Sport

Ekkert félag vill fá manninn sem rotaði konuna sína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rice er hann lék með Baltimore.
Rice er hann lék með Baltimore. vísir/getty
Ray Rice er tilbúinn að snúa aftur í NFL-deildina og það með stuðningi yfirmanna deildarinnar.

Rice hefur ekkert spilað síðan hann var handtekinn í fyrra fyrir að rota konuna sína. Það gerði hann í lyftu og dró hana síðan meðvitundarlausu úr lyftunni á hárinu.

Mál hans er að baki og hann giftist konunni sem hann rotaði. Rice hefur náð að heilla yfirmenn deildarinnar nægilega til þess að fá leyfi til að spila.

Hann hefur verið að aðstoða unga krakka í vanda og einnig talað víða í baráttunni gegn heimilisofbeldi.

Það stendur því ekkert í vegi fyrir því að hann spili á ný nema vilji félaganna. Ekki eitt lið hefur nefnilega boðið honum til æfinga.

Rice var með betri hlaupurum deildarinnar áður en hann braut af sér og spurning hvort hann eigi afturkvæmt í deildina.

NFL

Tengdar fréttir

Rice íhugaði sjálfsmorð

Árið 2014 var ekki ár Ray Rice. Honum var kastað úr NFL-deildinni eftir að hafa rotað eiginkonu sína í lyftu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×