Bíó og sjónvarp

Sjáðu fyrsta brotið úr þáttunum Spilakvöld

Stefán Árni Pálsson skrifar

Tökur á fyrstu þáttum af Spilakvöldi með Pétri Jóhanni fóru fram síðastliðin fimmtudag og föstudag. Mikið stuð var í tökunum og skemmtu allir sér konunglega eins og sjá má í fyrstu stiklu úr þáttunum hér að ofan.

Meðal gesta í fyrstu þáttunum eru Jónsi í svörtum fötum, Hugleikur Dagsson, Þorbjörg Marínósdóttir og Jón Gnarr.

Spilakvöld er glænýr skemmtiþáttur byggður á fyrirmyndinni Hollywood Game Night sem hefur slegið í gegn undanfarin ár í Bandaríkjunum og hefur Jane Lynch stjórnandi þáttanna hlotið tvenn Emmy verðlaun fyrir þættina.

Í þáttunum keppa tvö lið með þremur frægur einstaklingum og einum óþekktum liðsstjóra hvort. Liðin safna stigum í fjölmörgum mismunandi leikjum og það lið sem stendur uppi með fleiri stig eftir fjóra leiki kemst í bónus umferð þar sem liðsstjórinn getur unnið peningaverðlaun.

Spilakvöld hefst laugardaginn 10.október á Stöð 2 kl.20:00Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.