Fótbolti

Sjáðu stórglæsilegt aukaspyrnumark Giovinco

Anton Ingi Leifsson skrifar
Giovinco í leik með Toronto.
Giovinco í leik með Toronto. vísir/getty
Sebastian Giovinco skoraði frábært mark í 5-0 sigri Toronto á Orlandi City í MLS-deildinni í knattspyrnu í kvöld, en mark Giovinco kom beint úr aukaspyrnu.

Giovinco skoraði annað mark Toronto. Hann smellti boltanum í stöngina og inn í fjærhornið. Stórglæsilegt mark, en Jozy Altidore bætti við tveimur mörkum og Justin Morrow einu áður en yfir lauk.

Þetta var sautjánda mark Giovinco á leiktíðinni í 24 leikjum á tímabilinu, en hann kom til liðsins frá Juventus í janúar á þessu ári. Brasilíski snillingurinn, Kaka, er í herbúðum Orlando sem hefur gengið afleitlega á tímabilinu.

Toronto er í tíunda sæti deildarinnar, en Orlando er í því sautjánda. Markið stórglæsilega má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×