Vinin í rauðu eyðimörkinni 4. október 2015 12:00 Grenjandi hlíðar Mars. Rákirnar myndast út frá árstíðabundnu flæði vatns á yfirborðinu. Mynd/NASA/JPL Hugmyndir um Mars sem vota og lífvænlega veröld ná hundruð ára aftur í tímann. Bandaríski stjörnufræðingurinn Percival Lowell var atkvæðamikill í þessum misráðnu vísindum. Hann taldi sig sjá mikilfenglega áveituskurði á plánetunni árið 1877. Kenningar hans vöktu mikla athygli og voru líklega á allra vörum á Seyðisfirði föstudaginn 20. nóvember 1896. „Það fjarar seint út á Mars, og höf og flóar verða að ákaflega stórum mýrarflákum, þar sem mikill jurtagróður þýtur upp.“ Þetta ritaði blaðamaður hjá tímaritinu Austra á Seyðisfirði árið 1896 í umfjöllun sinni um kenningar Lowells. Tæplega 120 árum eftir að heimastjórnarmenn á Austra fræddu Seyðfirðinga um rauðu paradísina höfum við nú traustar vísbendingar um að vatn í fljótandi formi sé að finna á yfirborði Mars.Grunsemdir staðfestar Vísindamenn NASA tilkynntu í vikunni að hægt væri að rekja dökkar rákir í hlíðum Mars til vatns í vökvaformi. Gögn frá gervitunglum á sporbraut um Mars sýna fram á tengsl þeirra við saltútfellingar í fjallshlíðum, sem er möguleg ástæða fyrir því að rakinn gufar ekki upp í þunnum lofthjúpi plánetunnar. Þetta er ekki raki sambærilegur þeim sem Mars státaði af fyrir örfáum milljörðum ára, ár, stöðuvötn og jafnvel úthöf, heldur litlir blettir af rökum jarðvegi. Þetta er vatn í litlu magni en vísindamenn hafa komið auga á þúsundir sambærilegra ráka og aðeins agnarsmár hluti plánetunnar hefur verið kannaður af slíkri nákvæmni. Tilgátan varð til seint á tíunda áratugnum þegar ítarlegar myndir bárust af rákunum. Vísindamenn grunaði fljótt að rekja mætti fyrirbærið til vatns. Ekki ósvipað því þegar steinsteypa blotnar í rigningu.Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Vísir/VilhelmStaksteinar vísa veginn Tilkynning NASA var alls ekki sláandi enda hefur vísindamenn lengi grunað að vatn í vökvaformi væri að finna á plánetunni við ákveðnar aðstæður. Jafnframt hefur ekkert verið sannað í þessum efnum. Aðeins traustar vísbendingar kynntar og rökrétt tilgáta staðfest. Og margir ypptu öxlum: „Vatns á Mars, enn eina ferðina.“ Uppgötvanir í vísindum eru sjaldgæfar. Hin vísindalega aðferð krefst tíma, endurtekninga og þolinmæði. Sérstaklega þegar athugunin á sér stað í 140 milljóna kílómetra fjarlægð. Enginn kallaði „eureka!“ þegar rákirnar reyndust vera vatn. Þúsundir vísindamanna og verkfræðinga eiga heiðurinn af uppgötvuninni. Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, hóf störf hjá NASA 1997 og stýrði þróun hugbúnaðar fyrir vitjeppana Spirit og Opportunity sem lentu á Mars 2004. Vitjepparnir eru í góðum hópi vísindatækja sem ýmist eru á sporbraut um Mars eða á yfirborði plánetunnar og hjálpuðu vísindamönnum að finna vatnið. „Þetta gæti hreinlega ekki verið betra,“ segir Ari. Margt bendir til að líf leynist á Mars. En uppgötvanir eiga sér stað í áföngum og leitin að lífi snýst í raun um leitina að vatni. Núna, þegar litrófsgreinar hafa greint efnasambönd vatnsins, er í raun búið að útiloka alla aðra möguleika. „Þetta er eiginlega orðið skothelt. Það er fljótandi vatn á Mars undir ákveðnum kringumstæðum og það er betri útkoma en við hefðum getað vonast eftir þegar við byrjuðum á þessu.