Lífið

Heimagerður hreinsiskrúbbur fer misvel í íslenskar konur

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
"Ég fór að sofa og hélt að þetta myndi lagast, en þegar ég vaknaði var ég sjöfalt verri,“ segir Sjöfn Steinsen.
"Ég fór að sofa og hélt að þetta myndi lagast, en þegar ég vaknaði var ég sjöfalt verri,“ segir Sjöfn Steinsen.
Ekki virðist öruggt að nudda sítrónu- og saltvatni í andlit, ef marka má myndir sem tvær ungar íslenskar konur hafa birt á internetinu í dag. Þær höfðu fylgt ráðleggingum um hvernig losna eigi við fílapensla, en svo virðist sem þetta ráð hafi farið misilla í fólk, þ.e. húðin bregðist af ólíkum toga við meðferðinni.

„Ég nuddaði þessu í andlitið í gær og byrjaði strax að svíða og sá smá sár myndast. Ég fór að sofa og hélt að þetta myndi lagast, en þegar ég vaknaði var ég sjöfalt verri,“ segir Sjöfn Steinsen, ein þeirra sem fylgdi umræddum leiðbeiningum.

„Þetta versnar bara með hverjum klukkutímanum. Núna er komin mikil sýking í sárið og það er eiginlega bara orðið alveg gult og það vessar úr því,“ segir hún og bætir við að hún hafi þegar pantað sér tíma hjá lækni en þangað til muni hún bera græðandi á sárið.

Um var að ræða ráð sem greint var frá meðal annars á fréttavefnum Viral Thread og Vísir hafði eftir í gær. Sambærileg ráð má finna víða á internetinu ásamt öðrum ráðleggingum vegna fílapensla og bóluvandamála. Í fyrrnefndum ráðum er lagt til að fólk blandi saman sítrónu, salti og vatni og nuddi því með bómul á nef og höku.

Sjöfn fylgdi þessum ráðleggingum en birti meðfylgjandi myndir af sér á hópnum Beauty tips til að vara aðrar konur við.

Vísir hvetur fólk með alvarleg húðvandamál til að leita aðstoðar sérfræðings.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.