Bóndi slóst með kústi við fálka í hænsnakofa Snærós Sindradóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Fiður var dreift um allan kofann eftir átökin við fálkann. Hann var búinn að gera sig heimakominn og vildi ekki fara. Mynd/Maríanna Hænurnar á Stórhóli í Vestur-Húnavatnssýslu fengu heldur óskemmtilega heimsókn í kofann sinn á mánudag. Fálki kom sér óboðinn inn, lokaði á eftir sér kofanum og gerði mikinn usla í margar klukkustundir. Það var sonur Maríönnu Evu Ragnarsdóttur, bónda á Stórhóli, sem fyrstur varð fálkans var. „Hann hljóp til mín og sagði að það væri haförn þarna inni. Ég sagði haförn? Nei, ertu eitthvað orðinn ruglaður. Svo ég hljóp út og kíkti og þá sat fálkinn bara og fylgdist með manni,“ segir Maríanna. Þegar kofinn var opnaður drifu eftirlifandi hænur sig út í dauðans ofboði. Ein hænan lá í valnum, en hún hafði ekkert nafn. „Það hafði greinilega gengið verulega mikið á. Það var búið að tæta hana alla, éta bringuna á henni og plokka af henni fjaðrirnar. Það voru ekkert nema fjaðrir út um allt.“Maríanna Eva Ragnarsdóttir bóndi Stórhóli Mynd/aðsendMaríanna segist hissa á því að fálkinn hafi látið sér nægja þessa einu hænu. „Haninn var inni svo það er spurning hvort hann hafi náð að verja þær eitthvað. En kannski lét hann bara þessa einu duga,“ segir Maríanna sem brá á það ráð að reyna að koma fálkanum út til að koma á friði í hænsnakofanum. „Hann ætlaði nú ekki að hafa sig út. Við vorum komin út með strákúst og reyndum að fæla hann út. Svo bara leist mér ekkert á þetta og hélt að hann ætlaði bara í okkur. Ég ákvað að við myndum bara skilja eftir opið og hann myndi flögra út sjálfur,“ segir Maríanna. Það gekk eftir og fálkinn flaug á braut. Maríanna er nýkomin heim af fæðingardeildinni með tveggja vikna gamla dóttur sína og hafði því ekki orðið vör við fálka á flugi í nágrenninu upp á síðkastið. Nokkuð hefur þó verið af smyrli á flögri í kring en fálkinn var töluvert stærri en það. „Ég hef náttúrulega fengið mink í hænsnakofann og hann hefur drepið allt sem hann hefur náð í. Þannig að mér fannst þetta bara vel sloppið,“ segir Maríanna. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Hænurnar á Stórhóli í Vestur-Húnavatnssýslu fengu heldur óskemmtilega heimsókn í kofann sinn á mánudag. Fálki kom sér óboðinn inn, lokaði á eftir sér kofanum og gerði mikinn usla í margar klukkustundir. Það var sonur Maríönnu Evu Ragnarsdóttur, bónda á Stórhóli, sem fyrstur varð fálkans var. „Hann hljóp til mín og sagði að það væri haförn þarna inni. Ég sagði haförn? Nei, ertu eitthvað orðinn ruglaður. Svo ég hljóp út og kíkti og þá sat fálkinn bara og fylgdist með manni,“ segir Maríanna. Þegar kofinn var opnaður drifu eftirlifandi hænur sig út í dauðans ofboði. Ein hænan lá í valnum, en hún hafði ekkert nafn. „Það hafði greinilega gengið verulega mikið á. Það var búið að tæta hana alla, éta bringuna á henni og plokka af henni fjaðrirnar. Það voru ekkert nema fjaðrir út um allt.“Maríanna Eva Ragnarsdóttir bóndi Stórhóli Mynd/aðsendMaríanna segist hissa á því að fálkinn hafi látið sér nægja þessa einu hænu. „Haninn var inni svo það er spurning hvort hann hafi náð að verja þær eitthvað. En kannski lét hann bara þessa einu duga,“ segir Maríanna sem brá á það ráð að reyna að koma fálkanum út til að koma á friði í hænsnakofanum. „Hann ætlaði nú ekki að hafa sig út. Við vorum komin út með strákúst og reyndum að fæla hann út. Svo bara leist mér ekkert á þetta og hélt að hann ætlaði bara í okkur. Ég ákvað að við myndum bara skilja eftir opið og hann myndi flögra út sjálfur,“ segir Maríanna. Það gekk eftir og fálkinn flaug á braut. Maríanna er nýkomin heim af fæðingardeildinni með tveggja vikna gamla dóttur sína og hafði því ekki orðið vör við fálka á flugi í nágrenninu upp á síðkastið. Nokkuð hefur þó verið af smyrli á flögri í kring en fálkinn var töluvert stærri en það. „Ég hef náttúrulega fengið mink í hænsnakofann og hann hefur drepið allt sem hann hefur náð í. Þannig að mér fannst þetta bara vel sloppið,“ segir Maríanna.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira