Telur stóra vandamál kvikmyndageirans ekki felast í kynfærum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. ágúst 2015 19:14 Friðrik Erlingsson vill að handritum verði skilað nafnlaust er sótt er um styrk. vísir/anton „Stóra vandamálið í kynjahallanum á úthlutun styrkja frá Kvikmyndamiðstöð er ekki hvort umsækjandi er með kynfærin innvortis eða utanáliggjandi,“ segir rithöfundurinn Friðrik Erlingsson í aðsendri grein sem birtist inn á Klapptré í gær. Undanfarið hafa kynjakvótar á úthlutanir Kvikmyndasjóðs verið talsvert í umræðunni. Engin kona var til að mynda leikstjóri, handritshöfundur, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar í kvikmynd í fullri lengd árið 2014 en alls komu sjö myndir í fullri lengd út í fyrra. „Það er ákveðinn valdastrúktúr í þessari grein sem flestir eru blindir á og viðheldur þessu ástandi,“ sagði Dögg Mósesdóttir meðal annars við Fréttablaðið fyrr í ár og í júlí steig Baltasar Kormákur fram, í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins, að hann væri nú hlynntur kynjakvóta. „Flestar þessara kvenna, sem hafa látið í sér heyra, hafa verið ansi óvægnar í garð karlkyns kollega sinna, og hafa talað um ‘typpalykt’ af úthlutunum í gegnum tíðina og að konur séu almennt orðnar þreyttar á að horfa á myndir um ‘karla í krísu’, svo aðeins tvö ósmekkleg og ómálefnaleg dæmi séu nefnd hér,“ segir Friðrik í grein sinni þar sem hann gagnrýnir umræðuna töluvert. Í grein sinni gantast Friðrik aðeins með að hann hafi þótt að þola þá niðurlægingu að ráðgjafi af kvenkyni hafi verið settur til að fjalla um umsókn sína til sjóðsins. „Hvernig getur hún/þær nokkurn tímann skilið minn hugmynda- og tilfinningaheim?“ skrifar hann. „Stóra vandamálið er skorturinn á skýrum og afmörkuðum vinnureglum fyrir ráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar, svo þeir komist ekki lengur upp með að hafa ‘persónulega skoðun’ á umsóknum eða umsækjendum,“ segir Friðrik. Í lokahluta greinarinnar segir Friðrik að það þurfi að semja nýjar og skýrari reglur um starf ráðgjafa hjá Kvikmyndamiðstöð sem tryggi að ráðgjafinn nýti faglega þekkingu sína til hins ýtrasta. Leggur hann til að handritsumsóknir séu sendar inn nafnlaut og sé það samþykkt fái það að halda áfram frekara ferli. „Því þegar upp er staðið og ljósin kvikna í salnum er áhorfendum ekki efst í huga af hvoru kyni höfundar eða framleiðendur eru, heldur hvort upplifunin hafi verið sönn, hvort sagan hafi snert við þeim, sagt þeim eitthvað nýtt um þá sjálfa eða speglað raunveruleikann með nýjum og óvæntum hætt,“ segir í niðurlagi greinarinnar. Grein Friðriks má lesa í heild sinni inn á Klapptré. Tengdar fréttir Stelpur sem skjóta Kvikmyndagerðarkonur taka höndum saman og búa til flöt fyrir stelpur á framhaldsskólaaldri sem vilja þreyfa fyrir sér í stuttmyndagerð og rétta við hallann. 7. júlí 2015 11:15 Föstudagsviðtalið: Balti vill kynjakvóta Baltasar Kormákur var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 24. júlí 2015 07:00 Dagur Kári: „Kynjakvóti er niðurlægjandi fyrir konur“ Leikstjórinn segir konur fullkomlega færar um það sjálfar að sýna það í verki að þær séu jafngóðar, og ef til vill betri, en karlar í kvikmyndagerð. 5. ágúst 2015 17:20 Er kynjakvóti í kvikmyndagerð svarið? 8. ágúst 2015 11:00 Ráðherra segir rök Balta sannfærandi Menntamálaráðherra segir hugmyndir Baltasars um tímabundinn kynjakvóta í úthlutunum frá kvikmyndasjóði skynsamlegar. 25. júlí 2015 08:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
