Innlent

Gerðu athugasemdir við dýravelferð á 340 býlum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá svínabúi á Íslandi.
Frá svínabúi á Íslandi. vísir/auðunn
Matvælastofnun (MAST) hefur sent frá sér tilkynningu vegna þess sem kom fram í tilkynningu frá Bændasamtökunum í gær.

Þar var því haldið fram að á rúmlega 94 prósentum búa á Íslandi hafi MAST ekki gert athugasemdir vegna dýravelferðar. Var vísað í ársskýrslu stofnunarinnar en samkvæmt tilkynningu frá MAST var aðeins tilgreint í skýrslunni sá fjöldi býla þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir. Það var gert á 47 búum sem gera 5,6 prósent af heildarfjölda skráðra búa.

Alls voru athugasemdir varðandi dýravelferð gerðar á 340 býlum sem er 40 prósent af heildarfjölda skráðra búa.

Tilkynningu MAST má sjá í heild sinni hér:

Í tilkynningu frá Bændasamtökunum

„Í ársskýrslu Matvælastofnunar 2014 þar sem fjallað er um eftirlit kemur fram að 832 bú í frumframleiðslu hafi verið heimsótt. Alvarlegar athugasemdir um dýravelferð voru gerðar við 47 bú eða 5,6%. Annarskonar alvarlegar athugasemdir voru gerðar við sjö bú til viðbótar. Á rúmlega 94% búa voru því ekki gerðar athugasemdir. Þó svo að hlutfall þeirra búa sem ekki voru gerðar athugasemdir við sé mjög hátt, er það alltaf óásættanlegt þegar að meðferð dýra er ekki fullnægjandi.“

Leiðrétting frá Matvælastofnun:

Fram hefur komið í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands þegar þeir vitna í ársskýrslu Matvælastofnunar og tilgreina að alvarlegar athugasemdir hafi verið gerðar við dýravelferð á 47 búum eða 5,6%. Í framhaldi draga Bændasamtökin þá ályktun að þá hafi ekki verið gerðar athugasemdir á rúmlega 94% búa. Þessi ályktun Bændasamtakanna er hinsvegar ekki rétt, því í ársskýrslu Matvælastofnunar var bara dregin fram sá fjöldi býla þar sem alvarlegar athugasemdir höfðu verið gerðar við dýravelferð, en ekki tilgreint hversu mörg býli hefðu fengið athugasemdir eða frávik. Hið rétta er að frávik hvað varðar dýravelferð voru skráð á um 40% búanna (340 býli) og þar af alvarleg frávik á 14% (47) af þeim, eða 5,6% af heildarfjölda skráðra búa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×