Innlent

Hvetur landsmenn til að festa lausamuni niður

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Fyrsta haustlægðin skall á af fullum krafti í nótt og sinntu björgunarsveitir yfir fjörutíu útköllum. Ávallt er mikilvægt að huga vel að öllu lauslegu á borð við útigrillum, garðhúsgögnum og ruslatunnum þegar slíkt veður er í kortunum.

Tjald sem hýsa átti Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands fór illa í storminum og lenti á bíl björgunarsveitarmanna sem voru á staðnum. Bíllinn er talsvert laskaður, rúða brotin og gat kom á þak hans.

Von er á annarri lægð í nótt og áætlað er að hviður geti farið upp í 35 m/s. Jóhannes Ingi Kolbeinsson, formaður Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur, hvetur landsmenn til að festa allt lauslegt niður fyrir kvöldið svo enginn hljóti skaða af.


Tengdar fréttir

Staðráðin í að redda nýju tjaldi fyrir Októberfest

Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) hefst á morgun en babb kom í bátinn í nótt þegar risatjald sem sett hafði verið upp tókst á loft í storminum sem geisaði á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×