Rækta kakó- og kaffibaunir í gróðurhúsi í Hveragerði Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 11. september 2015 07:00 Guðríður Helgadóttir segir fyrstu kakóuppskeruna væntanlega. vísir/vilhelm „Við fengum fræ af kakóplöntum fyrir þremur árum og stærsta plantan er orðin einn og hálfur metri á hæð, við vonumst til að fá kakó af henni fljótlega,“ segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum í Ölfusi. Fimm plöntur þykja vænlegar og blómstra í hitabeltisgróðurhúsi. Í gróðurhúsinu er komin góð reynsla af ræktun kaffibauna. Þar eru fimm kaffirunnar sem gefa af sér góð aldin. „Það verður góð kaffibaunauppskera í ár, einn runni gefur gul aldin og annar rauð, þetta er mjög fínt kaffi. Fyrir ári buðum við fólki að kaupa kaffi af okkur, þá gat fólk bæði keypt sér kaffibolla og tekið með sér kaffi heim. Að sjálfsögðu var þetta dýrara en kaffi úti í búð, enda er ekki mikið magn í boði en þetta vakti mikla lukku. Ég er viss um að með vaxandi ferðamannaiðnaði gæti einhver ræktað íslenskt kaffi og kakó til sölu.“ Gróðurhúsið er frægast fyrir bananaræktun sína. „Hér í Hveragerði er stærsta bananaplantekra í Evrópu, segir Guðríður. „Það er enginn svona snarbilaður eins og við Íslendingar að rækta banana á norðurhjara veraldar. Svo ræktum við litlar villiappelsínur sem eru rosalega góðar í alls konar marmelaði.“Íslenskar kaffibaunir hafa verið ræktaðar í Hveragerði um árabil.vísir/vilhelmGuðríður segir ljóst að sérframleiðsla sem þessi sé alltaf dýrari enda plássfrek. Aðrir hluti vegi þar á móti. „Við erum með okkar eigin hitaveitu þannig að við erum ekki að greiða fyrir það. Við gætum verið að rækta miklu fleiri tegundir en við gerum núna. Þetta er skemmtilegt verkefni og sögulegar minjar sem við erum að reyna að varðveita því við erum búin að rækta hitabeltisgróður í sextíu ár í Hveragerði.“ Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
„Við fengum fræ af kakóplöntum fyrir þremur árum og stærsta plantan er orðin einn og hálfur metri á hæð, við vonumst til að fá kakó af henni fljótlega,“ segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum í Ölfusi. Fimm plöntur þykja vænlegar og blómstra í hitabeltisgróðurhúsi. Í gróðurhúsinu er komin góð reynsla af ræktun kaffibauna. Þar eru fimm kaffirunnar sem gefa af sér góð aldin. „Það verður góð kaffibaunauppskera í ár, einn runni gefur gul aldin og annar rauð, þetta er mjög fínt kaffi. Fyrir ári buðum við fólki að kaupa kaffi af okkur, þá gat fólk bæði keypt sér kaffibolla og tekið með sér kaffi heim. Að sjálfsögðu var þetta dýrara en kaffi úti í búð, enda er ekki mikið magn í boði en þetta vakti mikla lukku. Ég er viss um að með vaxandi ferðamannaiðnaði gæti einhver ræktað íslenskt kaffi og kakó til sölu.“ Gróðurhúsið er frægast fyrir bananaræktun sína. „Hér í Hveragerði er stærsta bananaplantekra í Evrópu, segir Guðríður. „Það er enginn svona snarbilaður eins og við Íslendingar að rækta banana á norðurhjara veraldar. Svo ræktum við litlar villiappelsínur sem eru rosalega góðar í alls konar marmelaði.“Íslenskar kaffibaunir hafa verið ræktaðar í Hveragerði um árabil.vísir/vilhelmGuðríður segir ljóst að sérframleiðsla sem þessi sé alltaf dýrari enda plássfrek. Aðrir hluti vegi þar á móti. „Við erum með okkar eigin hitaveitu þannig að við erum ekki að greiða fyrir það. Við gætum verið að rækta miklu fleiri tegundir en við gerum núna. Þetta er skemmtilegt verkefni og sögulegar minjar sem við erum að reyna að varðveita því við erum búin að rækta hitabeltisgróður í sextíu ár í Hveragerði.“
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira