Ekkert tabú að vera geðsjúklingur Una Sighvatsdóttir skrifar 7. október 2015 19:00 Fjöldi fólks hefur í dag tjáð sig um eigin geðsjúkdóma á Facebook og Twitter undir merkinu #égerekkitabú. Silja Björk Björnsdóttir er ein þeirra sem ýtti þessari samfélagsbyltingu úr vör. Hún segir skömm og fordóma enn viðloðandi geðsjúkdóma. Sjálf hefur hún þjáðst af alvarlegu þunglyndi. Hún segir markmiðið með #égerekkitabú vera að brjóta bannhelgina sem umlykja geðsjúkdóma. „Við viljum endurheimta orðið geðsjúklingur þannig að fólk geti sagt með stolti, góðan daginn ég heiti Silja og ég er geðsjúklingur,“ segir Silja kankvís.Kristján Eldjárn SveinssonStöðugur kvíði og ótti Kristján Eldjárn Sveinsson er einn þeirra sem sagði sögu sína á Facebook-síðu átaksins í dag. Hann er greindur með áráttu- og þráhyggjuröskun, OCD, sem um tíma hafði mikil áhrif á hans daglega líf. „Áráttu- og þráhyggjuröskun getur verið mjög víðfeðm, en hjá mér þar þetta þannig að ég var rosalega sýklahræddur, þegar ég var verstur þá gat ég ekki snert hurðarhúna og mér fannst skólinn sýklastía eða svona gróðrastía fyrir sýkla,“ segir Kristján. Einnig varð hann mjög eldhræddur og gætti þess vandlega að slökkt væri á öllu og rafmagnstæki tekin úr sambandi áður en hann fór að sofa. „Þetta varð árátta, að fara aftur og aftur og aftur sama hringinn í húsinu til þess að gá hvort það væri slökkt á sjónvarpinu, slökkt á eldavélinni. Rosalega mikill kvíði og ótti alltaf um að eitthvað myndi gerast.“ Vegna sjúkdómsins gat Kristján varla sofið um nætur né mætt í skólann þegar verst lét. Hann fór um tíma á geðlyf, en segir hugræna atferlismeðferð hafa bjargað lífi sínu. Hinsvegar treysti hann sér aldrei til að leita á geðdeild. „Mér fannst það að fara til geðlæknis alveg hræðilegt. Og ég fór aldrei til geðlæknis, því ég upplifði það sem svo mikla skömm.“Silja Björk BjörnsdóttirEnginn mátti frétta af geðdeild Silja Björk tekur í sama streng. „Þegar ég reyndi að fremja sjálfsmorð og fór upp á geðdeild í kjölfarið af því, og var þar inni í eina og hálfa viku, þá hugsaði ég með mér þegar ég kom út: „Það má ekki nokkur lifandi maður frétta það, að ég hafi verið hérna inni. En það voru líka bara fordómarnir inni í sjálfri mér.“ Hún ákvað að taka þann pól í hæðina að segja fólki hreint út frá sjúkdómnum sem hún glímir við og segir að um leið og hún opnaði sig, og leyfði fólki að tala um það og spyrja, þá hafi allt orðið miklu auðveldara. Geðsjúkir þurfa oft að lifa með sjúkdómnum alla ævi án þess að ná fullum bata, og því skipti máli að geta rætt um það án þess að skammast sín, að sögn Silju. „Þannig að við erum að hugsa núna, bara í krafti fjöldans, hvort við getum ekki fengið alla til að opna hug og hjörtu sín fyrir fjölbreytileikanum sem er í mannkyninu.“ Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Sjá meira
Fjöldi fólks hefur í dag tjáð sig um eigin geðsjúkdóma á Facebook og Twitter undir merkinu #égerekkitabú. Silja Björk Björnsdóttir er ein þeirra sem ýtti þessari samfélagsbyltingu úr vör. Hún segir skömm og fordóma enn viðloðandi geðsjúkdóma. Sjálf hefur hún þjáðst af alvarlegu þunglyndi. Hún segir markmiðið með #égerekkitabú vera að brjóta bannhelgina sem umlykja geðsjúkdóma. „Við viljum endurheimta orðið geðsjúklingur þannig að fólk geti sagt með stolti, góðan daginn ég heiti Silja og ég er geðsjúklingur,“ segir Silja kankvís.Kristján Eldjárn SveinssonStöðugur kvíði og ótti Kristján Eldjárn Sveinsson er einn þeirra sem sagði sögu sína á Facebook-síðu átaksins í dag. Hann er greindur með áráttu- og þráhyggjuröskun, OCD, sem um tíma hafði mikil áhrif á hans daglega líf. „Áráttu- og þráhyggjuröskun getur verið mjög víðfeðm, en hjá mér þar þetta þannig að ég var rosalega sýklahræddur, þegar ég var verstur þá gat ég ekki snert hurðarhúna og mér fannst skólinn sýklastía eða svona gróðrastía fyrir sýkla,“ segir Kristján. Einnig varð hann mjög eldhræddur og gætti þess vandlega að slökkt væri á öllu og rafmagnstæki tekin úr sambandi áður en hann fór að sofa. „Þetta varð árátta, að fara aftur og aftur og aftur sama hringinn í húsinu til þess að gá hvort það væri slökkt á sjónvarpinu, slökkt á eldavélinni. Rosalega mikill kvíði og ótti alltaf um að eitthvað myndi gerast.“ Vegna sjúkdómsins gat Kristján varla sofið um nætur né mætt í skólann þegar verst lét. Hann fór um tíma á geðlyf, en segir hugræna atferlismeðferð hafa bjargað lífi sínu. Hinsvegar treysti hann sér aldrei til að leita á geðdeild. „Mér fannst það að fara til geðlæknis alveg hræðilegt. Og ég fór aldrei til geðlæknis, því ég upplifði það sem svo mikla skömm.“Silja Björk BjörnsdóttirEnginn mátti frétta af geðdeild Silja Björk tekur í sama streng. „Þegar ég reyndi að fremja sjálfsmorð og fór upp á geðdeild í kjölfarið af því, og var þar inni í eina og hálfa viku, þá hugsaði ég með mér þegar ég kom út: „Það má ekki nokkur lifandi maður frétta það, að ég hafi verið hérna inni. En það voru líka bara fordómarnir inni í sjálfri mér.“ Hún ákvað að taka þann pól í hæðina að segja fólki hreint út frá sjúkdómnum sem hún glímir við og segir að um leið og hún opnaði sig, og leyfði fólki að tala um það og spyrja, þá hafi allt orðið miklu auðveldara. Geðsjúkir þurfa oft að lifa með sjúkdómnum alla ævi án þess að ná fullum bata, og því skipti máli að geta rætt um það án þess að skammast sín, að sögn Silju. „Þannig að við erum að hugsa núna, bara í krafti fjöldans, hvort við getum ekki fengið alla til að opna hug og hjörtu sín fyrir fjölbreytileikanum sem er í mannkyninu.“
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Sjá meira