Innlent

Listamenn á barmi taugáfalls

Jakob Bjarnar skrifar
Bryndís er ein þeirra listamanna sem fór inn á vef Rannís áðan til að uppgötva sér til hrellingar að hann lá niðri.
Bryndís er ein þeirra listamanna sem fór inn á vef Rannís áðan til að uppgötva sér til hrellingar að hann lá niðri. visir/stefán
Vefur Rannís, þar sem tekið er við umsóknum um listamannalaun, datt tímabundið út í dag, listamönnum til mikillar hrellingar. Í dag rennur út umsóknarfrestur, þeir sem vilja sækja um listamannalaun hafa til þess frest til klukkan 17:00 í dag. Línurnar hjá Rannís voru rauðglóandi.

Bryndís Björgvinsdóttir rithöfundur er ein margra sem listamanna sem voru á barmi taugaáfalls í dag. Hún birti svohljóðandi status, gráglettinn:

„Sækja skal um listamannalaun til klukkan 17:00 í dag. Vinsamlegast fylltu inn í formið á þessari síðu Rannís.“ Og birti mynd við þar sem sagði: „Service Temorarily Unavalable“ og með fylgdi mynd af gulum kalli sem lýsa á þeim sem er á barmi taugaáfalls (e. Feeling shocked).

Vísir fór á stúfana og hringdi í Rannís. Allar línur voru uppteknar og þegar loks fékkst samband sagði sú sem var fyrir svörum þar að það væri ekkert að vefnum núna. „Það kom tímabundið hikst áðan, fyrir einhverjum mínútum, en það er komið í lag núna.“

Sú sem var fyrir svörum hjá Rannís sagði ekkert launungarmál að talsvert álag hafi verið á símkerfinu hjá þeim. „Þegar eru stórir umsóknarfrestir eru að renna út hjá okkur, þá eru línur rauðglóandi. Þetta er viðkvæmt þegar fólk er að sækja um.“

Uppfært 16:50

Og nú fyrir skömmu var birt tilkynning á vef Rannís að umsóknarfrestur hvað varðar listamannalaun og avinnuleikhópa hafi verið framlengdur um sólarhring vegna tæknilegra vandamála. Umsóknarfrestur er til klukkan 17:00 á fimmtudag, 1. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×