Íslenski boltinn

Milos framlengdi til tveggja ára í Víkinni | Helgi verður áfram aðstoðarþjálfari

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Milos ásamt Helga á Samsung-vellinum í sumar.
Milos ásamt Helga á Samsung-vellinum í sumar. Vísir/Ernir
Milos Vilojevic komst í dag að samkomulagi við Víking um tveggja ára framlengingu á samningi hans sem þjálfari meistaraflokks Víkings. Þetta kom fram í tilkynningu frá Víking í kvöld.

Milos verður því áfram þjálfari Víkings næstu tvö árin en honum til aðstoðar verður Helgi Sigurðsson, fyrrum leikmaður félagsins.

Milos var ásamt Ólafi Þórðarsyni þjálfari liðsins framan af sumri en eftir að Ólafi var sagt upp störfum tók Milos við liðinu upp á eigin spýtur. Undir stjórn Milosar og Helga lék liðið sex leiki í röð án taps.

Víkingur situr í 9. sæti Pepsi-deildarinnar þegar ein umferðir er eftir en þeir geta enn skotist upp í 7. sæti takist þeim að sigra KR á morgun ásamt því að önnur úrslit falli þeim í hag.

Tilkynninguna má lesa hér fyrir neðan

Knattspyrnudeild Víkings og Milos Milojevic hafa framlengt samning um þjálfun meistaraflokks Víkings. Milos verður því þjálfari Víkings næstu tvö árin. Helgi Sigurðsson, fyrrum leikmaður félagsins, hefur einnig verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari.

Undir stjórn Milosar og Helga í sumar tryggði félagið áframhaldandi veru sína í úrvaldsdeild á næsta ári og mun Víkingur því leika í Pepsideildinni þriðja árið í röð.

Stjórn Knattspyrnudeildar Víkings lýsir yfir ánægju með að Milos og Helgi verði áfram með liðið og óskar þeim velfarnaðar á næsta keppnistímabili




Fleiri fréttir

Sjá meira


×