Þungarokk á fóninn á Anfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2015 09:00 Jürgen Klopp. Vísir/Getty Enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju í dag og fáir alvöru fótboltaáhugamenn munu missa af fyrsta leik helgarinnar sem boðar nýja tíma hjá einum sigursælasta klúbbi enska boltans. Tíunda sæti og aðeins einn sigur í sex leikjum þýddi endalok Brendans Rodgers í stjórastólnum á Anfield og það er óhætt að segja að sumir hafi horft öfundaraugum á þegar Jürgen Klopp samþykkti að taka við Liverpool-liðinu. Klopp hefur verið einn eftirsóttasti og mest spennandi þjálfarinn á markaðnum eftir að hann náði ótrúlega flottum árangri með Borussia Dortmund í þýska boltanum þrátt fyrir að missa ítrekað sína bestu menn og vera að glíma við risana í Bayern München. Hinn litríki Jürgen Klopp heillar alla upp úr skónum hvert sem hann fer enda eru menn enn að tala um fyrsta blaðamannafund hans sem knattspyrnustjóra Liverpool þar „Hinn venjulegi“ birtist fótboltaheiminum sem maður sem gæti búið til skemmtilegt lið í Bítlaborginni og sumum stuðningsmönnum Liverpool sem frelsarinn fæddur. Klopp heldur mikið upp á þungarokk og hann vill að lið sín spili leikina á fullu gasi. Hann hefur verið að reyna að losa liðið úr viðjum slæma vanans frá tíma Rodgers og hefur kallað eftir meira hugrekki og meiri leikgleði hjá nýju lærisveinunum sínum í viðtölum við fjölmiðla. „Við eigum að hlaupa, berjast, skjóta, verjast og sækja saman eins og fótboltinn lítur út í okkar bestu draumum. Við þurfum að hafa hugrekkið til að láta vaða og gera mistök,“ sagði Jürgen Klopp. Það hefur gripið um sig Klopp-æði meðal stuðningsmanna félagsins sem geta flestir ekki beðið eftir leiknum í dag en hver áhrifin verða á leikmennina á eftir að koma í ljós. Fyrstu vísbendingarnar koma fram á White Hart Lane í dag. Það hjálpaði ekki í undirbúningnum að tveir sterkir leikmenn, Danny Ings og Joe Gomez, slitu krossband með dags millibili í vikunni. Í viðbót við það eru Benteke, Jordan Henderson og Firmino allir meiddir. Fyrsti leikurinn er á útivelli og líka á móti sterku Spurs-liði sem hefur verið að gera góða hluti að undanförnu. Leikur Tottenham og Liverpool hefst klukkan 11.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.Vísir/GettyEllefu skref hjá Jürgen Klopp til Anfield Road1990-2001 Jürgen Klopp spilar ellefu tímabil með Mainz 05 í þýsku b-deildinni, fyrst sem framherji í þrjú tímabil, þá sem miðjumaður í þrjú tímabil og loks sem varnarmaður. Klopp spilar alls 325 deildarleiki fyrir Mainz 05.1998-2000 Jürgen Klopp spilar með Helga Kolviðssyni hjá Mainz 05 í þýsku b-deildinni en seinna tímabilið eru þeir saman í vörn liðsins. Klopp spilar aðeins eitt tímabil til viðbótar eftir að Helgi fór frá liðinu.Febrúar 2001 Jürgen Klopp tekur við lið Mainz 05 og þjálfar það næstu sjö tímabil.Vorið 2004 Jürgen Klopp kemur Mainz 05 upp í Bundesliguna í fyrsta sinn þar sem liðið spilar þrjú tímabil undir hans stjórn.2005-2006 Mainz 05 tekur þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn og slær armenska liðið MIKA Aschtarak út úr fyrstu umferð forkeppni UEFA-bikarsins25. ágúst 2005 Jürgen Klopp stýrir Mainz 05 til 2-0 sigurs á Keflavík á Laugardalsvellinum og félagið vinnur þar með sinn fyrsta útisigur í Evrópukeppni.Júlí 2008 Jürgen Klopp tekur við Borussia Dortmund sem hafði endað í 13. sæti tímabilið á undan. Dortmund hækkar sig um sjö sæti á hans fyrsta tímabili með liðið.Vorið 2011 Jürgen Klopp gerir Borussia Dortmund að þýskum meisturum í fyrsta sinn í níu ár. Dortmund komst á toppinn í 10. umferð og leit ekki til baka eftir það.12. maí 2012 Borussia Dortmund vinnur 5-2 sigur á Bayern München í bikarúrslitaleiknum og er þar með tvöfaldur meistari. Dortmund hafði tryggt sér þýska meistaratitilinn annað árið í röð þegar tvær umferðir voru eftir af deildinni.25. maí 2013 Borussia Dortmund tapar 2-1 á móti Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. Arjen Robben skoraði sigurmark Bæjara rétt fyrir leikslok.2013-2015 Borussia Dortmund vinnur fimm silfurverðlaun á þremur síðustu tímabilum Jürgens Klopp með liðið og endar í 7. sæti á síðasta tímabili hans eftir skelfilega byrjun þar sem liðið var lengi í fallsæti. Sama vor tapar Dortmund bikarúrslitaleiknum annað árið í röð og nú fyrir VfL Wolfsburg. Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju í dag og fáir alvöru fótboltaáhugamenn munu missa af fyrsta leik helgarinnar sem boðar nýja tíma hjá einum sigursælasta klúbbi enska boltans. Tíunda sæti og aðeins einn sigur í sex leikjum þýddi endalok Brendans Rodgers í stjórastólnum á Anfield og það er óhætt að segja að sumir hafi horft öfundaraugum á þegar Jürgen Klopp samþykkti að taka við Liverpool-liðinu. Klopp hefur verið einn eftirsóttasti og mest spennandi þjálfarinn á markaðnum eftir að hann náði ótrúlega flottum árangri með Borussia Dortmund í þýska boltanum þrátt fyrir að missa ítrekað sína bestu menn og vera að glíma við risana í Bayern München. Hinn litríki Jürgen Klopp heillar alla upp úr skónum hvert sem hann fer enda eru menn enn að tala um fyrsta blaðamannafund hans sem knattspyrnustjóra Liverpool þar „Hinn venjulegi“ birtist fótboltaheiminum sem maður sem gæti búið til skemmtilegt lið í Bítlaborginni og sumum stuðningsmönnum Liverpool sem frelsarinn fæddur. Klopp heldur mikið upp á þungarokk og hann vill að lið sín spili leikina á fullu gasi. Hann hefur verið að reyna að losa liðið úr viðjum slæma vanans frá tíma Rodgers og hefur kallað eftir meira hugrekki og meiri leikgleði hjá nýju lærisveinunum sínum í viðtölum við fjölmiðla. „Við eigum að hlaupa, berjast, skjóta, verjast og sækja saman eins og fótboltinn lítur út í okkar bestu draumum. Við þurfum að hafa hugrekkið til að láta vaða og gera mistök,“ sagði Jürgen Klopp. Það hefur gripið um sig Klopp-æði meðal stuðningsmanna félagsins sem geta flestir ekki beðið eftir leiknum í dag en hver áhrifin verða á leikmennina á eftir að koma í ljós. Fyrstu vísbendingarnar koma fram á White Hart Lane í dag. Það hjálpaði ekki í undirbúningnum að tveir sterkir leikmenn, Danny Ings og Joe Gomez, slitu krossband með dags millibili í vikunni. Í viðbót við það eru Benteke, Jordan Henderson og Firmino allir meiddir. Fyrsti leikurinn er á útivelli og líka á móti sterku Spurs-liði sem hefur verið að gera góða hluti að undanförnu. Leikur Tottenham og Liverpool hefst klukkan 11.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.Vísir/GettyEllefu skref hjá Jürgen Klopp til Anfield Road1990-2001 Jürgen Klopp spilar ellefu tímabil með Mainz 05 í þýsku b-deildinni, fyrst sem framherji í þrjú tímabil, þá sem miðjumaður í þrjú tímabil og loks sem varnarmaður. Klopp spilar alls 325 deildarleiki fyrir Mainz 05.1998-2000 Jürgen Klopp spilar með Helga Kolviðssyni hjá Mainz 05 í þýsku b-deildinni en seinna tímabilið eru þeir saman í vörn liðsins. Klopp spilar aðeins eitt tímabil til viðbótar eftir að Helgi fór frá liðinu.Febrúar 2001 Jürgen Klopp tekur við lið Mainz 05 og þjálfar það næstu sjö tímabil.Vorið 2004 Jürgen Klopp kemur Mainz 05 upp í Bundesliguna í fyrsta sinn þar sem liðið spilar þrjú tímabil undir hans stjórn.2005-2006 Mainz 05 tekur þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn og slær armenska liðið MIKA Aschtarak út úr fyrstu umferð forkeppni UEFA-bikarsins25. ágúst 2005 Jürgen Klopp stýrir Mainz 05 til 2-0 sigurs á Keflavík á Laugardalsvellinum og félagið vinnur þar með sinn fyrsta útisigur í Evrópukeppni.Júlí 2008 Jürgen Klopp tekur við Borussia Dortmund sem hafði endað í 13. sæti tímabilið á undan. Dortmund hækkar sig um sjö sæti á hans fyrsta tímabili með liðið.Vorið 2011 Jürgen Klopp gerir Borussia Dortmund að þýskum meisturum í fyrsta sinn í níu ár. Dortmund komst á toppinn í 10. umferð og leit ekki til baka eftir það.12. maí 2012 Borussia Dortmund vinnur 5-2 sigur á Bayern München í bikarúrslitaleiknum og er þar með tvöfaldur meistari. Dortmund hafði tryggt sér þýska meistaratitilinn annað árið í röð þegar tvær umferðir voru eftir af deildinni.25. maí 2013 Borussia Dortmund tapar 2-1 á móti Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. Arjen Robben skoraði sigurmark Bæjara rétt fyrir leikslok.2013-2015 Borussia Dortmund vinnur fimm silfurverðlaun á þremur síðustu tímabilum Jürgens Klopp með liðið og endar í 7. sæti á síðasta tímabili hans eftir skelfilega byrjun þar sem liðið var lengi í fallsæti. Sama vor tapar Dortmund bikarúrslitaleiknum annað árið í röð og nú fyrir VfL Wolfsburg.
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira