Veiddu kvígu úr haughúsi: „Þakka fyrir að norska kynið er ekki komið hingað“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. október 2015 22:37 Bönd og talía voru nýtt til að veiða kvíguna úr skítnum. myndir/landsbjörg „Ég þakka bara fyrir að það er ekki búið að flytja norska kynið inn,“ segir Gunnar Örn Jakobsson formaður Björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga. Liðsmenn hennar lentu í því í fyrradag að þurfa að draga kvígu upp úr haughúsi á bænum Búrfelli. Atvikið átti sér stað skömmu eftir mjaltir en kvígan spyrnti upp grind í flórnum og féll niður í haughúsið. Bóndinn náði að bregða múl á hana og halda við hana en þurfti að kalla á aðstoð til að veiða hana upp úr. „Við gengum bara í þetta að koma böndum á hana og utan um hana. Við náðum að lyfta henni aðeins upp og náðum þá að koma böndunum undir hana. Í kjölfarið nýttum við talíu og handafl til að ná kvígunni upp úr,“ segir Gunnar. Fullorðin kýr getur vegið nærri hálfu tonni en hann giskar á að kvígan hafi verið hátt í 400 kílógrömm. Kvígan var nokkuð þrekin er hún kom upp úr mykjunni enda hafði hún þurft að troða marvaðann til að koma í veg fyrir að hún færi á kaf. Skömmu eftir að hún var komin upp úr var hún hins vegar komin í heyið á nýjan leik og öll að koma til. „Við komum með flotgalla með okkur en þurftum ekki að nota hann. Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem við lendum í svona atviki, ég man allavega eftir þremur öðrum tilvikum. Í eitt skiptið fóru fleiri en ein niður og við urðum að hleypa skítnum úr haughúsinu og svo komu kýrnar bara fljótandi með drullunni út,“ segir Gunnar og hlær. „Við viljum samt helst ekki safna í þennan reynslubanka.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
„Ég þakka bara fyrir að það er ekki búið að flytja norska kynið inn,“ segir Gunnar Örn Jakobsson formaður Björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga. Liðsmenn hennar lentu í því í fyrradag að þurfa að draga kvígu upp úr haughúsi á bænum Búrfelli. Atvikið átti sér stað skömmu eftir mjaltir en kvígan spyrnti upp grind í flórnum og féll niður í haughúsið. Bóndinn náði að bregða múl á hana og halda við hana en þurfti að kalla á aðstoð til að veiða hana upp úr. „Við gengum bara í þetta að koma böndum á hana og utan um hana. Við náðum að lyfta henni aðeins upp og náðum þá að koma böndunum undir hana. Í kjölfarið nýttum við talíu og handafl til að ná kvígunni upp úr,“ segir Gunnar. Fullorðin kýr getur vegið nærri hálfu tonni en hann giskar á að kvígan hafi verið hátt í 400 kílógrömm. Kvígan var nokkuð þrekin er hún kom upp úr mykjunni enda hafði hún þurft að troða marvaðann til að koma í veg fyrir að hún færi á kaf. Skömmu eftir að hún var komin upp úr var hún hins vegar komin í heyið á nýjan leik og öll að koma til. „Við komum með flotgalla með okkur en þurftum ekki að nota hann. Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem við lendum í svona atviki, ég man allavega eftir þremur öðrum tilvikum. Í eitt skiptið fóru fleiri en ein niður og við urðum að hleypa skítnum úr haughúsinu og svo komu kýrnar bara fljótandi með drullunni út,“ segir Gunnar og hlær. „Við viljum samt helst ekki safna í þennan reynslubanka.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira