Fótbolti

Gíbraltar-menn gera stólpagrín að ræðu Wayne Rooney | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wayne Rooney fær blíðar móttökur frá Roy Hodgson.
Wayne Rooney fær blíðar móttökur frá Roy Hodgson. vísir/getty
Wayne Rooney, framherji Manchester United, fagnaði stórum áfanga í síðustu landsleikja viku. Hann skoraði seinna mark Englands í 2-0 sigri á Sviss og varð með því markahæsti leikmaðurinn í sögu enska landsliðsins.

Vítaspyrnan sem Rooney þrumaði í netið, framhjá Yann Sommer, var 50. landsliðsmark framherjans sem hefur spilað 107 leiki með enska landsliðinu síðan hann sló fyrst í gegn árið 2003.

Rooney fékk góðar viðtökur inn í klefa þar sem liðsfélagar hans klöppuðu fyrir fyrirliðanum og hélt hann tilfinningaþrungna ræðu þar sem hann þakkaði öllum fyrir.

Ræða Wayne Rooney:


Leikmenn landsliðs Gíbraltar, sem tekur nú í fyrsta sinn þátt í undankeppni EM, gerðu stólpagrín að þessum viðtökum ensku landsliðsmannanna og ræðu Wayne Rooney eftir tap sitt gegn Póllandi í byrjun vikunnar.

Gíbraltar tapaði leiknum, 8-1, en Jake Gosling, leikmaður Bristol Rovers, skoraði eina mark Gíbraltar-liðsins. Þar með var hann búinn að skora tvö mörk fyrir Gíbraltar og er því markahæstur í stuttri sögu liðsins.

Gosling fékk kaldhæðnislegar móttökur inn í klefa og bol sem búið var að krota tölustafinn tvo á. Rooney fékk landsliðstreyju með 50 á bakinu og nafni sínu.

Þetta skondna atvik má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Messi: Rooney er einstakur leikmaður

Einn besti knattspyrnumaður heims telur að Rooney sé leikmaður sem komi aðeins einusinni fram í hverri kynslóð og að hann sé sérstakur leikmaður sem setji liðið í fyrsta sæti.

Rooney sló markametið

Wayne Rooney sló markamet enska landsliðsins þegar hann skoraði seinna mark Englands í 2-0 sigri á Sviss á Wembley í E-riðli undankeppni EM 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×