„Stóra vandamálið í kynjahallanum á úthlutun styrkja frá Kvikmyndamiðstöð er ekki hvort umsækjandi er með kynfærin innvortis eða utanáliggjandi,“ segir rithöfundurinn Friðrik Erlingsson í aðsendri grein sem birtist inn á Klapptré í gær. Undanfarið hafa kynjakvótar á úthlutanir Kvikmyndasjóðs verið talsvert í umræðunni. Engin kona var til að mynda leikstjóri, handritshöfundur, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar í kvikmynd í fullri lengd árið 2014 en alls komu sjö myndir í fullri lengd út í fyrra. „Það er ákveðinn valdastrúktúr í þessari grein sem flestir eru blindir á og viðheldur þessu ástandi,“ sagði Dögg Mósesdóttir meðal annars við Fréttablaðið fyrr í ár og í júlí steig Baltasar Kormákur fram, í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins, að hann væri nú hlynntur kynjakvóta. „Flestar þessara kvenna, sem hafa látið í sér heyra, hafa verið ansi óvægnar í garð karlkyns kollega sinna, og hafa talað um ‘typpalykt’ af úthlutunum í gegnum tíðina og að konur séu almennt orðnar þreyttar á að horfa á myndir um ‘karla í krísu’, svo aðeins tvö ósmekkleg og ómálefnaleg dæmi séu nefnd hér,“ segir Friðrik í grein sinni þar sem hann gagnrýnir umræðuna töluvert. Í grein sinni gantast Friðrik aðeins með að hann hafi þótt að þola þá niðurlægingu að ráðgjafi af kvenkyni hafi verið settur til að fjalla um umsókn sína til sjóðsins. „Hvernig getur hún/þær nokkurn tímann skilið minn hugmynda- og tilfinningaheim?“ skrifar hann. „Stóra vandamálið er skorturinn á skýrum og afmörkuðum vinnureglum fyrir ráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar, svo þeir komist ekki lengur upp með að hafa ‘persónulega skoðun’ á umsóknum eða umsækjendum,“ segir Friðrik. Í lokahluta greinarinnar segir Friðrik að það þurfi að semja nýjar og skýrari reglur um starf ráðgjafa hjá Kvikmyndamiðstöð sem tryggi að ráðgjafinn nýti faglega þekkingu sína til hins ýtrasta. Leggur hann til að handritsumsóknir séu sendar inn nafnlaut og sé það samþykkt fái það að halda áfram frekara ferli. „Því þegar upp er staðið og ljósin kvikna í salnum er áhorfendum ekki efst í huga af hvoru kyni höfundar eða framleiðendur eru, heldur hvort upplifunin hafi verið sönn, hvort sagan hafi snert við þeim, sagt þeim eitthvað nýtt um þá sjálfa eða speglað raunveruleikann með nýjum og óvæntum hætt,“ segir í niðurlagi greinarinnar. Grein Friðriks má lesa í heild sinni inn á Klapptré.
Tengdar fréttir Stelpur sem skjóta Kvikmyndagerðarkonur taka höndum saman og búa til flöt fyrir stelpur á framhaldsskólaaldri sem vilja þreyfa fyrir sér í stuttmyndagerð og rétta við hallann. 7. júlí 2015 11:15 Föstudagsviðtalið: Balti vill kynjakvóta Baltasar Kormákur var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 24. júlí 2015 07:00 Dagur Kári: „Kynjakvóti er niðurlægjandi fyrir konur“ Leikstjórinn segir konur fullkomlega færar um það sjálfar að sýna það í verki að þær séu jafngóðar, og ef til vill betri, en karlar í kvikmyndagerð. 5. ágúst 2015 17:20 Er kynjakvóti í kvikmyndagerð svarið? 8. ágúst 2015 11:00 Ráðherra segir rök Balta sannfærandi Menntamálaráðherra segir hugmyndir Baltasars um tímabundinn kynjakvóta í úthlutunum frá kvikmyndasjóði skynsamlegar. 25. júlí 2015 08:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Stelpur sem skjóta Kvikmyndagerðarkonur taka höndum saman og búa til flöt fyrir stelpur á framhaldsskólaaldri sem vilja þreyfa fyrir sér í stuttmyndagerð og rétta við hallann. 7. júlí 2015 11:15
Föstudagsviðtalið: Balti vill kynjakvóta Baltasar Kormákur var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 24. júlí 2015 07:00
Dagur Kári: „Kynjakvóti er niðurlægjandi fyrir konur“ Leikstjórinn segir konur fullkomlega færar um það sjálfar að sýna það í verki að þær séu jafngóðar, og ef til vill betri, en karlar í kvikmyndagerð. 5. ágúst 2015 17:20
Ráðherra segir rök Balta sannfærandi Menntamálaráðherra segir hugmyndir Baltasars um tímabundinn kynjakvóta í úthlutunum frá kvikmyndasjóði skynsamlegar. 25. júlí 2015 08:00