Enski boltinn

Auðvelt hjá Arsenal

vísir/getty
Arsenal átti í litlum sem engum vandræðum með að leggja Stoke að velli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Theo Walcott og Oliver Giroud gerðu mörkin.

Walcott gerði fyrsta leik mark leiksins á 31. míútu þegar hann fékk magnaða sendingu inn fyrir frá Mesut Özil. Hann lagði svo boltann undir Jack Butland sem var þó magnaður í leiknum og varði og varði.

Walcott var svo skipt af velli fyrir Oliver Giroud, en hann vildi ekki vera minni maður. Giroud kom inná og skoraði með skalla eftir aukaspyrnu frá Santi Cazorla.

Lokatölur urðu 2-0 sigur Arsenal sem er með tíu stig eftir fyrstu fimm leikina. Liðið er í þriðja sætinu, en eina tap liðsins kom gegn West Ham á heimavelli. Stoke er í átjánda sæti með fimm stig eftir tvo leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×