Veiddu kvígu úr haughúsi: „Þakka fyrir að norska kynið er ekki komið hingað“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. október 2015 22:37 Bönd og talía voru nýtt til að veiða kvíguna úr skítnum. myndir/landsbjörg „Ég þakka bara fyrir að það er ekki búið að flytja norska kynið inn,“ segir Gunnar Örn Jakobsson formaður Björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga. Liðsmenn hennar lentu í því í fyrradag að þurfa að draga kvígu upp úr haughúsi á bænum Búrfelli. Atvikið átti sér stað skömmu eftir mjaltir en kvígan spyrnti upp grind í flórnum og féll niður í haughúsið. Bóndinn náði að bregða múl á hana og halda við hana en þurfti að kalla á aðstoð til að veiða hana upp úr. „Við gengum bara í þetta að koma böndum á hana og utan um hana. Við náðum að lyfta henni aðeins upp og náðum þá að koma böndunum undir hana. Í kjölfarið nýttum við talíu og handafl til að ná kvígunni upp úr,“ segir Gunnar. Fullorðin kýr getur vegið nærri hálfu tonni en hann giskar á að kvígan hafi verið hátt í 400 kílógrömm. Kvígan var nokkuð þrekin er hún kom upp úr mykjunni enda hafði hún þurft að troða marvaðann til að koma í veg fyrir að hún færi á kaf. Skömmu eftir að hún var komin upp úr var hún hins vegar komin í heyið á nýjan leik og öll að koma til. „Við komum með flotgalla með okkur en þurftum ekki að nota hann. Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem við lendum í svona atviki, ég man allavega eftir þremur öðrum tilvikum. Í eitt skiptið fóru fleiri en ein niður og við urðum að hleypa skítnum úr haughúsinu og svo komu kýrnar bara fljótandi með drullunni út,“ segir Gunnar og hlær. „Við viljum samt helst ekki safna í þennan reynslubanka.“ Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
„Ég þakka bara fyrir að það er ekki búið að flytja norska kynið inn,“ segir Gunnar Örn Jakobsson formaður Björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga. Liðsmenn hennar lentu í því í fyrradag að þurfa að draga kvígu upp úr haughúsi á bænum Búrfelli. Atvikið átti sér stað skömmu eftir mjaltir en kvígan spyrnti upp grind í flórnum og féll niður í haughúsið. Bóndinn náði að bregða múl á hana og halda við hana en þurfti að kalla á aðstoð til að veiða hana upp úr. „Við gengum bara í þetta að koma böndum á hana og utan um hana. Við náðum að lyfta henni aðeins upp og náðum þá að koma böndunum undir hana. Í kjölfarið nýttum við talíu og handafl til að ná kvígunni upp úr,“ segir Gunnar. Fullorðin kýr getur vegið nærri hálfu tonni en hann giskar á að kvígan hafi verið hátt í 400 kílógrömm. Kvígan var nokkuð þrekin er hún kom upp úr mykjunni enda hafði hún þurft að troða marvaðann til að koma í veg fyrir að hún færi á kaf. Skömmu eftir að hún var komin upp úr var hún hins vegar komin í heyið á nýjan leik og öll að koma til. „Við komum með flotgalla með okkur en þurftum ekki að nota hann. Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem við lendum í svona atviki, ég man allavega eftir þremur öðrum tilvikum. Í eitt skiptið fóru fleiri en ein niður og við urðum að hleypa skítnum úr haughúsinu og svo komu kýrnar bara fljótandi með drullunni út,“ segir Gunnar og hlær. „Við viljum samt helst ekki safna í þennan reynslubanka.“
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira