Ekkert tabú að vera geðsjúklingur Una Sighvatsdóttir skrifar 7. október 2015 19:00 Fjöldi fólks hefur í dag tjáð sig um eigin geðsjúkdóma á Facebook og Twitter undir merkinu #égerekkitabú. Silja Björk Björnsdóttir er ein þeirra sem ýtti þessari samfélagsbyltingu úr vör. Hún segir skömm og fordóma enn viðloðandi geðsjúkdóma. Sjálf hefur hún þjáðst af alvarlegu þunglyndi. Hún segir markmiðið með #égerekkitabú vera að brjóta bannhelgina sem umlykja geðsjúkdóma. „Við viljum endurheimta orðið geðsjúklingur þannig að fólk geti sagt með stolti, góðan daginn ég heiti Silja og ég er geðsjúklingur,“ segir Silja kankvís.Kristján Eldjárn SveinssonStöðugur kvíði og ótti Kristján Eldjárn Sveinsson er einn þeirra sem sagði sögu sína á Facebook-síðu átaksins í dag. Hann er greindur með áráttu- og þráhyggjuröskun, OCD, sem um tíma hafði mikil áhrif á hans daglega líf. „Áráttu- og þráhyggjuröskun getur verið mjög víðfeðm, en hjá mér þar þetta þannig að ég var rosalega sýklahræddur, þegar ég var verstur þá gat ég ekki snert hurðarhúna og mér fannst skólinn sýklastía eða svona gróðrastía fyrir sýkla,“ segir Kristján. Einnig varð hann mjög eldhræddur og gætti þess vandlega að slökkt væri á öllu og rafmagnstæki tekin úr sambandi áður en hann fór að sofa. „Þetta varð árátta, að fara aftur og aftur og aftur sama hringinn í húsinu til þess að gá hvort það væri slökkt á sjónvarpinu, slökkt á eldavélinni. Rosalega mikill kvíði og ótti alltaf um að eitthvað myndi gerast.“ Vegna sjúkdómsins gat Kristján varla sofið um nætur né mætt í skólann þegar verst lét. Hann fór um tíma á geðlyf, en segir hugræna atferlismeðferð hafa bjargað lífi sínu. Hinsvegar treysti hann sér aldrei til að leita á geðdeild. „Mér fannst það að fara til geðlæknis alveg hræðilegt. Og ég fór aldrei til geðlæknis, því ég upplifði það sem svo mikla skömm.“Silja Björk BjörnsdóttirEnginn mátti frétta af geðdeild Silja Björk tekur í sama streng. „Þegar ég reyndi að fremja sjálfsmorð og fór upp á geðdeild í kjölfarið af því, og var þar inni í eina og hálfa viku, þá hugsaði ég með mér þegar ég kom út: „Það má ekki nokkur lifandi maður frétta það, að ég hafi verið hérna inni. En það voru líka bara fordómarnir inni í sjálfri mér.“ Hún ákvað að taka þann pól í hæðina að segja fólki hreint út frá sjúkdómnum sem hún glímir við og segir að um leið og hún opnaði sig, og leyfði fólki að tala um það og spyrja, þá hafi allt orðið miklu auðveldara. Geðsjúkir þurfa oft að lifa með sjúkdómnum alla ævi án þess að ná fullum bata, og því skipti máli að geta rætt um það án þess að skammast sín, að sögn Silju. „Þannig að við erum að hugsa núna, bara í krafti fjöldans, hvort við getum ekki fengið alla til að opna hug og hjörtu sín fyrir fjölbreytileikanum sem er í mannkyninu.“ Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Fjöldi fólks hefur í dag tjáð sig um eigin geðsjúkdóma á Facebook og Twitter undir merkinu #égerekkitabú. Silja Björk Björnsdóttir er ein þeirra sem ýtti þessari samfélagsbyltingu úr vör. Hún segir skömm og fordóma enn viðloðandi geðsjúkdóma. Sjálf hefur hún þjáðst af alvarlegu þunglyndi. Hún segir markmiðið með #égerekkitabú vera að brjóta bannhelgina sem umlykja geðsjúkdóma. „Við viljum endurheimta orðið geðsjúklingur þannig að fólk geti sagt með stolti, góðan daginn ég heiti Silja og ég er geðsjúklingur,“ segir Silja kankvís.Kristján Eldjárn SveinssonStöðugur kvíði og ótti Kristján Eldjárn Sveinsson er einn þeirra sem sagði sögu sína á Facebook-síðu átaksins í dag. Hann er greindur með áráttu- og þráhyggjuröskun, OCD, sem um tíma hafði mikil áhrif á hans daglega líf. „Áráttu- og þráhyggjuröskun getur verið mjög víðfeðm, en hjá mér þar þetta þannig að ég var rosalega sýklahræddur, þegar ég var verstur þá gat ég ekki snert hurðarhúna og mér fannst skólinn sýklastía eða svona gróðrastía fyrir sýkla,“ segir Kristján. Einnig varð hann mjög eldhræddur og gætti þess vandlega að slökkt væri á öllu og rafmagnstæki tekin úr sambandi áður en hann fór að sofa. „Þetta varð árátta, að fara aftur og aftur og aftur sama hringinn í húsinu til þess að gá hvort það væri slökkt á sjónvarpinu, slökkt á eldavélinni. Rosalega mikill kvíði og ótti alltaf um að eitthvað myndi gerast.“ Vegna sjúkdómsins gat Kristján varla sofið um nætur né mætt í skólann þegar verst lét. Hann fór um tíma á geðlyf, en segir hugræna atferlismeðferð hafa bjargað lífi sínu. Hinsvegar treysti hann sér aldrei til að leita á geðdeild. „Mér fannst það að fara til geðlæknis alveg hræðilegt. Og ég fór aldrei til geðlæknis, því ég upplifði það sem svo mikla skömm.“Silja Björk BjörnsdóttirEnginn mátti frétta af geðdeild Silja Björk tekur í sama streng. „Þegar ég reyndi að fremja sjálfsmorð og fór upp á geðdeild í kjölfarið af því, og var þar inni í eina og hálfa viku, þá hugsaði ég með mér þegar ég kom út: „Það má ekki nokkur lifandi maður frétta það, að ég hafi verið hérna inni. En það voru líka bara fordómarnir inni í sjálfri mér.“ Hún ákvað að taka þann pól í hæðina að segja fólki hreint út frá sjúkdómnum sem hún glímir við og segir að um leið og hún opnaði sig, og leyfði fólki að tala um það og spyrja, þá hafi allt orðið miklu auðveldara. Geðsjúkir þurfa oft að lifa með sjúkdómnum alla ævi án þess að ná fullum bata, og því skipti máli að geta rætt um það án þess að skammast sín, að sögn Silju. „Þannig að við erum að hugsa núna, bara í krafti fjöldans, hvort við getum ekki fengið alla til að opna hug og hjörtu sín fyrir fjölbreytileikanum sem er í mannkyninu.“
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent