Lífið

Nýtt myndband frá Lady Gaga: Tekur kynferðisofbeldi fyrir á áhrifaríkan hátt

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Lagy Gaga vill með myndbandinu hvetja þolendur kynferðisofbeldis til að standa saman og segja frá.
Lagy Gaga vill með myndbandinu hvetja þolendur kynferðisofbeldis til að standa saman og segja frá. vísir/getty
Söngkonan Lady Gaga gaf nýverið út nýtt tónlistarmyndband við lagið „Til it happens to you“ sem vakið hefur vægast sagt mikla athygli. Það fjallar á áhrifaríkan hátt um kynferðisofbeldi og er samið sérstaklega fyrir heimildarmyndina „The Hunting Ground“, sem fjallar um nauðganir í háskólum.

Lagy Gaga vill með myndbandinu hvetja þolendur kynferðisofbeldis til að standa saman og segja frá.

Samkvæmt nýlegri rannsókn segjast rúmlega tuttugu og þrjú prósent kvenkyns háskólanema í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og um 5,4 prósent karlkyns háskólanema. Könnunin er ein sú umfangsmesta sinnar tegundar.

Um 9,4 milljónir hafa horft á tónlistarmyndbandið á innan við viku. Það má sjá hér fyrir neðan, en vert er að vara viðkvæma við myndbandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.