Enski boltinn

Van Gaal: Þurfum ekki að kaupa framherja

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Gaal setur upp svipbrigði.
Van Gaal setur upp svipbrigði. vísir/getty
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, neitar því að hann þurfi að kaupa sér framherja áður en félagsskiptaglugginn lokar. Hann segir að frammistaða dagsins hafi heillað sig, en United gerði markalaust jafntefli gegn Newcastle á heimavelli.

„Nei, af því við vorum þrisvar sinnum betra liðið," sagði Van Gaal aðspurður hvort hann þyrfti ekki að kaupa sér framherja í glugganum sem lokar í lok mánaðarins.

„Mínar áhyggjur eru að yfirspila andstæðinginn og við gerðum það í dag, við gerðum það gegn Aston Villa, Tottenham og Club Brugge."

„Ég er ánægður með frammistöðuna, en ekki úrslitin og það er öðruvísi. Við vorum óheppnir því við sköpuðum fullt af færum."

Eina það sem Van Gaal var alvarlega ósáttur við var ákvörðun aðstoðardómarans að dæma löglegt mark Wayne Rooney af.

„Wayne skoraði, en það var ekki dæmt gilt. Þetta var tæpt og reglurnar eru þannig að þegar svona er tæpt, þá áttu ekki að flagga."

„Þetta er fótbolti og ég hef einnig sagt mörgum sinnum að við þurfum meiri tæknibúnað til að hjálpa dómurunum og aðstoðardómörunum vegna þess að þetta er ekki auðvelt starf," sagði Van Gaal að lokum.

United hefur enn ekki fengið á sig mark í deildinni, en þeir eru með sjö stig eftir fyrstu þrjá leikina. Þeir hafa þó einungis skorað eitt mark sjálfir, en hitt markið sem United skoraði var sjálfsmark Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×