Þungarokk á fóninn á Anfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2015 09:00 Jürgen Klopp. Vísir/Getty Enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju í dag og fáir alvöru fótboltaáhugamenn munu missa af fyrsta leik helgarinnar sem boðar nýja tíma hjá einum sigursælasta klúbbi enska boltans. Tíunda sæti og aðeins einn sigur í sex leikjum þýddi endalok Brendans Rodgers í stjórastólnum á Anfield og það er óhætt að segja að sumir hafi horft öfundaraugum á þegar Jürgen Klopp samþykkti að taka við Liverpool-liðinu. Klopp hefur verið einn eftirsóttasti og mest spennandi þjálfarinn á markaðnum eftir að hann náði ótrúlega flottum árangri með Borussia Dortmund í þýska boltanum þrátt fyrir að missa ítrekað sína bestu menn og vera að glíma við risana í Bayern München. Hinn litríki Jürgen Klopp heillar alla upp úr skónum hvert sem hann fer enda eru menn enn að tala um fyrsta blaðamannafund hans sem knattspyrnustjóra Liverpool þar „Hinn venjulegi“ birtist fótboltaheiminum sem maður sem gæti búið til skemmtilegt lið í Bítlaborginni og sumum stuðningsmönnum Liverpool sem frelsarinn fæddur. Klopp heldur mikið upp á þungarokk og hann vill að lið sín spili leikina á fullu gasi. Hann hefur verið að reyna að losa liðið úr viðjum slæma vanans frá tíma Rodgers og hefur kallað eftir meira hugrekki og meiri leikgleði hjá nýju lærisveinunum sínum í viðtölum við fjölmiðla. „Við eigum að hlaupa, berjast, skjóta, verjast og sækja saman eins og fótboltinn lítur út í okkar bestu draumum. Við þurfum að hafa hugrekkið til að láta vaða og gera mistök,“ sagði Jürgen Klopp. Það hefur gripið um sig Klopp-æði meðal stuðningsmanna félagsins sem geta flestir ekki beðið eftir leiknum í dag en hver áhrifin verða á leikmennina á eftir að koma í ljós. Fyrstu vísbendingarnar koma fram á White Hart Lane í dag. Það hjálpaði ekki í undirbúningnum að tveir sterkir leikmenn, Danny Ings og Joe Gomez, slitu krossband með dags millibili í vikunni. Í viðbót við það eru Benteke, Jordan Henderson og Firmino allir meiddir. Fyrsti leikurinn er á útivelli og líka á móti sterku Spurs-liði sem hefur verið að gera góða hluti að undanförnu. Leikur Tottenham og Liverpool hefst klukkan 11.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.Vísir/GettyEllefu skref hjá Jürgen Klopp til Anfield Road1990-2001 Jürgen Klopp spilar ellefu tímabil með Mainz 05 í þýsku b-deildinni, fyrst sem framherji í þrjú tímabil, þá sem miðjumaður í þrjú tímabil og loks sem varnarmaður. Klopp spilar alls 325 deildarleiki fyrir Mainz 05.1998-2000 Jürgen Klopp spilar með Helga Kolviðssyni hjá Mainz 05 í þýsku b-deildinni en seinna tímabilið eru þeir saman í vörn liðsins. Klopp spilar aðeins eitt tímabil til viðbótar eftir að Helgi fór frá liðinu.Febrúar 2001 Jürgen Klopp tekur við lið Mainz 05 og þjálfar það næstu sjö tímabil.Vorið 2004 Jürgen Klopp kemur Mainz 05 upp í Bundesliguna í fyrsta sinn þar sem liðið spilar þrjú tímabil undir hans stjórn.2005-2006 Mainz 05 tekur þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn og slær armenska liðið MIKA Aschtarak út úr fyrstu umferð forkeppni UEFA-bikarsins25. ágúst 2005 Jürgen Klopp stýrir Mainz 05 til 2-0 sigurs á Keflavík á Laugardalsvellinum og félagið vinnur þar með sinn fyrsta útisigur í Evrópukeppni.Júlí 2008 Jürgen Klopp tekur við Borussia Dortmund sem hafði endað í 13. sæti tímabilið á undan. Dortmund hækkar sig um sjö sæti á hans fyrsta tímabili með liðið.Vorið 2011 Jürgen Klopp gerir Borussia Dortmund að þýskum meisturum í fyrsta sinn í níu ár. Dortmund komst á toppinn í 10. umferð og leit ekki til baka eftir það.12. maí 2012 Borussia Dortmund vinnur 5-2 sigur á Bayern München í bikarúrslitaleiknum og er þar með tvöfaldur meistari. Dortmund hafði tryggt sér þýska meistaratitilinn annað árið í röð þegar tvær umferðir voru eftir af deildinni.25. maí 2013 Borussia Dortmund tapar 2-1 á móti Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. Arjen Robben skoraði sigurmark Bæjara rétt fyrir leikslok.2013-2015 Borussia Dortmund vinnur fimm silfurverðlaun á þremur síðustu tímabilum Jürgens Klopp með liðið og endar í 7. sæti á síðasta tímabili hans eftir skelfilega byrjun þar sem liðið var lengi í fallsæti. Sama vor tapar Dortmund bikarúrslitaleiknum annað árið í röð og nú fyrir VfL Wolfsburg. Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju í dag og fáir alvöru fótboltaáhugamenn munu missa af fyrsta leik helgarinnar sem boðar nýja tíma hjá einum sigursælasta klúbbi enska boltans. Tíunda sæti og aðeins einn sigur í sex leikjum þýddi endalok Brendans Rodgers í stjórastólnum á Anfield og það er óhætt að segja að sumir hafi horft öfundaraugum á þegar Jürgen Klopp samþykkti að taka við Liverpool-liðinu. Klopp hefur verið einn eftirsóttasti og mest spennandi þjálfarinn á markaðnum eftir að hann náði ótrúlega flottum árangri með Borussia Dortmund í þýska boltanum þrátt fyrir að missa ítrekað sína bestu menn og vera að glíma við risana í Bayern München. Hinn litríki Jürgen Klopp heillar alla upp úr skónum hvert sem hann fer enda eru menn enn að tala um fyrsta blaðamannafund hans sem knattspyrnustjóra Liverpool þar „Hinn venjulegi“ birtist fótboltaheiminum sem maður sem gæti búið til skemmtilegt lið í Bítlaborginni og sumum stuðningsmönnum Liverpool sem frelsarinn fæddur. Klopp heldur mikið upp á þungarokk og hann vill að lið sín spili leikina á fullu gasi. Hann hefur verið að reyna að losa liðið úr viðjum slæma vanans frá tíma Rodgers og hefur kallað eftir meira hugrekki og meiri leikgleði hjá nýju lærisveinunum sínum í viðtölum við fjölmiðla. „Við eigum að hlaupa, berjast, skjóta, verjast og sækja saman eins og fótboltinn lítur út í okkar bestu draumum. Við þurfum að hafa hugrekkið til að láta vaða og gera mistök,“ sagði Jürgen Klopp. Það hefur gripið um sig Klopp-æði meðal stuðningsmanna félagsins sem geta flestir ekki beðið eftir leiknum í dag en hver áhrifin verða á leikmennina á eftir að koma í ljós. Fyrstu vísbendingarnar koma fram á White Hart Lane í dag. Það hjálpaði ekki í undirbúningnum að tveir sterkir leikmenn, Danny Ings og Joe Gomez, slitu krossband með dags millibili í vikunni. Í viðbót við það eru Benteke, Jordan Henderson og Firmino allir meiddir. Fyrsti leikurinn er á útivelli og líka á móti sterku Spurs-liði sem hefur verið að gera góða hluti að undanförnu. Leikur Tottenham og Liverpool hefst klukkan 11.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.Vísir/GettyEllefu skref hjá Jürgen Klopp til Anfield Road1990-2001 Jürgen Klopp spilar ellefu tímabil með Mainz 05 í þýsku b-deildinni, fyrst sem framherji í þrjú tímabil, þá sem miðjumaður í þrjú tímabil og loks sem varnarmaður. Klopp spilar alls 325 deildarleiki fyrir Mainz 05.1998-2000 Jürgen Klopp spilar með Helga Kolviðssyni hjá Mainz 05 í þýsku b-deildinni en seinna tímabilið eru þeir saman í vörn liðsins. Klopp spilar aðeins eitt tímabil til viðbótar eftir að Helgi fór frá liðinu.Febrúar 2001 Jürgen Klopp tekur við lið Mainz 05 og þjálfar það næstu sjö tímabil.Vorið 2004 Jürgen Klopp kemur Mainz 05 upp í Bundesliguna í fyrsta sinn þar sem liðið spilar þrjú tímabil undir hans stjórn.2005-2006 Mainz 05 tekur þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn og slær armenska liðið MIKA Aschtarak út úr fyrstu umferð forkeppni UEFA-bikarsins25. ágúst 2005 Jürgen Klopp stýrir Mainz 05 til 2-0 sigurs á Keflavík á Laugardalsvellinum og félagið vinnur þar með sinn fyrsta útisigur í Evrópukeppni.Júlí 2008 Jürgen Klopp tekur við Borussia Dortmund sem hafði endað í 13. sæti tímabilið á undan. Dortmund hækkar sig um sjö sæti á hans fyrsta tímabili með liðið.Vorið 2011 Jürgen Klopp gerir Borussia Dortmund að þýskum meisturum í fyrsta sinn í níu ár. Dortmund komst á toppinn í 10. umferð og leit ekki til baka eftir það.12. maí 2012 Borussia Dortmund vinnur 5-2 sigur á Bayern München í bikarúrslitaleiknum og er þar með tvöfaldur meistari. Dortmund hafði tryggt sér þýska meistaratitilinn annað árið í röð þegar tvær umferðir voru eftir af deildinni.25. maí 2013 Borussia Dortmund tapar 2-1 á móti Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. Arjen Robben skoraði sigurmark Bæjara rétt fyrir leikslok.2013-2015 Borussia Dortmund vinnur fimm silfurverðlaun á þremur síðustu tímabilum Jürgens Klopp með liðið og endar í 7. sæti á síðasta tímabili hans eftir skelfilega byrjun þar sem liðið var lengi í fallsæti. Sama vor tapar Dortmund bikarúrslitaleiknum annað árið í röð og nú fyrir VfL Wolfsburg.
Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira