Lífið

Jimmy Kimmel segir virkum í athugasemdum stríð á hendur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jimmy Kimmel er grjótharður.
Jimmy Kimmel er grjótharður. vísir
Í nýjasta þætti Jimmy Kimmel fer hann mikinn í umræðunni um orðljót tíst sem hann hefur fengið eftir fræga Matt LeBlanc atvikið á Emmy-verðlaunahátíðinni á sunnudagskvöld.

Kimmel birti mynd á Twitter þar sem Friends-leikarinn Matt LeBlanc gefur honum fingurinn útaf brandara sem hann sagði á sviðinu fyrr um kvöldið.

Kimmel grínaðist með það að LeBlanc ætti nú aldrei möguleika á því að vinna þessi verðlaun. Allt var þetta sett á svið og var myndin grín.

Kimmel fékk aftur á móti holskeflu af orðljótum tístum í sína átt eftir myndbirtinguna og tekur hann það fyrir í þættinum.

Þáttastjórnandinn bauð því Jeff Bridges, Kristen Bell og Benedict Cumberbatch í þáttinn og lásu þau öll ógeðsleg tíst sem hafa verið skrifuð um þau. Þetta mun hann gera næstu kvöld, til að sýna fólki að það sé hreinlega ekki hægt að skrifa hvað sem er á samskiptamiðlunum.

Hér að neðan má sjá ræðu Kimmel úr þættinum í gær. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.