyrir innflutning á rúmlega 30 þúsund e-töflum. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem sendi málið aftur heim í hérað vegna vanhæfis dómarans í málinu, Ástríðar Grímsdóttur. Þorgeir Njálsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness. Þorgeir Njálsson, dómstjóri hjá Héraðsdómi Reykjaness þar sem málið er til meðferðar, segir að um röð mistaka sé að ræða.„Þetta byrjar í rauninni á því að það átti aldrei að úthluta henni málinu,“ segir Þorgeir. Það sé alfarið á hans ábyrgð. Ástríður tók afstöðu til gæsluvarðhalds þeirra Einars og Finns eftir að þeir voru handteknir og þótti því vanhæf til að vera dómari í málinu í héraði. „Maður passar venjulega upp á það og er með þessi mál í kollinum þar sem sakborningur hefur sætt gæsluvarðhaldi. Það er mjög auðvelt að kanna þetta hér,“ segir Þorgeir. Hægt sé að fara inn í málaskrá og finna viðkomandi gæsluvarðhaldsúrskurði. Hafi dómari komið að þeim úrskurði eigi hann að vera úr leik þegar komi að því að úthluta málinu dómara.Héraðsdómur Reykjaness.Vísir/Valli„Þarna á brotið sér stað árið 2011 en svo er ákært árið 2014. Ég gáði ekki nægjanlega vel að þessu,“ segir Þorgeir um mistök sín. Blaðamanni þykir skrýtið að þótt dómstjóri hafi ekki tekið eftir þessu þá hefði það átt að koma upp í málsferð í héraði, hjá dómara, sækjanda eða verjendum.Þorgeir segir Ástríði dómara einfaldlega ekki hafa áttað sig á þessu og heldur ekki verjendurnir. Hefði einhver áttað sig á þessu í málsmeðferðinni hefði hún verið stöðvuð og hafin að nýju með nýjum dómara. Jafnvel þótt búið væri að dómtaka málið, þ.e. þegar málsmeðferð er lokið og þess beðið að dómur er kveðinn upp. „Það kveikir enginn á perunni,“ segir Þorgeir en minnir á að mistökin séu fyrst og fremst sín.Ungu hjónin Guðbjörgg Hrefna og Einar Örn ræddu stöðu sína í Íslandi í dag í fyrra. Innslagið má sjá hér að neðan.VísirÍ framhaldinu er kveðinn upp dómur, sex ára fangelsi í þeirra tilfelli, útbúnar dómsgerðir og heilmikil skriffinnsku vinna sem fer fram eftir að dómur er upp kveðinn. Það er hins vegar ekki fyrr en taka á fyrir áfrýjun í Hæstarétti sem menn átta sig á þessum mistökum.„Dómararnir í Hæstarétti voru komnir með málið í sínar hendur og þeir gera sér grein fyrir þessu,“ segir Þorgeir. Haft var samband við verjendur Einars og Finns og ljóst að málið þyrfti að taka fyrir að nýju. Þorgeir segir að málið hafi verið sett í algjöran forgang í héraðsdómi og sé komið á dagskrá. Aðalmeðferð hefst þann 5. nóvember.Ísland í dag tók hús á Einari Erni og fjölskyldu í september í fyrra. Innslagið má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Dæmdur í sex ára fangelsi þremur árum eftir að brotið var framið Einar Örn Adolfsson segist ekki vera sami maður og hann var þegar hann var 17 ára. 25. maí 2014 19:45 Ísland í dag: Hræddur um að missa af fyrstu árum frumburðarins Einar Örn Adolfsson var dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir brot sem hann framdi 17 ára 8. september 2014 20:00 Stórfellt fíkniefnasmygl þarf að taka aftur fyrir vegna vanhæfi dómara Finnur Snær Guðjónsson og Einar Örn Adolfsson voru dæmdir í sex ára fangelsi fyrir smygl á 30 þúsund e-töflum. 17. september 2015 16:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Mistök og sofandaháttur urðu til þess að tveir Íslendingar, sem handteknir voru fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning í ágúst 2011, þurfa að mæta aftur fyrir hérað þar sem aðalmeðferð málsins fer fram að nýju. Fjöldi vitna þarf því að koma aftur fyrir dóminn. Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru dæmdir í sex ára fangelsi í maí í fyrra fyrir innflutning á rúmlega 30 þúsund e-töflum. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem sendi málið aftur heim í hérað vegna vanhæfis dómarans í málinu, Ástríðar Grímsdóttur. Þorgeir Njálsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness. Þorgeir Njálsson, dómstjóri hjá Héraðsdómi Reykjaness þar sem málið er til meðferðar, segir að um röð mistaka sé að ræða.„Þetta byrjar í rauninni á því að það átti aldrei að úthluta henni málinu,“ segir Þorgeir. Það sé alfarið á hans ábyrgð. Ástríður tók afstöðu til gæsluvarðhalds þeirra Einars og Finns eftir að þeir voru handteknir og þótti því vanhæf til að vera dómari í málinu í héraði. „Maður passar venjulega upp á það og er með þessi mál í kollinum þar sem sakborningur hefur sætt gæsluvarðhaldi. Það er mjög auðvelt að kanna þetta hér,“ segir Þorgeir. Hægt sé að fara inn í málaskrá og finna viðkomandi gæsluvarðhaldsúrskurði. Hafi dómari komið að þeim úrskurði eigi hann að vera úr leik þegar komi að því að úthluta málinu dómara.Héraðsdómur Reykjaness.Vísir/Valli„Þarna á brotið sér stað árið 2011 en svo er ákært árið 2014. Ég gáði ekki nægjanlega vel að þessu,“ segir Þorgeir um mistök sín. Blaðamanni þykir skrýtið að þótt dómstjóri hafi ekki tekið eftir þessu þá hefði það átt að koma upp í málsferð í héraði, hjá dómara, sækjanda eða verjendum.Þorgeir segir Ástríði dómara einfaldlega ekki hafa áttað sig á þessu og heldur ekki verjendurnir. Hefði einhver áttað sig á þessu í málsmeðferðinni hefði hún verið stöðvuð og hafin að nýju með nýjum dómara. Jafnvel þótt búið væri að dómtaka málið, þ.e. þegar málsmeðferð er lokið og þess beðið að dómur er kveðinn upp. „Það kveikir enginn á perunni,“ segir Þorgeir en minnir á að mistökin séu fyrst og fremst sín.Ungu hjónin Guðbjörgg Hrefna og Einar Örn ræddu stöðu sína í Íslandi í dag í fyrra. Innslagið má sjá hér að neðan.VísirÍ framhaldinu er kveðinn upp dómur, sex ára fangelsi í þeirra tilfelli, útbúnar dómsgerðir og heilmikil skriffinnsku vinna sem fer fram eftir að dómur er upp kveðinn. Það er hins vegar ekki fyrr en taka á fyrir áfrýjun í Hæstarétti sem menn átta sig á þessum mistökum.„Dómararnir í Hæstarétti voru komnir með málið í sínar hendur og þeir gera sér grein fyrir þessu,“ segir Þorgeir. Haft var samband við verjendur Einars og Finns og ljóst að málið þyrfti að taka fyrir að nýju. Þorgeir segir að málið hafi verið sett í algjöran forgang í héraðsdómi og sé komið á dagskrá. Aðalmeðferð hefst þann 5. nóvember.Ísland í dag tók hús á Einari Erni og fjölskyldu í september í fyrra. Innslagið má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Dæmdur í sex ára fangelsi þremur árum eftir að brotið var framið Einar Örn Adolfsson segist ekki vera sami maður og hann var þegar hann var 17 ára. 25. maí 2014 19:45 Ísland í dag: Hræddur um að missa af fyrstu árum frumburðarins Einar Örn Adolfsson var dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir brot sem hann framdi 17 ára 8. september 2014 20:00 Stórfellt fíkniefnasmygl þarf að taka aftur fyrir vegna vanhæfi dómara Finnur Snær Guðjónsson og Einar Örn Adolfsson voru dæmdir í sex ára fangelsi fyrir smygl á 30 þúsund e-töflum. 17. september 2015 16:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Dæmdur í sex ára fangelsi þremur árum eftir að brotið var framið Einar Örn Adolfsson segist ekki vera sami maður og hann var þegar hann var 17 ára. 25. maí 2014 19:45
Ísland í dag: Hræddur um að missa af fyrstu árum frumburðarins Einar Örn Adolfsson var dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir brot sem hann framdi 17 ára 8. september 2014 20:00
Stórfellt fíkniefnasmygl þarf að taka aftur fyrir vegna vanhæfi dómara Finnur Snær Guðjónsson og Einar Örn Adolfsson voru dæmdir í sex ára fangelsi fyrir smygl á 30 þúsund e-töflum. 17. september 2015 16:58