Skammar þingmenn fyrir að leggja í leyfisleysi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 6. október 2015 14:27 Heiða Kristín Helgadóttir. vísir/stefán Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir ótækt að þingið marki sér stefnu um að leggja áherslu á aðra samgöngumáta en einkabílinn, en fylgi henni ekki eftir. Nú séu þingmenn og starfsmenn þingsins farnir að nýta uppbyggingarreitinn við Vonarstræti undir bílastæði, í algjöru leyfisleysi og óþökk borgaryfirvalda. „Fyrir mér horfandi á þetta svæði utan frá, ef ég vissi ekki betur, þá væri ég ekki viss hvort hér færi fram lagasetning fyrir landið allt og því til heilla eða bílasala. Það er óásættanlegt og fyrir utan allt þetta þá er nýting á þessu svæði með öllu óheimil,“ sagði Heiða Kristín í störfum þingsins í dag. Hún sagði að um algjört hugsunarleysi væri að ræða og hvatti þingheim til nýta sér annars konar samgöngumáta. „Í þessu samhengi er rétt að taka fram að ég er ekki að segja að einkabílinn megi ekki nota, hann er vissulega ágætur í mörgu en hann er ekki það eina sem býðst. Eigi að taka þeim lögum sem hér eru sett og stefnum sem hér eru markaðar trúanlega verðum við að ganga á undan með góðu fordæmi. Rannsóknir og dæmi hafa marg sannað að eftir því sem infrastrúktúr fyrir bíla eykst fjölgar bílum. Það að leggja undir sig þetta landsvæði fyrir bílastæði þýðir ekkert annað en að þeim sem kom hingað á bílum til vinnu fjölgar. Það er ekki góð þróun,“ sagði Heiða Kristín. Starfsfólk hefði ekki heimild til að leggja á þessu svæði og að það eitt og sér ætti að vera næg ástæða til að nýta þau bílastæði sem það hafi heimild til að nota, sem séu níutíu og sex talsins. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir ótækt að þingið marki sér stefnu um að leggja áherslu á aðra samgöngumáta en einkabílinn, en fylgi henni ekki eftir. Nú séu þingmenn og starfsmenn þingsins farnir að nýta uppbyggingarreitinn við Vonarstræti undir bílastæði, í algjöru leyfisleysi og óþökk borgaryfirvalda. „Fyrir mér horfandi á þetta svæði utan frá, ef ég vissi ekki betur, þá væri ég ekki viss hvort hér færi fram lagasetning fyrir landið allt og því til heilla eða bílasala. Það er óásættanlegt og fyrir utan allt þetta þá er nýting á þessu svæði með öllu óheimil,“ sagði Heiða Kristín í störfum þingsins í dag. Hún sagði að um algjört hugsunarleysi væri að ræða og hvatti þingheim til nýta sér annars konar samgöngumáta. „Í þessu samhengi er rétt að taka fram að ég er ekki að segja að einkabílinn megi ekki nota, hann er vissulega ágætur í mörgu en hann er ekki það eina sem býðst. Eigi að taka þeim lögum sem hér eru sett og stefnum sem hér eru markaðar trúanlega verðum við að ganga á undan með góðu fordæmi. Rannsóknir og dæmi hafa marg sannað að eftir því sem infrastrúktúr fyrir bíla eykst fjölgar bílum. Það að leggja undir sig þetta landsvæði fyrir bílastæði þýðir ekkert annað en að þeim sem kom hingað á bílum til vinnu fjölgar. Það er ekki góð þróun,“ sagði Heiða Kristín. Starfsfólk hefði ekki heimild til að leggja á þessu svæði og að það eitt og sér ætti að vera næg ástæða til að nýta þau bílastæði sem það hafi heimild til að nota, sem séu níutíu og sex talsins.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira