Telur stóra vandamál kvikmyndageirans ekki felast í kynfærum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. ágúst 2015 19:14 Friðrik Erlingsson vill að handritum verði skilað nafnlaust er sótt er um styrk. vísir/anton „Stóra vandamálið í kynjahallanum á úthlutun styrkja frá Kvikmyndamiðstöð er ekki hvort umsækjandi er með kynfærin innvortis eða utanáliggjandi,“ segir rithöfundurinn Friðrik Erlingsson í aðsendri grein sem birtist inn á Klapptré í gær. Undanfarið hafa kynjakvótar á úthlutanir Kvikmyndasjóðs verið talsvert í umræðunni. Engin kona var til að mynda leikstjóri, handritshöfundur, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar í kvikmynd í fullri lengd árið 2014 en alls komu sjö myndir í fullri lengd út í fyrra. „Það er ákveðinn valdastrúktúr í þessari grein sem flestir eru blindir á og viðheldur þessu ástandi,“ sagði Dögg Mósesdóttir meðal annars við Fréttablaðið fyrr í ár og í júlí steig Baltasar Kormákur fram, í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins, að hann væri nú hlynntur kynjakvóta. „Flestar þessara kvenna, sem hafa látið í sér heyra, hafa verið ansi óvægnar í garð karlkyns kollega sinna, og hafa talað um ‘typpalykt’ af úthlutunum í gegnum tíðina og að konur séu almennt orðnar þreyttar á að horfa á myndir um ‘karla í krísu’, svo aðeins tvö ósmekkleg og ómálefnaleg dæmi séu nefnd hér,“ segir Friðrik í grein sinni þar sem hann gagnrýnir umræðuna töluvert. Í grein sinni gantast Friðrik aðeins með að hann hafi þótt að þola þá niðurlægingu að ráðgjafi af kvenkyni hafi verið settur til að fjalla um umsókn sína til sjóðsins. „Hvernig getur hún/þær nokkurn tímann skilið minn hugmynda- og tilfinningaheim?“ skrifar hann. „Stóra vandamálið er skorturinn á skýrum og afmörkuðum vinnureglum fyrir ráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar, svo þeir komist ekki lengur upp með að hafa ‘persónulega skoðun’ á umsóknum eða umsækjendum,“ segir Friðrik. Í lokahluta greinarinnar segir Friðrik að það þurfi að semja nýjar og skýrari reglur um starf ráðgjafa hjá Kvikmyndamiðstöð sem tryggi að ráðgjafinn nýti faglega þekkingu sína til hins ýtrasta. Leggur hann til að handritsumsóknir séu sendar inn nafnlaut og sé það samþykkt fái það að halda áfram frekara ferli. „Því þegar upp er staðið og ljósin kvikna í salnum er áhorfendum ekki efst í huga af hvoru kyni höfundar eða framleiðendur eru, heldur hvort upplifunin hafi verið sönn, hvort sagan hafi snert við þeim, sagt þeim eitthvað nýtt um þá sjálfa eða speglað raunveruleikann með nýjum og óvæntum hætt,“ segir í niðurlagi greinarinnar. Grein Friðriks má lesa í heild sinni inn á Klapptré. Tengdar fréttir Stelpur sem skjóta Kvikmyndagerðarkonur taka höndum saman og búa til flöt fyrir stelpur á framhaldsskólaaldri sem vilja þreyfa fyrir sér í stuttmyndagerð og rétta við hallann. 7. júlí 2015 11:15 Föstudagsviðtalið: Balti vill kynjakvóta Baltasar Kormákur var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 24. júlí 2015 07:00 Dagur Kári: „Kynjakvóti er niðurlægjandi fyrir konur“ Leikstjórinn segir konur fullkomlega færar um það sjálfar að sýna það í verki að þær séu jafngóðar, og ef til vill betri, en karlar í kvikmyndagerð. 5. ágúst 2015 17:20 Er kynjakvóti í kvikmyndagerð svarið? 8. ágúst 2015 11:00 Ráðherra segir rök Balta sannfærandi Menntamálaráðherra segir hugmyndir Baltasars um tímabundinn kynjakvóta í úthlutunum frá kvikmyndasjóði skynsamlegar. 25. júlí 2015 08:00 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
„Stóra vandamálið í kynjahallanum á úthlutun styrkja frá Kvikmyndamiðstöð er ekki hvort umsækjandi er með kynfærin innvortis eða utanáliggjandi,“ segir rithöfundurinn Friðrik Erlingsson í aðsendri grein sem birtist inn á Klapptré í gær. Undanfarið hafa kynjakvótar á úthlutanir Kvikmyndasjóðs verið talsvert í umræðunni. Engin kona var til að mynda leikstjóri, handritshöfundur, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar í kvikmynd í fullri lengd árið 2014 en alls komu sjö myndir í fullri lengd út í fyrra. „Það er ákveðinn valdastrúktúr í þessari grein sem flestir eru blindir á og viðheldur þessu ástandi,“ sagði Dögg Mósesdóttir meðal annars við Fréttablaðið fyrr í ár og í júlí steig Baltasar Kormákur fram, í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins, að hann væri nú hlynntur kynjakvóta. „Flestar þessara kvenna, sem hafa látið í sér heyra, hafa verið ansi óvægnar í garð karlkyns kollega sinna, og hafa talað um ‘typpalykt’ af úthlutunum í gegnum tíðina og að konur séu almennt orðnar þreyttar á að horfa á myndir um ‘karla í krísu’, svo aðeins tvö ósmekkleg og ómálefnaleg dæmi séu nefnd hér,“ segir Friðrik í grein sinni þar sem hann gagnrýnir umræðuna töluvert. Í grein sinni gantast Friðrik aðeins með að hann hafi þótt að þola þá niðurlægingu að ráðgjafi af kvenkyni hafi verið settur til að fjalla um umsókn sína til sjóðsins. „Hvernig getur hún/þær nokkurn tímann skilið minn hugmynda- og tilfinningaheim?“ skrifar hann. „Stóra vandamálið er skorturinn á skýrum og afmörkuðum vinnureglum fyrir ráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar, svo þeir komist ekki lengur upp með að hafa ‘persónulega skoðun’ á umsóknum eða umsækjendum,“ segir Friðrik. Í lokahluta greinarinnar segir Friðrik að það þurfi að semja nýjar og skýrari reglur um starf ráðgjafa hjá Kvikmyndamiðstöð sem tryggi að ráðgjafinn nýti faglega þekkingu sína til hins ýtrasta. Leggur hann til að handritsumsóknir séu sendar inn nafnlaut og sé það samþykkt fái það að halda áfram frekara ferli. „Því þegar upp er staðið og ljósin kvikna í salnum er áhorfendum ekki efst í huga af hvoru kyni höfundar eða framleiðendur eru, heldur hvort upplifunin hafi verið sönn, hvort sagan hafi snert við þeim, sagt þeim eitthvað nýtt um þá sjálfa eða speglað raunveruleikann með nýjum og óvæntum hætt,“ segir í niðurlagi greinarinnar. Grein Friðriks má lesa í heild sinni inn á Klapptré.
Tengdar fréttir Stelpur sem skjóta Kvikmyndagerðarkonur taka höndum saman og búa til flöt fyrir stelpur á framhaldsskólaaldri sem vilja þreyfa fyrir sér í stuttmyndagerð og rétta við hallann. 7. júlí 2015 11:15 Föstudagsviðtalið: Balti vill kynjakvóta Baltasar Kormákur var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 24. júlí 2015 07:00 Dagur Kári: „Kynjakvóti er niðurlægjandi fyrir konur“ Leikstjórinn segir konur fullkomlega færar um það sjálfar að sýna það í verki að þær séu jafngóðar, og ef til vill betri, en karlar í kvikmyndagerð. 5. ágúst 2015 17:20 Er kynjakvóti í kvikmyndagerð svarið? 8. ágúst 2015 11:00 Ráðherra segir rök Balta sannfærandi Menntamálaráðherra segir hugmyndir Baltasars um tímabundinn kynjakvóta í úthlutunum frá kvikmyndasjóði skynsamlegar. 25. júlí 2015 08:00 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Stelpur sem skjóta Kvikmyndagerðarkonur taka höndum saman og búa til flöt fyrir stelpur á framhaldsskólaaldri sem vilja þreyfa fyrir sér í stuttmyndagerð og rétta við hallann. 7. júlí 2015 11:15
Föstudagsviðtalið: Balti vill kynjakvóta Baltasar Kormákur var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 24. júlí 2015 07:00
Dagur Kári: „Kynjakvóti er niðurlægjandi fyrir konur“ Leikstjórinn segir konur fullkomlega færar um það sjálfar að sýna það í verki að þær séu jafngóðar, og ef til vill betri, en karlar í kvikmyndagerð. 5. ágúst 2015 17:20
Ráðherra segir rök Balta sannfærandi Menntamálaráðherra segir hugmyndir Baltasars um tímabundinn kynjakvóta í úthlutunum frá kvikmyndasjóði skynsamlegar. 25. júlí 2015 08:00