Monk setti Gylfa á bekkinn og Swansea tapaði á heimavelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2015 20:45 Bojan fagnar sigurmarki sínu. vísir/getty Garry Monk var með íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson á varamannabekknum þegar Swansea City tapaði 1-0 á heimavelli á móti Stoke í lokaleik níundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Gylfi var búinn að vera í byrjunarliðinu í átta fyrstu leikjum Swansea en það fór ekki milli mála að Swansea saknaði hans í fyrsta klukkutíma leiksins. Bojan skoraði eina markið úr vítaspyrnu strax á fjórðu mínútu leiksins og tryggði Stoke þar með þriðja deildarsigur sinn í röð. Swansea City byrjaði tímabilið vel en hefur nú aðeins náð í samtals tvö stig út úr síðustu fimm leikjum sínum. Gylfi Þór Sigurðsson átti ágæta innkomu í lið Swansea síðustu þrjátíu mínútur leiksins og átti meðal annars frábært skot rétt framhjá marki Stoke en velska liðinu tókst ekki að ná inn jöfnunarmarki og varð að sætta sig við tap. Spánverjinn Bojan fiskaði vítaspyrnu á Ashley Williams strax á fjórðu mínútu leiksins og skoraði sjálfur af öryggi úr spyrnunni. Swansea átti mjög slakan fyrri hálfleik en þrátt fyrir það var Stoke-liðið ekki að skapa mikið eftir markið. Jack Butland, markvörður Stoke, slapp með skrekkinn á 19. mínútu eftir að hafa misst boltann klaufalega frá sér og renndi sér síðan í hann með sólann á undan. Butland komst í boltann á undan André Ayew og náði að bjarga sér þótt að margir hafi nú sett spurningamerki við lögmæti tæklingarinnar. Jonjo Shelvey fékk gott tækifæri til að jafna metin á 58. mínútu en skot hans fór undir Jack Butland markvörð og í innanverða stöngina og út. Skömmu síðar skipti Garry Monk Gylfa Þór inn á fyrir Modou Barrow. Austurríkismaðurinn Marko Arnautovic fékk mjög gott færi til að auka muninn á 68. mínútu og aðeins rúmri mínútu síðar átti Gylfi frábært skot sem fór rétt framhjá samskeytunum. Swansea náði ekki að ógna marki Stoke nægilega mikið á lokamínútunum og varð að sætta sig við súrt tap á heimavelli. Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira
Garry Monk var með íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson á varamannabekknum þegar Swansea City tapaði 1-0 á heimavelli á móti Stoke í lokaleik níundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Gylfi var búinn að vera í byrjunarliðinu í átta fyrstu leikjum Swansea en það fór ekki milli mála að Swansea saknaði hans í fyrsta klukkutíma leiksins. Bojan skoraði eina markið úr vítaspyrnu strax á fjórðu mínútu leiksins og tryggði Stoke þar með þriðja deildarsigur sinn í röð. Swansea City byrjaði tímabilið vel en hefur nú aðeins náð í samtals tvö stig út úr síðustu fimm leikjum sínum. Gylfi Þór Sigurðsson átti ágæta innkomu í lið Swansea síðustu þrjátíu mínútur leiksins og átti meðal annars frábært skot rétt framhjá marki Stoke en velska liðinu tókst ekki að ná inn jöfnunarmarki og varð að sætta sig við tap. Spánverjinn Bojan fiskaði vítaspyrnu á Ashley Williams strax á fjórðu mínútu leiksins og skoraði sjálfur af öryggi úr spyrnunni. Swansea átti mjög slakan fyrri hálfleik en þrátt fyrir það var Stoke-liðið ekki að skapa mikið eftir markið. Jack Butland, markvörður Stoke, slapp með skrekkinn á 19. mínútu eftir að hafa misst boltann klaufalega frá sér og renndi sér síðan í hann með sólann á undan. Butland komst í boltann á undan André Ayew og náði að bjarga sér þótt að margir hafi nú sett spurningamerki við lögmæti tæklingarinnar. Jonjo Shelvey fékk gott tækifæri til að jafna metin á 58. mínútu en skot hans fór undir Jack Butland markvörð og í innanverða stöngina og út. Skömmu síðar skipti Garry Monk Gylfa Þór inn á fyrir Modou Barrow. Austurríkismaðurinn Marko Arnautovic fékk mjög gott færi til að auka muninn á 68. mínútu og aðeins rúmri mínútu síðar átti Gylfi frábært skot sem fór rétt framhjá samskeytunum. Swansea náði ekki að ógna marki Stoke nægilega mikið á lokamínútunum og varð að sætta sig við súrt tap á heimavelli.
Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira