Innlent

Innan við helmingur segist trúaður

Kjartan Kjartansson skrifar
Trúrækni Íslendinga fer dvínandi með árunum ef marka má nýja könnun Gallup. Yfir helmingur sagðist trúaður fyrir rúmum áratug en hlutfallið er komið niður í um fjörutíu prósent.
Trúrækni Íslendinga fer dvínandi með árunum ef marka má nýja könnun Gallup. Yfir helmingur sagðist trúaður fyrir rúmum áratug en hlutfallið er komið niður í um fjörutíu prósent. Vísir/Sigurjón

Fjórir af hverjum tíu segjast nú lýsa sjálfum sér sem trúuðum en hlutfallið var yfir helmingur fyrir rúmum áratug. Trúrækni yngra fólks hefur þó lítið breyst á tímabilinu.

Þeim sem segjast trúlausir fjölgar að sama skapi í könnun Gallup sem Ríkisútvarpið segir frá í dag borið saman við sambærilega könnuna frá 2014. Tæpur fjórðungur sagðist trúlaus en hlutfallið var fimmtán prósent fyrir ellefu árum og ellefu prósent árið 2011.

Þótt að fólk í yngsta aldurshópnum 18-29 ára sé minna trúað en meðaltalið er hlutfallið sagt lítið breytt frá könnuninni árið 2014. Um 29 prósent yngra fólks segjast nú trúuð.

Ungir karlmenn eru trúaðri en konur ef marka má niðurstöðurnar. Um þriðjungur þeirra sagðist trúaður en aðeins rúmum fimmtungur kvenna á sama aldri.

Spurt var út í trú almennt en ekki tiltekin trúarbrögð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×