Enski boltinn

Gomez spilar ekki meira í vetur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gomez í baráttunni við Marouane Fellaini, leikmann Man. Utd.
Gomez í baráttunni við Marouane Fellaini, leikmann Man. Utd. vísir/getty
Joe Gomez, varnarmaður Liverpool, hefur lokið keppni í vetur en hann spilar ekki meira vegna meiðsla.

Þessi bráðefnilegi 18 ára varnarmaður er með sködduð liðbönd í hné. Hann varð fyrir meiðslunum í leik með enska U-21 árs liðinu í vikunni.

Þetta er fyrsta áfallið sem nýráðinn stjóri Liverpool, Jürgen Klopp, verður fyrir.

Gomez er mjög fjölhæfur varnarmaður og getur leikið allar stöðurnar í vörninni með sóma.

Hann kom til félagsins frá Charlton í sumar og skrifaði þá undir fimm ára samning við félagið. Hann byrjaði leiktíðina sem fyrsti valkostur í vinstri bakverðinum og lék svo sem miðvörður í Evrópudeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×