Innlent

Tvær árásir til skoðunar hjá lögreglu eftir nóttina

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Nóttin var fremur róleg hjá lögreglunni fyrir utan viðbúinn eril næturinnar.
Nóttin var fremur róleg hjá lögreglunni fyrir utan viðbúinn eril næturinnar. vísir/pjetur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar tvö mál er tengjast mögulegum líkamsárásum eftir skemmtanahald næturinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Klukkan hálffjögur var tilkynnt um meðvitundarlausan mann á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur og er talið að hann hafi verið sleginn. Ekki er vitað hver mögulegur gerandi er. Skömmu fyrir klukkan fjögur óskaði síðan karlmaður eftir aðstoð lögreglu en samkvæmt honum var hann sleginn af dyraverði á skemmtistað. Bæði málin verða skoðuð.

Einn ökumaður var tekinn fyrir ölvun við akstur og annar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá síðarnefndi og farþegi bifreiðarhans höfðu í fórum sínum ætluð fíkniefni í söluumbúðum.

Að auki var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Austurbænum á fjórða tímanum en þjófarnir voru á bak og brott er lögreglu bar að garði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×