Erlent

Sameinuðu þjóðirnar: 700 þúsund flóttamenn til Evrópu á næsta ári

Atli Ísleifsson skrifar
Gangi spá stofnunarinnar eftir myndu 1,4 milljónir flóttamanna koma til Evrópu á þessu ári og því næsta.
Gangi spá stofnunarinnar eftir myndu 1,4 milljónir flóttamanna koma til Evrópu á þessu ári og því næsta. Vísir/AFP
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að 700 þúsund manns muni flýja til Evrópu um Miðjarðarhaf á næsta ári.

Um mikla aukningu er að ræða frá fyrri spá stofnunarinnar sem birt var fyrir mánuði. Þá var gert ráð fyrir um 400 þúsund flóttamönnum.

Gangi spá stofnunarinnar eftir myndu 1,4 milljónir flóttamanna koma til Evrópu á þessu ári og því næsta. Stofnunin varar þó við að mögulegt sé að fjöldinn fyrir næsta ár komi enn til með að hækka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×