Innlent

Vegagerðin segist ekki hafa farið fram úr fjárheimildum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Segja að Ríkisendurskoðun hafi margoft gert athugasemdir við þetta við fjármálaráðuneytið vegna málsins.
Segja að Ríkisendurskoðun hafi margoft gert athugasemdir við þetta við fjármálaráðuneytið vegna málsins. vísir/pjetur
Vegagerðin segir að það sé misskilningur að stofnunin hafi farið 18,7 milljarða fram úr fjárlögum. Um bókhaldslegt atriði sé að ræða.

Stofnunin segir að framlög, sem vissulega séu á fjárlögum, vegna annarra verkefna en jarðganga séu færð sem skuld Vegagerðarinnar við ríkissjóð.

Á vef Vegagerðinnar kemur fram að Ríkisendurskoðun hafi margoft gert athugasemdir við þetta við fjármálaráðuneytið, án þess að þessu hafi verið breytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×