Enski boltinn

Fyrsta tap Swansea

Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty
Nýliðar Norwich halda áfram að gera það gott í ensku úrvalsdeildinni, en þeir lögðu aðra nýliða af velli, Bournemouth, í dag. Lokatölur 3-1.

Cameron Jerome, Wesley Hoolahan og Matt Jarvis sáu um að skora mörkinn, en Norwich er með sjö stig eftir fyrstu fimm leikina. Bournemouth er með fjögur stig eftir fimm leiki í fimmtánda sæti.

WBA og Southampton gerðu markalaust jafntefli og Odion Ighalo gerði eina mark Watford gegn Swansea í 1-0 sigri.

Úrslit og markaskorarar:

Norwich - Bournemouth 3-1

1-0 Cameron Jerome (35.), 2-0 Wesley Hoolahan (52.), 3-0 Matt Jarvis (67.), 3-1 Steve Cook (82.).

WBA - Southampton 0-0

Watford - Swansea 1-0

1-0 Odion Ighalo (60.).

Rautt spjald: Valon Behrami - Watford (65.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×