Innlent

Tímamót í björgunarmálum

Vaka Hafþórsdóttir. skrifar
Kristján Maack, formaður Hjálparsveitar skáta í Kópavogi.
Kristján Maack, formaður Hjálparsveitar skáta í Kópavogi. Mynd/Stöð2
Rafnar ehf. afhenti í dag Hjálparsveit skáta í Kópavogi nýjan 10 metra leitar- og björgunarbát en um tímamót er að ræða, enda er þetta fyrsti sérsmíðaði björgunarbáturinn á Íslandi frá upphafi.



Báturinn, sem hefur hlotið nafnið Stefnir, byggir á byltingarkenndri hönnun og bátasmíði Rafnar ehf., og hefur mikla þýðingu fyrir björgunar- og leitarstarf við landið.



Kristján Maack, formaður Hjálparsveitar skáta í Kópavogi segir að báturinn sé með byltingarkenndum botni: „Þessi bátur gerir það að verkum að hann planar ekki strax, sem kallað er. Hann skellur ekki á öldunni eftir að hann er kominn á skrið heldur byrjar hann strax í þeirri stöðu sem við viljum hafa hann á þegar hann gengur hratt. Þannig að hann fer betru með mannskapinn, hann slær ekki eins mikið og aðrir hefðbundnir bátar gera.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×