Hætti að reykja og skoðar nú heiminn Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. október 2015 20:00 Sigrún Birna í dag með 325 þúsund krónur sem hún ætlar sér að nýta í Danmerkurferð með fjölskyldunni. Mynd/Getty/Sigrún Birna Frá því að Húsvíkingurinn Sigrún Birna Árnadóttir sagði skilið við reykingar í október árið 2013 hefur hún lagt mánaðarlega til hliðar andvirði eins sígarettupakka á dag. Nú, tveimur árum síðar, fagnar hún því að hafa á þeim tíma safnað um 840 þúsund krónum. Peninginn hefur hún notað til að fjármagna þrjár utanlandsferðir. Hún segist hafa reykt öðru hvoru frá fimmtán ára aldri en skömmu áður en hún hætti var hún farin að reykja um 18 til 20 sígarettur á dag. Mánaðarlegur kostnaður við reykingarnar var þá á fjórða tug þúsund króna. „Ég hélt að ég myndi aldrei hætta að reykja en á sama tíma var maður hræddur við reykingarnar. Með hverri sígarettunni var maður jú að stytta lífið,“ segir Sigrún Birna í samtali við Vísi. Hefur fylgst með seðlunum safnast upp Sigrún ákvað í október 2013 að taka þátt í hinum svokallaða meistaramánuði en þá setja Íslendingar sér margvísleg markmið og reyna að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Í tilviki Sigrúnar var það að hætta að reykja sem hún gerði með aðstoð lyfsins Champix. „Maður reykir með lyfinu í einhverja tíu dag og sígaretturnar verða sífellt verri og verri á bragðið. Maður hættir að geta notið þess að reykja og að lokum getur maður ekkert reykt meir. Þannig að ég hætti bara og hef ekkert reykt síðan,“ segir Sigrún. Síðan þá hefur hún tekið út 35 þúsund krónur í hverjum mánuði og sett í peningaskáp sem hún er með heima hjá sér. „Þannig hef ég getað fylgst með því hvernig peningarnar hafa safnast upp,“ segir Sigrún sem hefur sem fyrr segir notað féð til að bregða undir sig betri fætinum.MONT STATUS :) JÁ OG KANSKI BARA HVATNINGAR STATUS LÍKA :)Í dag 18 okt er liðið 1 ár síðan ég hætti að brenna peninga...Posted by Sigrún Birna Árnadóttir on Saturday, 18 October 2014Á síðastliðnum tveimur árum hefur hún farið til Frakklands og Lundúna og á næstu dögum munu hún og fjölskylda hennar halda til Danmerkur. „Ég hlakka til að standa inni í H&M og hugsa: „Einn sígarettupakki hér“ best að kaupa þennan bol og þessar buxur. Þetta er rosalega gaman,“ segir Sigrún. Ilmvatnið endist allan daginnEiginmaður hennar hefur nú einnig tekið upp eftir konu sinni og leggur sömuleiðis til hliðar 35 þúsund krónur í hverjum mánuði. „Hann hætti fyrir fjórum árum en við reyktum samt fyrir um 70 þúsund krónur á mánuði. Það má gert margt annað við þá upphæð í hverjum mánuði en að kaupa sígarettur, segir Sigrún. Hún vonar að frásögn sín fái aðra sem eru að íhuga að hætta að reykja til að láta verða af því. „Enda er algjört frelsi að vera laus við reykingarnar – svo endist ilmvatnslyktin líka allan daginn,“ segir Sigrún Birna sem andar léttar í dag. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
Frá því að Húsvíkingurinn Sigrún Birna Árnadóttir sagði skilið við reykingar í október árið 2013 hefur hún lagt mánaðarlega til hliðar andvirði eins sígarettupakka á dag. Nú, tveimur árum síðar, fagnar hún því að hafa á þeim tíma safnað um 840 þúsund krónum. Peninginn hefur hún notað til að fjármagna þrjár utanlandsferðir. Hún segist hafa reykt öðru hvoru frá fimmtán ára aldri en skömmu áður en hún hætti var hún farin að reykja um 18 til 20 sígarettur á dag. Mánaðarlegur kostnaður við reykingarnar var þá á fjórða tug þúsund króna. „Ég hélt að ég myndi aldrei hætta að reykja en á sama tíma var maður hræddur við reykingarnar. Með hverri sígarettunni var maður jú að stytta lífið,“ segir Sigrún Birna í samtali við Vísi. Hefur fylgst með seðlunum safnast upp Sigrún ákvað í október 2013 að taka þátt í hinum svokallaða meistaramánuði en þá setja Íslendingar sér margvísleg markmið og reyna að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Í tilviki Sigrúnar var það að hætta að reykja sem hún gerði með aðstoð lyfsins Champix. „Maður reykir með lyfinu í einhverja tíu dag og sígaretturnar verða sífellt verri og verri á bragðið. Maður hættir að geta notið þess að reykja og að lokum getur maður ekkert reykt meir. Þannig að ég hætti bara og hef ekkert reykt síðan,“ segir Sigrún. Síðan þá hefur hún tekið út 35 þúsund krónur í hverjum mánuði og sett í peningaskáp sem hún er með heima hjá sér. „Þannig hef ég getað fylgst með því hvernig peningarnar hafa safnast upp,“ segir Sigrún sem hefur sem fyrr segir notað féð til að bregða undir sig betri fætinum.MONT STATUS :) JÁ OG KANSKI BARA HVATNINGAR STATUS LÍKA :)Í dag 18 okt er liðið 1 ár síðan ég hætti að brenna peninga...Posted by Sigrún Birna Árnadóttir on Saturday, 18 October 2014Á síðastliðnum tveimur árum hefur hún farið til Frakklands og Lundúna og á næstu dögum munu hún og fjölskylda hennar halda til Danmerkur. „Ég hlakka til að standa inni í H&M og hugsa: „Einn sígarettupakki hér“ best að kaupa þennan bol og þessar buxur. Þetta er rosalega gaman,“ segir Sigrún. Ilmvatnið endist allan daginnEiginmaður hennar hefur nú einnig tekið upp eftir konu sinni og leggur sömuleiðis til hliðar 35 þúsund krónur í hverjum mánuði. „Hann hætti fyrir fjórum árum en við reyktum samt fyrir um 70 þúsund krónur á mánuði. Það má gert margt annað við þá upphæð í hverjum mánuði en að kaupa sígarettur, segir Sigrún. Hún vonar að frásögn sín fái aðra sem eru að íhuga að hætta að reykja til að láta verða af því. „Enda er algjört frelsi að vera laus við reykingarnar – svo endist ilmvatnslyktin líka allan daginn,“ segir Sigrún Birna sem andar léttar í dag.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira