Birgitta sendi Ólafi Ragnari tóninn Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2015 22:13 Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata, sagði ljost að þörf væri á forsetaframbjóðanda sem væri annt um beint lýðræði. vísir/Valli Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, nýtti tækifærið við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra til að andmæla staðhæfingum forseta Íslands við setningu Alþingi fyrr í dag. „Mig langar í ljósi þess að við þingmenn getum ekki hreyft við neinum andmælum þegar forseti lýðveldisins messar yfir okkur við upphaf sérhvers þing, eins og hann gerði í dag, að nota tækifærið og andmæla staðhæfingu forsetans,“ sagði Birgitta. Hún sagði forsetann hafa sniðgengið nokkur afar mikilvæg atriði í málflutningi sínum um mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar samhliða forsetakosningunum.Óþarfa áhyggjur „Í fyrsta lagi þá eru þetta óþarfa áhyggjur hjá forseta vorum Ólafi Ragnari Grímssyni um að kosningar um stjórnarskrá samhliða forsetakosningum verði ólýðræðislegar. Það er einmitt eina mögulega leiðin til að tryggja nægilega þátttöku almennings til að vega upp á móti ólýðræðislegum 40% þátttökutálmunum sem voru settar í bráðabirgðaákvæði stjórnarskrárinnar. Staðreyndin er sú að ef breytingarnar verða umdeildar þurfa yfir 80% allra á kjörskrá að mæta til að greiða atkvæði til að niðurstaða kjósenda öðlist gildi. Langbesta og tryggasta leiðin til að fá fólk á kjörstað eru fulltrúakosningar samanber Forsetakosningar eða Alþingiskosningar. Vert er vekja athygli á því að engar sambærilegar lýðræðis tálmanir eru á þátttöku til Alþingiskosninga eða Forsetakosninga.“ Hún sagði forsetann jafnframt hafa sagt í ræðu sinni fyrr í dag að þröng tímamörk og sparnaðarhvöt megi ekki stofna gæðum verksins í hættu. „Kæri Forseti Lýðveldisins, það er mér sönn ánægða að upplýsa þig um það, að þetta eru ekki hvatarnir sem liggja að baki því að spyrða saman þessar tvær kosningar, hvatarnir eru einmitt fyrst og fremst hugsaðir til að tryggja góða þátttöku.“Hvatarnir að tryggja góða þátttöku Hún sagði það vera sanna ánægju að upplýsa forsetann um það að þetta séu ekki hvatarnir sem liggja að baki því að spyrða saman þessar tvær kosningar. „Hvatarnir eru einmitt fyrst og fremst hugsaðir til að tryggja góða þátttöku.“Hún sagðist geta fullvissað forsetann um að vandað hefur verið til verksins með ótal sérfræðingum og fundum. „Og finnst mér furðu sæta að forsetinn láti svo í veðri vaka að svo sé ekki, enda komu engar nánari útlistanir á því hvað gæfi tilefni til þessa vantrausts áður en niðurstaðan liggur fyrir.“Einhver þarf að bjóða sig fram til forseta sem er annt um beint lýðræði Hún sagði ljóst að forsetinn hefur fært sig inn á háskalegar og gerræðislegar brautir gagnvart þingræðinu í dag og undir því getur hún ekki setið án þess að andmæla af fullum krafti. „Ljóst er að einhver þarf að bjóða sig fram til að sinna hlutverki Forseta sem er annt um hið beina lýðræði og er tilbúinn að sleppa tökunum af málskotsréttinum til þjóðarinnar sjálfar.“ Alþingi Tengdar fréttir Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Gefur ekki upp hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni.“ 8. september 2015 18:37 Vill ekki stjórnarskrárkosningar samhliða forsetakosningum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að „hvorki þröng tímamörk né sparnaðarhvöt megi stofna gæðum verksins í hættu.“ 8. september 2015 12:57 Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, nýtti tækifærið við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra til að andmæla staðhæfingum forseta Íslands við setningu Alþingi fyrr í dag. „Mig langar í ljósi þess að við þingmenn getum ekki hreyft við neinum andmælum þegar forseti lýðveldisins messar yfir okkur við upphaf sérhvers þing, eins og hann gerði í dag, að nota tækifærið og andmæla staðhæfingu forsetans,“ sagði Birgitta. Hún sagði forsetann hafa sniðgengið nokkur afar mikilvæg atriði í málflutningi sínum um mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar samhliða forsetakosningunum.Óþarfa áhyggjur „Í fyrsta lagi þá eru þetta óþarfa áhyggjur hjá forseta vorum Ólafi Ragnari Grímssyni um að kosningar um stjórnarskrá samhliða forsetakosningum verði ólýðræðislegar. Það er einmitt eina mögulega leiðin til að tryggja nægilega þátttöku almennings til að vega upp á móti ólýðræðislegum 40% þátttökutálmunum sem voru settar í bráðabirgðaákvæði stjórnarskrárinnar. Staðreyndin er sú að ef breytingarnar verða umdeildar þurfa yfir 80% allra á kjörskrá að mæta til að greiða atkvæði til að niðurstaða kjósenda öðlist gildi. Langbesta og tryggasta leiðin til að fá fólk á kjörstað eru fulltrúakosningar samanber Forsetakosningar eða Alþingiskosningar. Vert er vekja athygli á því að engar sambærilegar lýðræðis tálmanir eru á þátttöku til Alþingiskosninga eða Forsetakosninga.“ Hún sagði forsetann jafnframt hafa sagt í ræðu sinni fyrr í dag að þröng tímamörk og sparnaðarhvöt megi ekki stofna gæðum verksins í hættu. „Kæri Forseti Lýðveldisins, það er mér sönn ánægða að upplýsa þig um það, að þetta eru ekki hvatarnir sem liggja að baki því að spyrða saman þessar tvær kosningar, hvatarnir eru einmitt fyrst og fremst hugsaðir til að tryggja góða þátttöku.“Hvatarnir að tryggja góða þátttöku Hún sagði það vera sanna ánægju að upplýsa forsetann um það að þetta séu ekki hvatarnir sem liggja að baki því að spyrða saman þessar tvær kosningar. „Hvatarnir eru einmitt fyrst og fremst hugsaðir til að tryggja góða þátttöku.“Hún sagðist geta fullvissað forsetann um að vandað hefur verið til verksins með ótal sérfræðingum og fundum. „Og finnst mér furðu sæta að forsetinn láti svo í veðri vaka að svo sé ekki, enda komu engar nánari útlistanir á því hvað gæfi tilefni til þessa vantrausts áður en niðurstaðan liggur fyrir.“Einhver þarf að bjóða sig fram til forseta sem er annt um beint lýðræði Hún sagði ljóst að forsetinn hefur fært sig inn á háskalegar og gerræðislegar brautir gagnvart þingræðinu í dag og undir því getur hún ekki setið án þess að andmæla af fullum krafti. „Ljóst er að einhver þarf að bjóða sig fram til að sinna hlutverki Forseta sem er annt um hið beina lýðræði og er tilbúinn að sleppa tökunum af málskotsréttinum til þjóðarinnar sjálfar.“
Alþingi Tengdar fréttir Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Gefur ekki upp hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni.“ 8. september 2015 18:37 Vill ekki stjórnarskrárkosningar samhliða forsetakosningum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að „hvorki þröng tímamörk né sparnaðarhvöt megi stofna gæðum verksins í hættu.“ 8. september 2015 12:57 Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Gefur ekki upp hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni.“ 8. september 2015 18:37
Vill ekki stjórnarskrárkosningar samhliða forsetakosningum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að „hvorki þröng tímamörk né sparnaðarhvöt megi stofna gæðum verksins í hættu.“ 8. september 2015 12:57
Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49