“Marsneskur pækill Vatnið á Mars er gríðarlega salt. Það væri í raun ágætis hálkuvörn ef Vegagerðin treystir sér í útboð. Slík er seltan að líffræðingar NASA telja ólíklegt að líf geti þrifist í vatninu. En vatn er hið fullkomna leysiefni, forsenda lífs eins og við þekkjum það og tilvist þess í vökvaformi á annarri plánetu er vafalaust ein besta vísbending um framandi líf sem við höfum komist í tæri við. Vandamálið er að vitjepparnir á Mars munu aldrei kanna vatnið, enda er töluverð hætta á að jarðneskar örverur mengi sýnin. Finnist líf á Mars í dag verður erfitt að sanna að um frumbyggja Mars sé að ræða. Fleiri leiðangra þarf til að leysa þetta vandamál – og meira fjármagn. Þegar Ari hóf störf hjá NASA var könnun Mars áætlun sem náði áratugi fram í tímann. Hann segir að kúvending hafi átt sér stað hjá NASA í stjórnartíð George Bush jr. og skyndilega varð markmiðið að koma fólki aftur út í geim. Mannaðar geimferðir og frekari könnun sólkerfisins er mikilvægt að mati Ara. „Það er mikið í sólkerfinu sem við þurfum að kanna og fólk er svo brothætt,“ segir Ari og hlær. „Mikla tækni þarf til að halda lífi í svo viðkvæmum lífverum út í geimnum. En eitt af því sem tengir þetta saman – mannaðar ferðir til Mars og könnun – er að þetta verður ekki átaksverkefni eins og tunglferðirnar. Við þurfum að vanda okkur.“ Þannig getur þekking á vatnsflæði og ís á Mars skipt sköpum fyrir fyrstu Marsfarana. Þar sem áfangar í könnun raðast saman og opna dyrnar fyrir mönnuðum ferðum um sólkerfið. Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira
Hugmyndir um Mars sem vota og lífvænlega veröld ná hundruð ára aftur í tímann. Bandaríski stjörnufræðingurinn Percival Lowell var atkvæðamikill í þessum misráðnu vísindum. Hann taldi sig sjá mikilfenglega áveituskurði á plánetunni árið 1877. Kenningar hans vöktu mikla athygli og voru líklega á allra vörum á Seyðisfirði föstudaginn 20. nóvember 1896. „Það fjarar seint út á Mars, og höf og flóar verða að ákaflega stórum mýrarflákum, þar sem mikill jurtagróður þýtur upp.“ Þetta ritaði blaðamaður hjá tímaritinu Austra á Seyðisfirði árið 1896 í umfjöllun sinni um kenningar Lowells. Tæplega 120 árum eftir að heimastjórnarmenn á Austra fræddu Seyðfirðinga um rauðu paradísina höfum við nú traustar vísbendingar um að vatn í fljótandi formi sé að finna á yfirborði Mars.Grunsemdir staðfestar Vísindamenn NASA tilkynntu í vikunni að hægt væri að rekja dökkar rákir í hlíðum Mars til vatns í vökvaformi. Gögn frá gervitunglum á sporbraut um Mars sýna fram á tengsl þeirra við saltútfellingar í fjallshlíðum, sem er möguleg ástæða fyrir því að rakinn gufar ekki upp í þunnum lofthjúpi plánetunnar. Þetta er ekki raki sambærilegur þeim sem Mars státaði af fyrir örfáum milljörðum ára, ár, stöðuvötn og jafnvel úthöf, heldur litlir blettir af rökum jarðvegi. Þetta er vatn í litlu magni en vísindamenn hafa komið auga á þúsundir sambærilegra ráka og aðeins agnarsmár hluti plánetunnar hefur verið kannaður af slíkri nákvæmni. Tilgátan varð til seint á tíunda áratugnum þegar ítarlegar myndir bárust af rákunum. Vísindamenn grunaði fljótt að rekja mætti fyrirbærið til vatns. Ekki ósvipað því þegar steinsteypa blotnar í rigningu.Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Vísir/VilhelmStaksteinar vísa veginn Tilkynning NASA var alls ekki sláandi enda hefur vísindamenn lengi grunað að vatn í vökvaformi væri að finna á plánetunni við ákveðnar aðstæður. Jafnframt hefur ekkert verið sannað í þessum efnum. Aðeins traustar vísbendingar kynntar og rökrétt tilgáta staðfest. Og margir ypptu öxlum: „Vatns á Mars, enn eina ferðina.“ Uppgötvanir í vísindum eru sjaldgæfar. Hin vísindalega aðferð krefst tíma, endurtekninga og þolinmæði. Sérstaklega þegar athugunin á sér stað í 140 milljóna kílómetra fjarlægð. Enginn kallaði „eureka!“ þegar rákirnar reyndust vera vatn. Þúsundir vísindamanna og verkfræðinga eiga heiðurinn af uppgötvuninni. Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, hóf störf hjá NASA 1997 og stýrði þróun hugbúnaðar fyrir vitjeppana Spirit og Opportunity sem lentu á Mars 2004. Vitjepparnir eru í góðum hópi vísindatækja sem ýmist eru á sporbraut um Mars eða á yfirborði plánetunnar og hjálpuðu vísindamönnum að finna vatnið. „Þetta gæti hreinlega ekki verið betra,“ segir Ari. Margt bendir til að líf leynist á Mars. En uppgötvanir eiga sér stað í áföngum og leitin að lífi snýst í raun um leitina að vatni. Núna, þegar litrófsgreinar hafa greint efnasambönd vatnsins, er í raun búið að útiloka alla aðra möguleika. „Þetta er eiginlega orðið skothelt. Það er fljótandi vatn á Mars undir ákveðnum kringumstæðum og það er betri útkoma en við hefðum getað vonast eftir þegar við byrjuðum á þessu.“Marsneskur pækill Vatnið á Mars er gríðarlega salt. Það væri í raun ágætis hálkuvörn ef Vegagerðin treystir sér í útboð. Slík er seltan að líffræðingar NASA telja ólíklegt að líf geti þrifist í vatninu. En vatn er hið fullkomna leysiefni, forsenda lífs eins og við þekkjum það og tilvist þess í vökvaformi á annarri plánetu er vafalaust ein besta vísbending um framandi líf sem við höfum komist í tæri við. Vandamálið er að vitjepparnir á Mars munu aldrei kanna vatnið, enda er töluverð hætta á að jarðneskar örverur mengi sýnin. Finnist líf á Mars í dag verður erfitt að sanna að um frumbyggja Mars sé að ræða. Fleiri leiðangra þarf til að leysa þetta vandamál – og meira fjármagn. Þegar Ari hóf störf hjá NASA var könnun Mars áætlun sem náði áratugi fram í tímann. Hann segir að kúvending hafi átt sér stað hjá NASA í stjórnartíð George Bush jr. og skyndilega varð markmiðið að koma fólki aftur út í geim. Mannaðar geimferðir og frekari könnun sólkerfisins er mikilvægt að mati Ara. „Það er mikið í sólkerfinu sem við þurfum að kanna og fólk er svo brothætt,“ segir Ari og hlær. „Mikla tækni þarf til að halda lífi í svo viðkvæmum lífverum út í geimnum. En eitt af því sem tengir þetta saman – mannaðar ferðir til Mars og könnun – er að þetta verður ekki átaksverkefni eins og tunglferðirnar. Við þurfum að vanda okkur.“ Þannig getur þekking á vatnsflæði og ís á Mars skipt sköpum fyrir fyrstu Marsfarana. Þar sem áfangar í könnun raðast saman og opna dyrnar fyrir mönnuðum ferðum um sólkerfið.
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira