Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. september 2025 14:19 Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS, lýsir áhyggjum af boðuðum hækkunum stjórnvalda. Vísir/aðsend Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, harma ákvörðun stjórnvalda um að heimila opinberum háskólum að innheimta hærri skrásetningargjöld. Í tilkynningu frá samtökunum er þess getið að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt árið 2023 og að enn sé beiðið eftir niðurstöðu áfrýjunarnefndar vegna málsins. Greint var frá því á dögunum Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefði lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi gætu orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillögu Loga kæmi hún til framkvæmda á næsta ári. Samtökin eru ekki þau fyrstu til að lýsa efasemdum og áhyggjum af áformunum, en það gerði til að mynda forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samtali við Vísi í síðustu viku. „Þessi ákvörðun er ekki aðeins ósanngjörn heldur stríðir gegn alþjóðlegum skuldbindingum Íslands,“ er haft eftir Lísu Margréti Gunnarsdóttur, forseta LÍS, í tilkynningunni. Hún þar til 13. greinar Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi þar sem kveðið sé á um að „æðri menntun skuli vera öllum aðgengileg og þróunin stefna að því að hún verði ókeypis.“ Þá benda samtökin á í tilkynningu sinni að hækkun gjaldanna dugi ekki til að rétta af „viðvarandi undirfjármögnun“ háskólanna. Sömuleiðis feli hækkunin sem af þessu leiði í sér aukin útgjöld fyrir námsmenn, en samkvæmt nýlegri könnun glími yfir 30% íslenskra háskólanema við alvarlegan eða mjög alvarlegan fjárhagsvanda. Þar er vísað til könnunar Eurostudent sem sýni einnig fram á að fjárhagsáhyggjur stúdenta séu hvergi meiri á Norðurlöndum en hér á Íslandi. „Þá hefur kaupmáttur ungs fólks staðið í stað í tvo áratugi og arðsemi háskólamenntunar aldrei verið minni, samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir BHM,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Það skýtur skökku við að draga úr hvata til náms með því að auka fjárhagsbyrðar stúdenta á þessum tíma,“ er haft eftir Lísu Margréi sem bendir einnig á að um þrír af hverjum fjórum háskólanemum á vinnumarkaði starfi með námi til að hafa efni á að stunda sitt nám. Þá séu meira en þriðjungur íslenskra stúdenta foreldrar í námi. „Í ljósi nýútgefinnar skýrslu OECD krefjast LÍS þess að stjórnvöld bregðist við rót vandans með því að tryggja grunnfjármögnun háskólastigsins til jafns við meðaltal OECD-ríkja, í stað þess að velta kostnaði yfir á stúdenta sem þegar búa við efnahagslegt óöryggi og ófullnægjandi námslánakerfi,“ segir loks í tilkynningunni. Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Félagasamtök Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
Greint var frá því á dögunum Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefði lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi gætu orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillögu Loga kæmi hún til framkvæmda á næsta ári. Samtökin eru ekki þau fyrstu til að lýsa efasemdum og áhyggjum af áformunum, en það gerði til að mynda forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samtali við Vísi í síðustu viku. „Þessi ákvörðun er ekki aðeins ósanngjörn heldur stríðir gegn alþjóðlegum skuldbindingum Íslands,“ er haft eftir Lísu Margréti Gunnarsdóttur, forseta LÍS, í tilkynningunni. Hún þar til 13. greinar Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi þar sem kveðið sé á um að „æðri menntun skuli vera öllum aðgengileg og þróunin stefna að því að hún verði ókeypis.“ Þá benda samtökin á í tilkynningu sinni að hækkun gjaldanna dugi ekki til að rétta af „viðvarandi undirfjármögnun“ háskólanna. Sömuleiðis feli hækkunin sem af þessu leiði í sér aukin útgjöld fyrir námsmenn, en samkvæmt nýlegri könnun glími yfir 30% íslenskra háskólanema við alvarlegan eða mjög alvarlegan fjárhagsvanda. Þar er vísað til könnunar Eurostudent sem sýni einnig fram á að fjárhagsáhyggjur stúdenta séu hvergi meiri á Norðurlöndum en hér á Íslandi. „Þá hefur kaupmáttur ungs fólks staðið í stað í tvo áratugi og arðsemi háskólamenntunar aldrei verið minni, samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir BHM,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Það skýtur skökku við að draga úr hvata til náms með því að auka fjárhagsbyrðar stúdenta á þessum tíma,“ er haft eftir Lísu Margréi sem bendir einnig á að um þrír af hverjum fjórum háskólanemum á vinnumarkaði starfi með námi til að hafa efni á að stunda sitt nám. Þá séu meira en þriðjungur íslenskra stúdenta foreldrar í námi. „Í ljósi nýútgefinnar skýrslu OECD krefjast LÍS þess að stjórnvöld bregðist við rót vandans með því að tryggja grunnfjármögnun háskólastigsins til jafns við meðaltal OECD-ríkja, í stað þess að velta kostnaði yfir á stúdenta sem þegar búa við efnahagslegt óöryggi og ófullnægjandi námslánakerfi,“ segir loks í tilkynningunni.
Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Félagasamtök Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira