Innlent

Könnun MMR: Fylgi Bjartrar framtíðar eykst

Atli Ísleifsson skrifar
Píratar mælast með 33 prósent fylgi.
Píratar mælast með 33 prósent fylgi. Vísir/Stefán
Píratar mælast með 33 prósent fylgi í nýrri könnun MMR sem er tveimur prósentustigum minna en í síðustu könnun í lok júlí.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 25,3 prósent, borið saman við 23,1 prósent í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 11,4 prósent, borið saman við 12,2 prósent í síðustu könnun.

Samfylking yfir 10 prósent

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 10,6 prósent borið saman við 9,6 prósent í síðustu könnun. Fylgi Vinstri-Grænna mældist nú 9,6 prósent, borið saman við 10,2 prósent í síðustu könnun. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 5,8 prósent, borið saman við 4,4 prósent í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist undir 1 prósent.

Stuðningur við ríkisstjórnina

„Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 34,4% en mældist 33,2% í síðustu mælingu (sem lauk þann 30. júlí s.l.) og 33,2% í júní s.l. (lauk 30. júní),“ segir í fréttinni.

MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 31. ágúst til 3. september 2015. Nánar má lesa um könnuna í frétt MMR.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×